Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Síða 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Síða 11
TlMARIT V.F.l. 1951 57 Mynd 12. I>yngdarkort ylir Ölfus. 1 rngal railli jafnþyngdarlina. ° SELFOSS Hinsvegar eru svo staðbundnar anomalíur, sem stafa af misgengi eða af misþéttleika hinna efstu jarðlaga. Það eru þessar anomalíur, sem rannsóknin beinist að. Til þess að fá fram út af fyrir sig staðbundnu ano- malíurnar, verður að aðgreina þær frá hinum almennu. Af þessum sökum eru almennar þyngdarmælingar nauð- synlegur undanfari staðbundinna rannsókna. Aðferðin sem ég nota hér er sú, að gera fyrst kort yfir meðal-Bougueranomalíu á svæðinu sem um er að ræða, og er þá höfð hliðsjón af víðáttumeira umhverfi, draga síðan þessar meðalanomalíur frá þeim sem mæl- ingar hafa gefið á hverjum stað. Fæst þá resídúal-ano- malía, sem orsakast af hinum staðbundnu áhrifum. Þann- ig eru fengin fram kortin yfir residúalþyngd í ölfusi og um Reykjanesskagann. Á því síðarnefnda hefur verið sleppt miklum staðbundnum anomalíum við Reykja- vík og upp við Esju. Á milli jafnþyngdarlína er 1 mgal, en núllpunktur þyngdartalnanna hefur ekkert sérstakt að segja. Á yfirlitskortinu beinist athyglin aðallega að svæðinu frá Þingvallavatni niður til Ölfuss. Misgengið frá Þingvöllum til Jórukleifar kemur skýrt fram sem þyngdarstallur upp á um 5 mgal; fellur þjmgd- in til sömu hliðar og yfirborð landsins. Sama kemur fram á fjallasvæðinu frá Ingólfsfjalli til Hengils, að há lega spildanna gefur hækkaða þyngd, enda þótt á það sé að líta, að þyhgdarkortið er allóvíst á fjalla- svæðinu, þar eð mælipunktarnir liggja ekki á því sjálfu. ölfuskortið sýnir þó ótvírætt, hvernig þyngdin vex um 3—4 mgal þegar farið er frá láglendi framan við Reykja- kot og Hveragerði upp til fjallanna fyrir norðan, og sýnir það greinilega það misgengi, sem orðið hefur fram- an við fjöllin. Af því sem þegar er sagt er það ljóst, að þar sem lyfting hefur orðið, hafa þétt lög í undirgrunnin- um lyfzt og valda hinni auknu þyngd. Skýrist þetta á þann hátt, að hér sé um þétt basaltlög að ræða í tertíera undirgrunninum, eins og þau t. d. koma fram um Flóanna, enda staðfest af beinum athugunum við Hveragerði. Sé nú litið á hina sokknu Foraspildu, sem að austan takmarkast af línunni Kotströnd-Arnarbæli, þá kemur hún ótvírætt fram í þvi hvernig þyngdin fellur austan frá til Foraspildunnar. Fallið er um 7 mgal. Sé meðal- þungi austan megin misgengisins áætlaður 2,8, en 2,2 að vestan, mundi þetta jafngilda 280 m misgengi, en eðlis- þunginn er hér óviss og áætlunin verður að teljast gróf. Nú mætti búast við, að þyngdin tæki aftur að vaxa, þegar kemur yfir á Kambaspilduna. En þessa misgengis gætir ekki í þyngdinni. I því sambandi verður að hafa það í huga, að mælipunktar á sjálfri Kambaspildunni eru fáir, og aðeins á Hellisheiðarveginum, og vegna þess hve staðirnir liggja hátt yfir sjó, 300—400 m, verður

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.