Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Blaðsíða 7

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Blaðsíða 7
TlMARIT V.F.l. 1951 53 Isku grágrýti, enda er mjög skammt milli staðanna. Undir sedímentunum í Kömbum taka svo við fjölmörg þunn porös basaltlög. Lögin eru fersk og óholufyllt og vænt- anlega runnin mjög seint á plíosen. tJti undir Núpnum verður jarðlagaskipun ekki greind vegna jarðvegs, en utar eru basaltlögin komin upp til brúna. Virðist þarna á milli hafa orðið misgengi, en þess gætir ekki á yfirborði, er fullkomlega jafnað. Tertieru mótin liggja þannig mun hærra í Ástaðafjalli og utan við Núpa en á Kambasvæðinu. Dældin á því svæði er fyllt af kvarteru móbergi, þannig að á yfirborði verður enginn teljandi hæðarmunur allt frá Þurárhnúk og inn á Ástaðafjall. Hér verður ekki framhjá þeirri ályktun komist, að um kvartera jöfnun og rof sé að ræða, sbr. og það sem sagt var um misgengi um Núpa. Þessi jöfnun sýnir, að öll spildan frá Þurá inn fyrir Ástaðafjall lá lengi á kvarter í lítilli hæð yfir sjó og hin óunnu brotform á svæðinu sýna sömuleiðis, að spildan hefur mjög nýlega lyfzt. Á milli Kambaspildunnar og línunnar Kotströnd-Arn- arbæli og sunnan Hveragerðis er hinsvegar spilda, sem telja verður signa niður fyrir upphaflega legu. Á öllu þessu svæði er hvergi fast berg að sjá. Þetta láglendi þar sem fastur grunnur er eitthvað verulega undir yfir- borði, er takmarkað á beinum samsíða línum að austan og vestan af spildum með mun hærri föstum grunni. Af öllum aðstæðum verður að álykta að hér geti ekki verið nm rofdæld að ræða — myndaða er sjór hefði staðið mun lægra en nú — heldur um signa spildu. Þetta er og enn I samræmi við það, að úti við Þóroddstaði og Hjalla lækkar landið frá hálendinu i brotstöllum niður til lág- lendisins. Um það verður ekkert sagt út frá beinum athugunum hve djúpt sé á fast, eða á tertíera rofflötinn á þessari sokknu spildu, sem nefna mætti Foraspilduna. En um þetta verður rætt í sambandi við þyngdarmælingarnar síðar. Hér má loks skýra nánar sögu svæðisins við vesturenda Grafningsfjalla. Þessi fjöll rísa snemma á kvarter og öðlast þannig þroskað form, en Ástaðafjall er lág spilda mestan þann tíma. Grafningsfjöllin hafa ekki náð nema í mesta lagi að núverandi Reykjadal. Við síð- kvarteru byltinguna, þegar m. a. Ástaðafjall lyftist upp I núverandi hæð, rifnar jafnframt austan Reykjafjalls- Klóarfjallslínunnar og stórflýtir fyrir niðurgreftri án þess ný misgengi hafi þó þurft að verða á þvi fjallsvæði. Nú er auðvelt að rekja sig til Hengilsins sjálfs. Á Ástaðafjalli nær grágrýtisþekjan óslitin að ölkelduhálsi við S. A. horn Hengils. Þar hækkar þessi þekja í brot- stöllum upp til fjallsins, nær 500 m hæð I Bitru austan Kýrgils, en vestanmegin gilsins, á sjálfri brún Hengils, er grágrýtisþekjan komin í 580 m hæð. Fjallið er síðan byggt upp úr brotspildum, sem liggja örlitið mishátt og stefna langs eftir því með venjulegri sprungustefnu, SV—NA. Með hjálp grágrýtishellunnar er þannig hægt að finna örugglega, að Hengillinn er risspilda, sem lyfzt hefur um 200 m hærra en Ástaðafjall og hann virðist að verulegu !eyti vera byggður upp úr tertíerum lögum. Um byggingu Hengilsins er að öðru leyti það að segja, hann er að langsamlega mestu leyti gerður úr mó- öergi, palagóníttúffi eða breksiu af ýmsum grófleika. Þetta er yfirleitt gosberg, ómótað af flutningi efnisins, en þó koma fyrir molabergslög, eins og efst á hryggnum,. sem gengur til SV frá Hengli og myndar botn Innsta- dals, og undir grágrýtinu á SA horninu. Á fyrri staðnum er einnig að finna litla grágrýtisplötu i um 670 m hæð, væntanlega brotstykki úr upphaflegu grágrýtisþekjunni. Á öllum norðurparti f jallsins er hinsvegar hvergi grágrýti að finna. Yfirborðslögin á þessum hluta fjallsins eru athyglisverð. Mynda þau þykka lagskifta strauma, þar sem lögin eru sveigð og minna á straumlínur í rennandi efni (mynd 3). Það er líkast því, að um þykka seigfljót- Mynd 3. Móbergsstraumur otan á Hengli. andi grautarstrauma hafi verið að ræða, enda hefi ég túlkað þessi lög þannig, að þau hafi komið upp úr eld- fjalli og runnið sem móbergsgrautur, gerður úr glerögn- um, sandi og möl, og kallað þá sandstrauma. Hið ferska yfirborð þessara laga bendir til að þau séu mjög ung. Líklega eru þau þó eldri en lyfting Hengils. Samskonar lög liggja nefnilega á jafnsléttu, þ. e. í 300 m hæð yfir sjó um Marardal vestan undir Hengli og mynda sömu- leiðis lága hólaþyrpingu, Krossfjöll, austan undir fjallinu. Við Marardal virðist Ijóst, að þetta móberg liggi ofan á grágrýti Mosfellsheiðar og við Jórukleif er ótvírætt, að samskonar móberg liggur ofan á grágrýtinu. Sandstraumar og gúlar af þessari gerð koma og fyrir víðar. Þar sem fjallið rís með misgengi upp úr Hús- múla hefur slíkur straumlögóttur gúll myndazt og sigið að nokkru fram á slétt yfirborð múlans. Nú er það at- hyglisvert, að meöan múlinn sjálfur er þakinn jökul- ruðningi verða snögg umskifti þegar kemur yfir á mó- bergið. Það er ekki aðeins hreint af jökulruðningi heldur jafnvel með rennslisgárum á yfirborði. Hér virðist erfitt að komast hjá þeirri ályktun að þessi sandstraumsspýja sé runnin upp eftir ísöld. Því má skjóta inn hér, að mér þykir sennilegt, vegna hins ferska útlits og þess hve Hverakjálka móbergskúf- urinn stingur í stúf við umhverfi sitt, að þar kunni að vera um ungt móbergsgos að ræða af svipuðu eðli og spýjan á Húsmúla. Til þess að gefa gleggri hugmynd um þessa sand- strauma og upprunalega móbergsgúla vil ég taka Vífils- fell sem dæmi, enda þótt það liggi utan þess svæðis sem hér er aðallega fjallað um. Mynd 4 sýnir þverskurð af fellinu frá vestri. Axlir fjallsins eru gerðar úr láréttum grágrýtislögum ofan á unglegu móbergi en upp í gegnum þau stendur gígtappi úr straumlögóttu móbergi. Neðan til eru lögin hérumbil lóðrétt en sveigja svo jafnt yfir I kúfinn þar sem þau sýna rennslisstefnu , þykkfljótandi graut. 5. mynd sýnir

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.