Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Side 9

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Side 9
TlMARIT V.F.I. 1951 55 Séð að suðvestan líta þessi snöruðu lög út, eins og 10. mynd sýnir, en 11. mynd er sérmynd af miðparti þeirrar myndar og horft til N.A. Sum þeirra laga, sem sýnd eru á myndinni hafa beygst um allt að 180° án þess að brotna, í öðrum er skarpasta beygjan talsvert kubbuð. Myndirnar sýna, svo að ekki verður um villst, að túff- lögin voru í plastísku ástandi þegar fellið lyftist og lögin svignuðu í vesturveggnum. Með þessu er ekki sagt, að Reykjafellið sé gosgúll, enda virðist mér það ekki þannig til orðið í heild. En þetta dæmi er engu að síður lær- dómsríkt, þar eð það sýnir, að óharðnað móbergið getur hagað sér eins og plastískur leir. Milli Ástaðafjalls og Hverahliðar liggur Hellisheiðin, alþakin ungum hraunum og sést þar hvergi á eldri undirgrunn. En við Hverahlíð verður misgengi og tekur þar við fyrir sunnan hærri spilda, þakin grágrýti, og verður að telja þessa spildu framhald Ástaðaf jalls. Skála- fell er minni nabbi, sem lyfzt hefur upp úr þessari spildu, það er algerlega úr móbergi og grágrýtið horfið ofan af því, enda er hér aðeins um egg-mjóan hrygg að ræða. Stóra-Sandfell er einnig móbergsfell, en hvort það er lýftur partur eða sjálfstæður móbergskúfur sem brot- ist hefur upp í gegnum grágrýtið er óvíst. Frá Lákakrók til Lákahnúka heldur spildan áfram, en mjög söxuð í missignar spildur. Vestur frá Skálafelli er djúpur ketill með bröttum Ve&gjum, sem fljótt á litið gæti virzt vera gigur, er grágrýtið hefði runnið frá. En svo mun þó ekki vera heldur tel ég þetta vera miklu yngri sigketil. Sunnan Skálafells og Sandfells fer grágrýtið að falla í mörgum brotstöllum, og ofan við Efrafjall í ölfusi kemur það fram í brún 180 m yfir sjó. Efrafjall er enn lægri hrotspilda með um 80 m hæð. Sú spilda takmarkast loks af brotstalli milli Hjalla og Þóroddsstaða, en framan við stallinn er grágrýtið og allt fast berg sokkið undir yfirborð og jafnframt undir sjávarmál. Hér er komið í sigspilduna, Foraspilduna, sem áður var um rætt. Eldsumbrot eftir ísöld. Tjarnahnúkur við Hrómundartind er eldgígur, sem hraun hafa runnið frá ofan í Þverárdal. En annars hafa hvergi orðið eldgos eftir ísöld á Hengilsvæðinu, nema á mjórri beinni ræmu sem liggur beint frá Lákahnúkum við Hveradali yfir Skarðsmýrarfjall og Innstadal og allt til Þingvallavatns. Þessi eldgosalína er skarpt mörkuð af beinum röðum lítilla eldgíga eða eldvarpa. Mikil hraun hafa ollið upp á þessari línu, þakið alla Hellisheiði, runnið austur af henni niður að Hveragerði beggja meg- inn Hamarsins, svo og niður að Þurá, og vestur af heið- inni við Hveradali. Þá hafa runnið hraun utan í og ofan á Skarðsmýrarfjalli, hraun þekja botn Innstadals og loks hafa þau flóð yfir allt láglendi við Nesjavelli, allt út til Þingvallavatns. Gegnum Lákahnúka er eldvarpalínan einföld, en norð- an Hellisheiðarvegar eru línurnar tvær. Báðar ganga línurnar upp í Skarðsmýrarfjallog önnur, með litlu hliðar- skoti, þvert yfir Skarðsmýrarfjall, þá yfir Innstadal, en stanzar við Hengil. Innst í Miðdal er sjálfstæður gíga- klasi þar sem mjög lítið hraunmagn hefur komið upp. Norðan Hengils kemur línan fram aftur, einföld. Gengur hún eftir brún á móbergsás, með smá hliðar- færslum, allt norður fyrir Nesjavelli, og hefur hraun allstaðar ollið upp um sprunguna. Aðgreina má 4 hraunflóð á Hellisheiði og á láglend- inu austan hennar, og verða þau hér táknuð með A, B, C, D. Elzta hraunið, A, er dílahraun, en dreifi- kornum (dílum) fækkar og þeir minnka greinilega í B og C og í yngsta hrauninu, D, má telja þá horfna. A myndar há-heiðina og liggur akbrautin að mestu á því. Það sést í suðurhluta Kamba og hefur breiðst út að Varmá milli Vorsabæjar og Þúfu. Einnig hefur það runn- ið fram af brún hjá Þurá og myndar lítinn hraunfoss ofan við Núpabæinn. B hefur runnið niður Kamba, nær skammt suður fyr- ir Suðurlandsbraut, en allt austur að Vorsabæ. Á þessu hrauni stendur Hveragerði. C hefur runnið niður Kamba, en stanzað við brekkufótinn. D er mjór straumur frá gígunum við Stóra-Reykjafell. Hann fer suður yfir akveginn á miðri Hellisheiði, en síðan meðfram Skálafelli út að Þurá. Þar fellur hann niður gil og breiðist allverulega út yfir undirlendið, eins og sjá má á almennu lcorti. Af jarðvegsathugunum má ráða aldur þessara hrauna. A er mjög gamalt, rennur fljótlega eftir lok ísaldar. D er sennilega frá árinu 1000 e. Kr., en B og C dreif- ast nokkurnveginn jafnt á tímabilið milli A og D. Gosin hafa þannig verið mjög strjál, 1—2 þús. ár liðið á milli hverra tveggja. Viðvíkjandi aldri Þurárhrauns má geta þess, að Eldborgarhraun sunnan við Hjalla, sem er mjög gamalt, hefur verið þakið þykkum jarðvegi, er síðar fauk nær algerlega af því. Þurárhraun er hins vegar mjög unglegt og yngst Hellisheiðarhraunanna, og er eina hraunið, sem komið getur heim við frásögu Kristni- sögu um eldgos árið 1000. Ástæða er til að leggja áherzlu á þá staðreynd, að hvergi er vottur jarðhita á sjálfum gossprungunum, svo mér sé kunnugt um.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.