Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1947, Blaðsíða 15

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1947, Blaðsíða 15
TÍMARIT V.F.Í. 1947 37 það hlutverk að skammta húsinu hæfilega mikið vatn, vatnsmæli, sem mælir notkunina, og einstreymishana, sem hindrar það, að vatn, sem búið er að mæla, renni aftur gegnum mælinn. Sökum þess að þrýstingurinn í bæjarkerfinu er mis- munandi eftir álaginu, hefði verið æskilegast, að hemillinn hefði ávallt gefið sama vatnsmagn óháð þrýstingnum í götuæðinni og að þetta vatnsmagn hefði mátt stilla eftir hitaþörf viðkomandi húss. En þar sem slíkir hemlar eru ekki til, er hemilstillingin þannig, að hæfilegt vatnsmagn fæst, þegar þrýsting- ur í götuæð er við lágmark, þ. e. þegar kaldast er og vatnsnotkunin mest. Við minni notkun og hærri þrýst- ing í götuæð gefur hemillinn meira og verður þá að draga úr rennslinu með stillihana, sem er á tengiæð- inni innan við hemil og mæli. Hani þessi er ætlaður notanda til daglegrar stillingar, og þessi galli hemils- ins, sem fyrr er nefndur, veldur því, að sama stilling á stillihananum gefur mismunandi vatnsmagn eftir því, hvernig þrýstingurinn er. Innan við hemil og mæli, en utan við stillihanann er stútur fyrir baðvatn. IJr þeim stút má fá heitt vatn til baða og þvotta, sé frárennslisvatnið ekki not- að, og er þá sérstakur lokunarhani fyrir þá lögn. Með sérstökum útbúnaði má koma því svo fyrir, að nota megi frárennslisvatnið á veturna og þann hluta ársins, sem það er nógu heitt, en heitt vatn um beina sambandið á sumrin, þegar frárennslið verður of kallt eða enginn hiti er hafður á húsinu. Eins og sjá má af þessu, er hveravatninu veitt beint inn á hitunarkerfi húsanna. Það dreifist til ofnanna á sama hátt og í kolakyntum kerfum, kólnar þar og leitar aftur niður að katli eða upptökum kerfisins. Niðri við ketilinn, eða þar, sem komnar eru saman pípur frá öllum ofnum kerfisins, er frárennslinu veitt burt úr kerfinu. Var upphaflega hugmyndin að leiða frárennslið upp fyrir efstu ofna, svo að kerfið gæti ekki tæmzt, en eins og fyrr er sagt, voru engin tök á að gera þetta, og var frárennslinu því, til bráðabirgða, veitt skemmstu leið í skolpveitu. Til þess að halda vatninu uppi í kerfinu var hafður sérstakur hemill eða hani á frárennslinu, sem veitti hæfilega mótstöðu, þegar fullt vatnsmagn rann gegnum kerfið, og annar stillihani fyrir notanda til þess að auka mótstöðuna, þegar lítið rann og loka fyrir útrennslið samtímis innrenslinu. Síðar hafa ýmsir orðið til að leiða frá- rennslið upp fyrir ofna, enda er það æskilegast. Þegar svo er komið, má stilla eða loka fyrir hita hvers kerfis með einum hana á innrennslinu. Þar, sem hitaveitan var tengd við hitunarkerfi, sem áður höfðu verið kolakynt, var þenslukerið lokað frá kerfinu, svo að ekki rynni vatn upp um það, því það hefði bæði getað valdið spjöllum og truflað jafna hitun. Þegar búið er að hleypa hita á kerfi og jafnvægi er komið á, rennur jafnmikið vatn inn á kerfið og út af / Inntak' meb renni/oka. hem//, mce// og c/nstreym/shano. 2 /S/tomce/ar ó fram- og boA-rens// 3 fienni/ok/ a sambanc/mu m/Z/t fram- og bokrens/is 4. frárens/ispipct fró m/dstóövorPerf/ oö bahvatns<geym/ 5 13ab - og heitirotns/rerf/ 6 þens/uker er tekiö úr sam banct/ 7 /3/pa aö vrermireit éba út/hús/. 6 frárens/i frá pónnu Tilhögun innanhúss, eins og hún var upphaflega ráðgerð. Indoor arrangement I. Tilhögun innanhúss, eins og hún varð víðast hvar. Indoor arrangement II. Yf/rfa//

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.