Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1947, Blaðsíða 4

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1947, Blaðsíða 4
78 TÍMARIT V.F.Í. 1947 sókn íslenzkrar náttúru og skíðaíþrótt og ferða- lög. Þegar á fyrsta starfsári sínu við Menntaskólann á Akureyri tók Steinþór að stunda skíðaíþróttir af miklu kappi. Hann gerði merkar rannsóknir á skíða- stökki frá aflfræðilegu sjónarmiði, en mér er ekki kunnugt um, hvort niðurstöður hans á því sviði hafa verið birtar. Hann var ritari milliþinganefndar í íþróttamálum 1938 og var sama ár kjörinn formað- ur Skíðaráðs Reykjavíkur. Hann var einn helzti hvatamaður að stofnun Skíðasambands Islands og þótti sjálfkjörinn formaður þess, er það var stofnað 1946. Öll skipulagning skíðamála á Islandi hefur tek- izt án nokkurra deilna eða árekstra, og mun leitun á dæmi þess á sviðum annarra íþrótta. Má af því marka frábæra forustu Steinþórs. Sjálfur var hann mjög góður skíðamaður, og eru fá ár síðan hann kom fram sem hlutgengur keppandi á skíðamótum. Reyndist þessi kunnátta einatt næsta mikilvæg í jöklarannsóknum og vetrarferðum. Nátengd skíðamálunum óg náttúrurannsóknunum voru störf Steinþórs í þágu Ferðafélags Islands. Hélt hann marga fyrirlestra í félaginu og starfaði mik- ið að útgáfu margra árbóka þess, og varaforseti félagsins hafði hann verið um áratugi. Steinþór hélt einnig allmarga fyrirlestra í V.F.I. og var í stjórn þess í 2 ár, og sömuleiðis 2 ár í rit- nefnd tímaritsins. Steinþór kvæntist 1938 Auði Jónasdóttur Jónsson- ar, og eignuðust þau tvö börn. Tveir voru aðalþættirnir í náttúrurannsóknum Steinþórs: landmælingar og landkönnun og jarðhita- rannsóknir. Að landmælingunum vann hann með dönsku mæl- ingamönnunum frá Geodætisk Institut á árunum 1930 —38, að báðum meðtöldum. Árin 1930—35 vann hann í óbyggðum norðan- og austanlands, allt frá Skagafirði til Víðidals eystra. Nánasti samstarfsmaður hans á þessum árum var E. Jensen, herdeildarforingi. Ferðuðust þeir og unnu saman þvínær stöðugt og höfðu 2 aðstoðarmenn. 1936 kortlagði Steinþór sjálfstætt einhver hrika- legustu öræfi landsins, en það eru fjöllin upp af Lóni og Hornafirði eystra. 1937 vann hann að staðarákvörðunum á svæðinu kringum Langjökul, en það var til undirbúnings flug- mælingum. 1938 mælir Steinþór Holtamannaafrétt milli Köldu- kvíslar og Þjórsár til Vonarskarðs og Sprengisands. Var það siðasta árið, sem hann vann að landmælingum. Kennslu í landmælingum í verkfræðideild Háskól- ans annaðist Steinþór um nokkurra ára skeið. Eftir að Steinþór varð framkvæmdarstjóri Rann- sóknarnefndar ríkisins 1939, urðu jarðhitarannsókn- irnar brátt höfuðverkefni hans, þótt margt annað mætti .nefna, sem rannsóknarráði var falið að gera, svo sem rannsókn á mómýrum landsins og undirbún- ingsrannsóknir á skilyrðum fyrir sementsvinnslu og áburðarvinnslu. Steinþór sá um mælingar á vatnsmagni flestra bas- ískra lauga og hvera, gerði einnig margvíslegar at- huganir á súrum hverasvæðum og sá að nokkru leyti um framkvæmdir jarðborana ríkisins. Er eðlilegt, að þessar athuganir yrðu til þess að beina huga Stein- þórs að rannsóknum gosa og eldstöðva. Árin 1942 og 1946 fór hann í leiðangur til Grímsvatna og var fararstjóri í bæði skiptin, tók fjölda mynda af gos- stöðvunum og gerði nákvæmt kort yfir Grímsvatna- svæðið, sem verður ómetanleg undirstaða frekari rannsókna á neðanjökulsgosunum. Sumarið 1943 hóf Steinþór, ásamt Jóni Eyþórs- syni, skipulagða rannsókn á Kötlusvæðinu, og fóru þeir þrjár ferðir u'm sumrið og haustið og síðan eina eða tvær ferðir á sumri. Hefur Jón Eyþórsson skýrt ítarlega frá rannsóknum þessum í Náttúru- fræðingnum XV, 4. Áhugamál Steinþórs Voru mörg og margvísleg. Sumarið 1946 kom út rit eftir hann, þar sem hann ræðir um líffræðileg efni frá sjónarmiði eðlisfræð- ings. Þar bendir hann meðal annars á þann mögu- leika, að entrópíuregla varmafræðinnar kunni að bregðast algjörlega, þar sem um fyrirbærið líf er að ræða. Koma fram í ritinu, sem er á ensku og heitir The Living World, margar frumlegar hugmyndir og athuganir. Ekki veit ég til þess, að neinir dómar hafi komið fram um rit þetta frá mönnum, sem gera má ráð fyrir að séu dómbærir á þessi efni, en þess má geta, að skömmu eftir að Steinþór hafði lokið við að semja rit þetta, barst hingað rit um mjög svipað efni eftir Ervin Schrödinger, prófessor í Dublin, sem er heimsfrægur eðlisfræðingur og fékk Nóbelsverð- launin 1933. 29. marz s.l. ár fór Hekla að gjósa. íslenzkir nátt- úrufræðingar tóku þegar til starfa við athuganir sín- ar með Steinþór í broddi fylkingar. Vann hann síð- an að staðaldri að Heklurannsóknum, ferðaðist um eldstöðvarnar, mældi og kvikmyndaði. Sunnudaginn 2. nóvember 1947 var Steinþór að kvikmynda hraunstraum í suðvesturhlíð Heklu. Gló- andi hraungrýti, sem hrundi úr hraunbrún, batt skjót- an endi á starf þessa mikla athafnamanns. Þegar samstarfsmaður hans kom að, eftir fáeinar sekúnd- ur, var Steinþór látinn. I fylkingarbrjósti íslenzkra atgervismanna stendur skarð mikið ófullt og opið. Hér fer á eftir skrá um helztu rit Steinþórs, sem út hafa komið, en í handriti er allstórt rit um jarð- hitarannsóknir á Islandi: 1927 De nærmeste Sjemer. Komet Comas Solá. (Stereóskóp- iskar myndir með skýringum.) Nórdisk Astronomisk Tidsskrift, Bd. 8, No. 2. 1931 Plútó. Náttúrufræðingurinn. I. árg. bls. 122—124.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.