Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Síða 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Síða 8
54 TlMARIT V.F.I. 1951 greinilegri þverskurð af miðparti fjallsins, en 6. mynd sýnir enn skýrar þann stað (í ramma á 5. mynd) þar sem lögin leggjast út yfir grágrýtið. 7. mynd sýnir hin bröttu lög neðan til og hvernig þau sveigja yfir í lárétta legu á hákúfnum. V i /i /s/e// f/o otss/r/ Mynd 5. Mynd 7. Lagskipting móbergsins í Vítilstelli. Lárótta strikalínan gefur til kynna hæð fjallsaxlanna. Efnið í þessum gígtappa og kúf er sérkennilegt og óvenjulegt móberg. Það er allt fín-lagskift og straum- lögótt eins og áður segir, það er að mestu leyti fremur fíngert, inniheldur talsvert af leir, en er auk þess gert úr vikri og ösku og steinvölum á stærð við sveskjur. Aðeins efri lögin innihalda stærri hnullunga, allt að mannshöfuðs stóra. Mér virðist lítill vafi geta leikið á um uppruna þessa móbergs. Áður en Vífilsfell lyftist sem heild, varð þess- háttar gos, að þykkfljótandi grautur, mest úr fínmuldu basaltgleri, en einnig úr kvörnuðu þéttu basalti, hefur mjakast upp um gigkverk, myndað (um 100 m háan) kúf yfir opinu og lítið eitt hnigið út til hliðanna. Nánar er uppruni þessarar sérkennilegu myndunar skiljanlegur þegar athugaðir eru eiginleikar mjög þykk- fljótandi þ. e. tiltölulega kaldrar hraunleðju. Hún getur runnið við vægan og langvarandi þrýsting, en springur og kvarnast við meira átak. Krystöllun er og ákaflega treg og að mestu verður því leðjan að fínmuldu gleri, þegar henni er þrýst til yfirborðs. Eins og ég hefi leitt rök að í sambandi við Hekluhraun er innri hræring í leðjunni mikilvægt skilyrði fyrir þvi að krystöllum geti orðið, en sé kristöllun þannig komið af stað gerist hún snögglega, að vissu marki, eins og yfirleitt á sér stað um undirkælda vökva. Það má því búast við, að í hinni þykku hraunleðju, sem hér er um að ræða verði sum- staðar nokkur krystöllun, og þar með myndun á (vænt- anlega mjög fínkornóttu) basalti. Þetta berst svo með straumnum og kvarnast niður. Ég tel þannig, að mó- bergsgos eins og að ofan er rætt um, séu í fyrsta lagi ótvírætt raunverulegt fyrirbrigði, og í öðru lagi sé hægt að skýra þau þannig, að þau eigi uppruna sinn i til- tölulega kaldri hraunleðju. Ég gæti tilfært fjölmörg dæmi um móbergsmyndanir, sem orðnar eru til á sama hátt og kúfurinn á Vífilsfelli. Hér skal aðeins bent á að mér virðist að slíkra myndana muni nokkuð gæta í Dyrafjallaklasanum. Þessi fjalla- klasi er mjög torrakið og ruglingslegt samansafn af misgengnum hryggjum, aðallega úr móbergi, en grá- grýtishetta er á sumum þeirra. Við fyrstu skoðun virtist mér margt af þessum hryggjum vera móbergskúfar er hefði verið þrýst upp í seigfljótandi ástandi. Við síðari skoðanir sýndist mér þó einfalt misgengi ráða meiru um, en sannleikurinn er að byggingin er flókin og tor- rakin m. a. vegna þess að erfitt er að fá skýra þver- skurði, og þarf rækilega sérrannsókn, ef vel á að vera. Mynd 8 sýnir þverskurð af einum aðalhryggnum, Há- hrygg, að austanverðu. Grágrýtisspildur eins og þessi /■fó/ts't/cp q u r Mynd 8. Háhryggur frá austri. G merkir grágrýti, M móberg. virðast vera lyftur hluti af hinni almennu grágrýtishellu, sem þekur Mosfellsheiðina. Á hinn bóginn kemur í ljós, að Jórutindur er 100 m hár móbergshraukur ofan á þess- ari grágrýtishellu, og þar er ekki um neitt misgengi að ræða. Þannig mun þetta skiftast á í Dyrafjöllum, að hryggirnir eru ýmist lyftar spildur eða móbergs- hraukar myndaðir við gos á staðnum, en ekki auðgert að gera þar upp á milli í einstökum tilfellum. Nú skal vikið að myndun Stóra-Reykjafells (við Kol- viðarhól). Þetta fell er byggt upp að mestu úr láréttum móbergslögum og er sýnilega lyft spilda. En við mis- gengisflötinn vestan við fjallið hefur móbergið beygst og bögglast á athyglisverðan hátt. Norðan frá séð líta lögin út eins og sýnt er á mynd 9. Hlutinn A er megin- Mynd 9. Móbergslög í Stóra-Reykjafelli. kjarni fjallsins, með láréttum lögum. Við B er bergið sundurkubbað af sprungum, en utan við þetta brotbelti eru lögin sveigð yfir brún fjallsins uns þau stinga sér lóðrétt niður eftir vesturveggnum.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.