Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Page 3

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Page 3
Tím. V.F.Í. 1951 3. og 4. hefti Skýrsla um rannsóknir á jarðhita í Hengli, Hveragerði og nágrenni, árin 1947—1949. SÍÐARI HLUTI cftir Trausta Einarsson, Þorbjörn Sigurgeirsson, Tómas Tryggvason, Sigurjón Rist, Baldur Líndal og Helmuth Schwabe. Yfirlit yfir jarðfrœði Hengilsvœðisins. Eftir Trausta Einarsson. I. ALiMENNT YFIRLIT. Hengilsvæðið er eðlilegt að líta á sem hluta af stærri jarðfræðilegri heild, sem sé Reykjanesskaganum í víð- ari merkingu, milli Kollafjarðar og Ölfuss, ásamt ræm- unni í framhaldi af honum til N.A., allt norður til Lang- jökuls. Sögu einstakra hluta þessa svæðis verður auð- veldast að rekja með hliðsjón af höfuðdráttum í sögu heildarsvæðisins, og verður því fyrst nokkur grein gerð fyrir þeim. Byggi ég þar á ýtarlegum eigin at- hugunum, sem ekki eru tök á að gera neina fullnaðar- grein fyrir hér. Læt ég nægja að geta þess, að þess- ar athuganir ná yfir um 15 ára tímabil, en voru þó mest gerðar á síðustu 5 árum. Hef ég víða þaulskoð- að svæðið þannig, að leitaðar voru uppi flestir þeir staðir, gil og skorningar, sem virtust geta gefið fróðlega þverskurði af jarðlögunum, og sumir þeir staðir marg- skoðaðir, er virtust í fyrstu leiða til vafasamrar túlk- unar. Vænti ég þvi, að ekki hafi farið fram hjá mér mörg tækifæri til að komast að réttri niðurstöðu um megindrættina í sögu svæðisins, enda þótt segja megi, að seint sé fullkannað. Ferðir síðustu ára voru mest farnar á vegum Jarðborana ríkisins og Sogsvirkjunar- innar, og hef ég skilað skýrslum til þessara stofnana, til hinnar fyrri í júní 1947, um svæðið kringum Hvera- gerði, en um nágrenni Sogsins í víðari merkingu til hinnar siðarnefndu í maí 1948. 1 Náttúrufræðingnum 1948 hef ég getið um nýtt lag með fornskeljum utar- lega á Seltjamarnesi og mikilvægt mólag undir Reykja- víkurgrágrýti við Elliðaárvog, er ég fann við þessar at- huganir. En að öðru leyti hefi ég ekki gert grein fyrir þessum athugunum mínum áður. Jarðlög heildarsvæðisins eru bæði frá tertíerum og kvarterum tíma. Kvarterið er tíminn frá upphafi ísaldar til nútímans, og nær yfir nokkur ísaldaskeið, sem að- greind voru af löngum íslausum hléum, þegar hiti var svipaður því sem nú er, eins og almennt er talið. Tertieru myndanimar, basalt og þykk móbergslög, eru grundvöllurinn og koma einkum í ljós við jaðra svæðis- ins beggja megin fjallgarðsins. Þær eru þó einnig í fjallgarðinum og hafa sumstaðar náð þar talsverðri hæð við lyftingar á kvartertímanum. Kvarteru lögin eru ýmist þykk móbergslög eða víðáttumikil grágrýtis- hraun, og eru hin síðari með vissu runnin á íslausum tíma milli ísaskeiða. Að langmestu leyti eru kvarteru lögin mynduð við eldgos snemma á kvartertímanum. Loks hafa hraun flætt yfir mikinn hluta svæðisins eftir ísöld, en á þau ber þó að líta sem tiltölulega þunnt skæni. Varla þarf annað en að líta á landabréf, til að sann- færast um, að landslag á Reykjanesfjallgarðinum sé mjög ungt, jarðfræðilega séð. Fjöllin eru mörkuð af skörpum og oft þráðbeinum línum, og auðvelt er að koma auga á skýra og reglulega stalla í landslaginu, sem augljóslega stafa af misgengi en ekki mótun vatns eða veðrunar né heldur beinni upphleðslu gosefna. Segja má, að landslagið sé mjög lítið máð siðan það mótað- ist af umturnun. Þessi umturnun hefur þó ekki orðið eftir ísöld, en hún varð seint á kvartera tímanum, og þó stafa vissir minni hlutar fjallgarðsins frá nokkru eldra kvarteru umróti. Um tertíeru lögin er það að segja, að ekki er að svo komnu hægt að tiltaka hvenær á tertíera tímanum þau urðu til, þau eru raunar mjög misgömul. Síðari hluti plíosens einkennist af langri kyrrstöðu, bæði að því er snertir jarðelda og umrót, þ. e. mishækkana land- svæðisins, sem hér um ræðir. Landið eyddist af völdum niðurrifsaflanna og varð að láglendri flatneskju. En undir lok plíosens breiðist þunn þekja af gráu basalti eða grágrýti yfir þennan flöt. Smávegis misgengi urðu eftir þetta, en þau jöfnuðust einnig út, og það er yfir þessa láglendu flatneskju, þennan rofflöt, sem fyrsti ís- aldarjökullinn breiðist. Hæð landsins yfir sjávarmáli mun hafa verið mjög lítil við upphaf ísaldar. Þar sem landið er nú minnst raskað, liggur þessi forni rofflötur minna en 100 m yfir sjávarmáli og mun það láta nærri að gefa til kynna afstöðu hans til sjávar í lok tertíera tímans. Hve löngu niðurrifstímabili rofflöturinn tilsvarar, verð- ur ekki svarað nákvæmlega, en ein milljón ára ætla ég að sé lágmarkstími, og mundi fremur hallast að 4—5 milljón árum. Verður það bæði ráðið af því hve útjöfnun landsins, sem áður hafði verið nokkuð um- turnað, var langt komin, svo og af því að tertíera gos- móbergið er jafnan mikið ummyndað, en kvartera mó- bergið er ferskt og litt eða ekki umbreytt hið innra, en kvarteri tíminn er þó talinn allt að 1 milljón ára. langur, og ferska móbergið er myndað snemma á honum. Saga kvartersins er í aðaldráttum sem hér segir:

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.