Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1949, Side 14

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1949, Side 14
88 TÍMARIT V.F.I. 1949 12. mynd. (Millikan.) Jónmyndun í gufuhvolfinu á ýmsum stöðum. ur yfir 60. breiddargráðu, eykst jónmyndunin ekki frekar. Orka sú, sem geimgeisla-agnirnar þurfa að hafa til þess að komast inn í gufuhvolf jarðarinnar við segul- miðbaug, er um 2 • 10'" ev., en við 60. breiddargráðu er þessi orka um 2 • 109 ev. Niðurstöður jónmynd- unarmælinganna sýna okkur, að um helmingur geim- geislaorkunnar berst með ögnum, sem komast til jarðarinnar við miðbaug og hafa því orku, sem er meiri en 2 • ÍO10 ev. Hinn helmingurinn kemur með ögnum, sem hafa orku á milli 2 • 10" ev. og 2 • 10"' ev. Þar sem geislunin vex ekki frá 60. breiddar- gráðu til pólanna, virðast engar af frumögnum geim- geislanna hafa minni orku en 2 • 10" ev. Þess hefur verið getið til að segulsvið sólarinnar útiloki allar agnir með minni orku. Mælingar á geimgeislamagninu í gufuhvolfinu á mismunandi stöðum gefa góða hugmynd um, hvern- ig orkan skiptist á milli þeirra af frumögnum geim- geislanna, sem hafa minni orku en 2 • 1010 ev., en hinsvegar gefa þær engar upplýsingar um orkudreif- inguna þar fyrir ofan, eða hve mikil orka einstakra agna geti orðið. Til þess að ná þessu marki, verð- ur að gripa til orkumælinga á umbreyttu geislun- um, mesónunum og elektrónunum. Beygja brautanna í sterku segulsviði er vel fallin til ákvörðunar á ork- unni, ef orkan er ekki of mikil, sbr. 5. mynd. Ef orka agnanna er yfir 2 • 1010 ev. verður beygja braut- anna ómerkjanleg með því segulsviði, sem fært er að framkalla í þokuhylkinu, og orkumælingin ófram- kvæmanleg. Nokkra hugmynd má fá um orku mesónanna með því að athuga, hve Iangt þær komast niður í jörð- ina. Eins og áður var sagt, greinast mesónubraut- imar lítið, en orkan fer aðallega í að mynda jónir meðfram brautinni. Orkutapið stendur í réttu hlut- falli við efnismagnið, sem mesónan fer í gegnum, og er um 2 • 108 ev. fyrir einn metra af vatni. Mæl- ingar á geimgeisium hafa farið fram í djúpum námu- göngum, og hefur þeirra allsstaðar orðið vart, þar sem þeirra var leitað. Cýpst hafa þeir verið mældir undir um það bil 600 m þykkum jarðlögum, en þar reyndist fjöldi geimgeisla-agnánna um 10.000 sinn- um minni en við yfirborð jarðar. Til þess að mesóna komist niður í þetta dýpi, verður orka hennar í upp- hafi að vera meira en 3 • 1011 ev., en þar sem mesón- an myndi aldrei hafa meiri orku en geimgeisla-ögn- in, sem skapaði hana, þá hlýtur viss hluti frumagn- anna að hafa orku, sem fer fram úr þessu gildi. Enn stærri tölur fyrir orku einstakra geimgeisla- agna fást með því að athuga elektrónuskúrirnar. Með Geiger-teljurum hefur verið sýnt fram á að skúrir þessar ná stundum yfir svæði, sem skiptir hundr- uðum metra í þvermál, og með þokuhylkis-myndum má fá góða hugmynd um gerð skúranna í smáat- 13. mynd. (Corson og Brode.) Partur af stórri elektrónuskúr. riðum. Myndatökinni er þá stjórnað af nokkrum Gei- ger-teljurum, sem dreift er yfir stórt svæði, og mynd aðeins tekin þegar geimgeisla-agnir fara samtímis í gegnum alla teljarana. 13. mynd er tekin á þenn- an hátt. Með þessu móti hefur verið sýnt fram á að stórar elektrónuskúrir geta innihaldið svo miljónum

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.