Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1947, Blaðsíða 5
TÍMARIT V.F.I. 1947
27
Frá hverasvæðinu á Reykjum áður en hitaveitan tók til
starfa. Nú ber minna á gufunni.
From tlie liot-spring region by Reykir before the liot water
ivas taking in use. Now tlie vapors liave subsided.
Fg hefi áður flutt erindi hér í félaginu um boran-
irnar og skal því ekki fjölyrða um þær að þessu
sinni, aðeins geta þess, að upphaflega var talið, að
heita vatnið á Reykjum næmi sem svaraði 100 1/sek,
en boranirnar juku það upp í ca 260 1/sek, auk þess
sem vatnið hitnaði til muna, eða úr 82° upp í 87° C.*
Það kom fljótt í ljós eftir að byrjað var að bora á
Reykjum, að vatnsmagn myndi verða það mikið, að
gerlegt yrði að leiða það til bæjarins. Var þá þegar
hafizt handa um undirbúning.
Það féll í minn hlut að gera frumteikningar og
frumáætlun að hitaveitunni frá Reykjum í samráði
við Valgeir Björnsson, þáv. bæjarverkfræðing. Þess-
ar áætlanir voru fullgerðar um haustið 1937.
Um þessar mundir voru mikil gjaldeyrisvandræði
og því óhugsandi að ráðast í þetta mikla fyrirtæki
nema fá lán erlendis frá.
Ég skal ekki fjölyrða um þá erfiðleika, sem þeir
Pétur heitinn Halldórsson, borgarstjóri, og Valgeir
Björnsson, bæjarverkfræðingur, áttu við að stríða við
útvegun láns til hitaveitunnar erlendis, né þau póli-
tísku átök, sem orðið hafa um málið til lítils góðs
fyrir það, en aðeins geta þess, að firmað Höjgaard
& Schultz í Khöfn varð til þess að útvega lán til mann-
virkisins gegn því, að það tæki að sér framkvæmd
verksins og að gera fullnaðarteikningar af því, sem
þó að sjálfsögðu voru háðar samþykki fulltrúa bæjar-
ins.
Samningurinn við Höjgaard & Schultz var gerður
15. júní 1939 og var strax tekið til óspilltra málanna
að ganga frá teikningum og útvega efni, en nokkru
* Mesta rennsli sem til þessa hefir fengizt úr holunum
(með loftdælingu) eru rúmir 300 1/sek auk 7 1/sek, sem
notað er á staðnum.
síðar var vinna hafin hér heima. Um þetta leyti skall
stríðið á og nýir erfiðleikar hófust. Loks lokaðist allt
samband við Banmörku áður en allar teikningar væru
fullgerðar, og aðeins nokkur hluti efnis þess, sem
keypt hafði verið, komst hingað. Verkið stöðvaðist
alveg um skeið, en loks tókst að fá efni það, sem
vantaði, frá Ameríku. Þetta var þó síður en svo erfið-
leikalaust og tvisvar var sökkt skipum með efni til
hitaveitunnar á leið hingað frá Ameríku.
Nú er svo komið, að verkinu er að mestu lokið,
enda þótt ýmislegt smávegis sé enn ógert, en fyrir
nærri ári síðan, eða 1. des. 1943, var Reykjavatninu
hleypt í fyrsta húsið hér í bænum, listasafn Einars
Jónssonar myndhöggvara. Nú eru um 2700* hús
hituð með Reykjavatni, auk þeirra 70 húsa, sem
hituð eru frá Þvottalaugunum.
Það verður ekki skilið svo við sögu hitaveitunnar,
að ekki sé getið hinna dönsku verkfræðinga, sem að
henni hafa unnið á vegum firmans Höjgaard &
Schultz. Ég geri þó ráð fyrir, að þeirra verði nánar
getið í næsta erindi og skal því aðeins geta þeirra,
sem lengst hafa unnið að verkinu hér heima og leyst
af hendi mikið starf undir mjög erfiðum skilyrðum.
Má þá fyrst nefna Kaj Langvad, sem verið hefur
yfirverkfræðingur firmans hér frá byrjun, svo og þá
E. Lundgaard og B. Fanöe, sem unnið hafa hér allan
tímann meðan á byggingunni stóð, og loks Suhr
Henriksen, sem kom að verkinu frá Laxárvirkjuninni,
þegar henni var lokið og var við það þar til verkið
stöðvaðist af völdum ófriðarins, en upp úr því fór
hann til Ameríku.
Þótt ég hafi nokkrum sinnum hér að framan getið
Valgeirs Björnssonar, fyrv. bæjarverkfræðings, þá
vantar mikið á, að það gefi rétta hugmynd um þann
mikla þátt, sem hann á í framgangi þessa máls, en
ég geri ráð fyrir, að okkur sé það öllum svo kunnugt,
að ég þurfi ekki að lýsa því nánar.
Ég verð að láta þetta nægja um sögu málsins og
þá menn, sem að því hafa unnið, enda þótt margir
fleiri ættu það skilið að þeirra væri getið.
Lýsing.
Ég mun þá snúa mér að því að lýsa mannvirkinu.
'Mun ég fyrst lýsa því í aðalatriðum, en því næst ræða
nánar einstök atriði. Við skulum þá fara sömu leið
og hið heita vatn, frá uppsprettunum til bæjarins og
inn í einstök hús í bænum.
Á hverasvæðinu hjá Reykjum í Mosfellssveit hafa
verið boraðar 35 holur** 4—8” víðar og 135—721 m
djúpar, auk 3 hola, sem ameríski herinn boraði, og
tveggja lauga, sem notaðar hafa verið án borana.
Þessar holur eru á víð og dreif um jarðhitasvæðið,
sem er að minnsta kosti 1 km að lengd og y2 km á
* Þessi tala gilti, þegar erindið var flutt, nú eru húsin 3000.
** Nú eru holurnar orðnar 43.