Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1947, Blaðsíða 10

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1947, Blaðsíða 10
84 TÍMARIT V.F.I. 1947 10. mynd sýnir prófun á 50 MVA rafli, og fékkst þar T, = 0,384 sek., og var straumurinn að heita mátti orðinn núll eftir 0,8 sek. Með konstant við- námi varð Tx hins vegar um 1 sek. Mun mega reikna með, að fyrir stóra rafla sé við þessa aðferð T, == 0,3—0,5 sek. Nú mætti spyrja, hvort hægt sé að ná betri á- rangri en þessum, og skal vikið að því nokkrum orðum. Af því, sem að framan er sagt, sést, að afsegul- mögnunaraðferðirnar eru í aðalatriðum tvær, nefni- lega önnur sú, að afsegulmagna með því að rjúfa segulmögnunarrás rafalsins, hin að gera það ekki, heldur snara segulspennu rafalsins á einn eða annan hátt með því að snara spennu segulmögnunarvélar- innar. Má segja, að aðferðin samkvæmt 7. mynd sé sambland af hvoru tveggja, og gat ég hennar í þessu erindi sérstaklega með tilliti til þess. Við þær aðferðir, sem rætt hefur verið um, er virki afsegulmögnunartíminn sem hér'segir: 2. mynd T, = 5- 6 sek 3. — — = 1- -1,5 — 5. — — = 1- -2 — 7. — — = 0,7 —1 — 9. — — = 0,3 -0,5 — Hér er þá, eins og fyrr er getið, átt við mjög stóra rafla, en fyrir minni rafla er tíminn styttri. Með virka afsegulmögnunartímanum er átt við tímaintegral segulmögnunarstraumsins. Enda þótt þessi mælikvarði sé betri en að velja t. d. þann tíma, sem það tekur fyrir segulmögnunarstrauminn að verða núll, þá er hann samt ekki einhlýtur. Af 4., 6. og 8. mynd sést, að við þær aðferðir, sem ekki rjúfa segulmögnunarrásina, fellur straumurinn hægt fyrst, eða þegar hann er hættulegastur, en hraðar síðar. Við hinar aðferðirnar fellur hins vegar, samkvæmt 4. og 10. mynd, straumurinn hraðast fyrst og hæg- ar síðar. Enda þótt þessar aðferðir í vissu tilfelli hafi sama virka afsegulmögnunartíma, er því sú, sem byggir á því að rjúfa segulstrauminn, að jafn- aði betri. Eins og getið hefur verið um áður, takmarkast stærð afhleðsluviðnámsins á 3. mynd af spennuhækk- uninni, sem verður í vef junum. Stendur þessi spennu- hækkun á vissan hátt í öfugu hlutfalli við hornið oc á 4. mynd. Við ákveðinn rafal, þar sem ákveðin spennuhækkun er leyfileg, takmarkast minnsta gildi á horninu oc af þessari leyfilegu spennuhækkun, og þar sem spennuhækkunin má aldrei fara yfir þetta gildi, er fljótvirkasta afsegulmögnun, sem hugsanleg er, eða ideella afsegulmögnunin, bein lína, eins og sýnt er á 4. mynd. Afhleðsluviðnámið fyrir ákveð- inn rafal er ákveðið þannig, að œ verði eins lítið og leyfilegt er með tilliti til spennuhækkunar segul- vefjanna, og fellur straumurinn fyrst eftir þessu horni, en hægar síðar. Það sem hin nýja aðferð með breytilegu afhleðsluviðnámi hefur fram yfir þá, með konstant viðnámi, er, að straumurinn fylgir hinni umræddu beinu línu betur og nálgast hina ideellu afsegulmögnun mjög mikið. (Tjdeen = 0,12 móti T, = 0,38 í dæminu, sem tekið var að framan). Mun mega segja, að við þær gerðir rafla, sem nú tíðk- ast, sé afhleðsla með breytilegu viðnámi bezta lausn- in, og að frekari þróun verði sú að velja sem heppi- legast efni í viðnámið. Það viðnám, sem nú er not- að, gefur, eins og áður er sagt, T, = 0,3—0,5 sek., sem ekki er f jær ideellu afsegulmögnuninni en ca. 2-3/10 sek. Einhver kann nú að spyrja, hvort það hafi svo mikla þýðingu, hvort virki afsegulmögnunartíminn er t. d. 0,5 eða 1,5 sek. Því er til að svara, að bæði reynslan og tilraunir hafa sýnt, að tíundu hlutar úr sek. geta hér bjargað raflinum frá stórskemmdum, og sú staðreynd, að kjarninn skaðast við aðeins 30 A eftir um 1 sek., gefur nokkra hugmynd um, að þetta sé rétt. Eins og getið var í upphafi, er algengasta og hættu- legasta bilunin í röflum bilun í vefjunum. Sá, sem hefur kaup á slíkum vélum með höndum, þarf því m. a. að gæta þess vandlega að afsegulmögnunarkerf- ið sé öruggt og fljótvirkt. Gildir þetta sérstaklega, ef um stóra rafla er að ræða, en einnig um minni rafla, ef þeir eru þýðing- armiklir. Er það örugg regla, að velja hina nýju að- ferð, ef því verður við komið, en að öðrum kosti sömu aðferð með konstant afhleðsluviðnámi.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.