Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1947, Blaðsíða 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1947, Blaðsíða 8
82 TÍMARIT V.F.I. 1947 Afsegulmögnunarstraumurinn verður: I = I0 C — °’33t (0,376 sin 0,93 t + cos 0,93 t), og er línurit hans samkv. 6. mynd Samsvarar þetta virka afsegulmögnunartímanum T, = 1,7 sek. Má reikna með, að Tt sé 1—2 sek. með þessari aðferð. I framangreindum reikningum er, eins og fyrr er getið, ekki tekið tillit til ýmissa atriða, sem þýð- ingu hafa. Sé það gert, verða reikningar þessir mjög flóknir og erfiðir. Þegar velja á þá viðnámsaukningu, sem nota skal, þarf að taka tillit til ýmissa atriða, svo sem því, að sveiflurnar verða að vera þannig, að enginn re- manens verði eftir í segulmögnunarvélinni. Jafnvel þótt viðnámsaukinn sé útreiknaður, prófaður og stillt- ur eftir öllum „kúnstarinnar“ reglum, fæst yfirleitt ekki betri árangur en með þeirri einföldu aðferð, sem áður hefur verið getið, nefnilega að snara segul- vefjunum yfir á afhleðsluviðnám. Gildir þetta eink- um, þegar afsegulmagna á við skammhlaup. Þessi afsegulmögnunaraðferð, sem náð hefur einna mest- um frama í tekniskum ritum og gefið einná beztar vonir, mun því nú úr sögunni. Sem annað dæmi um afsegulmögnunaraðferð, sem byggist á því, að snara segulspennu rafalsins, má nefna aðferð, sem er í því fólgin, að í segulmögn- unarvélinni eru slyngivefjur, sem að jafnaði eru ó- virkar, en sem gerðar eru virkar, þegar afsegul- mögnun á að fara fram og sem snara og eyða segul- mögnuninni. Tæki of langan tíma að gera grein fyrir öllum þeim aðferðum, sem til greina koma, enda undirrituðum ekki kunnugt nema um sumar þeirra. Hér skal þó minnzt nánar á eina af þessum aðferð- um, sem byggir á notkun vissra tegunda af spennu- stillingakerfum til þess að snara segulspennunni, og sem, hvað afsegulmögnunartímann snertir, er góð, en sem því miður hefur ýmsa leiða galla. Laust fyrir stríðsbyrjun pantaði Vattenfallssty- relsen í Svíþjóð tæki til afsegulmögnunar samkvæmt „Schwingungsentregungsaðferðinni“ fyrir rafla sína. Einn af skólafélögum undirritaðs, Slettenmark að nafni, átti að hafa mál þetta með höndum og var það hjá honum, sem ég kynntist þessum málum nokk- uð. Því meir, sem hann athugaði þessa sveifluaðferð og reikninga í sambandi við hana, því verr leizt hon- um á hana. Fór hann sjálfur að reyna að finna upp aðra aðferð og fann eina slíka. Er hún í því fólgin, að þegar afsegulmögnun á að fara fram, er byrjað á því að opna segulmögnunarrofann (sjá 7. mynd), en þó ekki meir en svo, að ljósbogi standi milli snerta rofans. Er þá að sjálfsögðu gert ráð fyrir sérstakri gerð af rofa. Því næst er einhver aðfengin spenna, t. d. frá rafgeymi, látin snara segulspennu rafals- ins. Við það snarast einnig segulstraumur rafalsins, og um leið og hann fer fram hjá núllpunktinum, slokknar ljósboginn milli snerta segulmögnunarrof- ans, og afsegulmögnuninni er lokið. Þessari aðferð er auðvelt að koma við, t. d. þegar um spennustillingarkerfi ASEA er að ræða. Er aðferðin sýnd við ASEA-kerfið á 7. mynd. Þeirri spennustillingu er þannig háttað, að í röð við affallsvefjur aðalsegulmögnunarvélar- innar er hjálparsegulmögnunarvél, sem segulmögn- uð er frá rafgeymi. Spennustillirinn vinnur þannig, að hann snarar í sífellu segulsviði hjálparvélarinn- ar það ótt, að tregða segulsviða aðalsegulmögnunar- vélarinnar og rafalsins sé nægileg til þess að sveifl- ur komi ekki fram á segulstraum rafalsins. Þegar hins vegar breyting á að fara fram á spennu rafals- ins, breytir spennustillirinn jafnvægisstöðu sinni og eykur eða minnkar segulmögnunina eftir því, sem við á, og getur snarað henni alveg, svo að hún verði negativ. Gerum nú ráð fyrir, að afsegulmögnun eigi að fara fram með þessari aðferð samkvæmt 7. mynd. Þá skeður hvorttveggja í senn, að segulmögnunar- rofinn opnast, en þó ekki meira en svo, að ljósbogi standi milli snerta hans, og spennustillirinn læsir sér í slíkri stöðu, að hann snarar spennu segulmögn- unarvélarinnar frá því, sem hún var, yfir í t. d. E„ volt og heldur henni stöðugri á því gildi eftir það. Frá þeim tíma reiknað, sem þetta hefur skeð, gildir, ef spennan yfir ljósbogann er V: eða ef gert er ráð fyrir V0'3 konstant:

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.