Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Side 17
TlMARIT V.F.l. 1951
63
mg/cm2. Fyrirkomulagið er sýnt á 3. mynd. Grjótið er
mulið og sett í sívalan bauk, sem smeygt er niður yfir
teljarann. Innri veggur bauksins, sem að teljaranum
veit, er úr þunnum pappír (9 mg/cm’) svo að beta-geisl-
arnir (elektrónur) komast úr grjótinu inn í teljarann.
Aftur á móti er veggur teljarans það þykkur, að alfa-
geislar komast ekki í gegn. Teljarinn telur allar elek-
trónur, sem koma inn í hann á 5,5 cm löngu svæði,
þar sem vírinn, sem liggur eftir miðju teljarans, er ber.
Elektrónurnar, sem komast inn í teljarann, koma
allar frá þeim hluta grjótmulningsins, sem liggur næst
teljaranum, frá lagi, sem er um 1 mm þykkt. Ef eðlis-
þyngd grjótsins er lítil, verður lagið þykkra, en þynnra
ef hún er mikil. Magn þess grjóts, sem sendir elektrón-
ur inn í teljarann, er því óháð eðlisþyngd þess og einnig
óháð því, hve þéttur mulningurinn er í bauknum. Elek-
trónufjöldinn, sem talinn er, er þá eingöngu undir því
kominn, hve mikið hvert gramm af berginu inniheldur
af geislavirkum efnum. Þau geislavirku efni, sem til
greina koma, eru úranium og afkomendur þess, þóríum
og afkomendur þess og kalíum. Sökum skorts á berg-
tegundum með þekktu innihaldi af geislavirkum efn-
um, hefur ennþá ekki verið ákveðið sambandið milli
elektrónufjöldans, sem teljarinn telur, og innihalds bergs-
ins af geislavirkum efnum, en samkvæmt lauslegum
reikningum ætti þetta samband að vera gefið við:
N = 1,8.10s.Qk + 0,7.10<,.QTh + 4.10“.Qu.
N er elektrónufjöldinn, sem teljarinn telur á mínútu.
Qk er kalíuminnihald bergsins mælt í grömmum per
1 g af bergi. Q'rh og Qu gefa á tilsvar£indi hátt þórí-
um og úraníuminnihaldið. Líkingin gildir ekki nema
bergið sé það gamalt, að jafnvægi hafi komizt á milli
úraníums og afkomenda þess og milli þóríums og af-
komenda þess.
Gamma-geislun grjótsins hefur hverfandi áhrif á telj-
arann, og utanaðkomandi geislun er að mestu útilok-
uð með blýhylkinu, nema geimgeislamir. Þeir gefa
17 el/min, sem dregið er frá hverri mælingu. Einstök
sýnishorn eru mæld í 24 mín. Ef heildargeislamagnið
er 24 el/mín (geislamagn bergsins 7 el/mín) þá er
mælinákvæmnin (meðalskekkjan) 1 el/mín. (o- = \/n
Greinargerð fyrir rannsókn á borkjörnum.
Eftir Tómas Tryggvason.
Reykjakot 1, borhola 51.
1 ársbyrjun 1947 var hafin borun í tilraunaholu við
Reykjakot í ölfusi. Holunni var valinn staður við lít-
inn læk efst í túninu í 78 m hæð yfir sjávarmáli.
Fjallið ofan við Reykjakot er úr grófum móbergsþursa.
Grunnefnið er palagónít, en eitlamir blágrýti, hart
mjög og fínkornótt. 1 miðjum hlíðum er lítill solfatara
i lækjargilinu, en annars er bergið óveðrað í brekkunni
ofan við holuna.
Borað var með haglabor. Var holan höfð 6,5 þumlung-
ar í þvermál niður í 72,3 m dýpi, en 4,5 þuml. þaðan
niður í 140 m. Úr því var ýmist notaður 4,5 eða 2,5
þuml. bor. Alls var holan 201 m á dýpt og náðist kjarni
niður I 199,85 m.
Ofan við 167 m dýpt voru að jafnaði tekin sýnis-
horn úr öðrum og þriðja hverjum metra. Þar fyrir neð-
an skilaði borunin mjög litlum kjarna, og var bergið
mjög „soðið“ og vandborað.
Hitinn í holunni óx mjög hratt með dýpinu, að meðal-
tali liðlega eitt stig fyrir hvern metra. Reyndist hitinn
200°C i 160 m dýpi, en 215—220°C í 180 og 190 m dýpi.
Hitamælingarnar voru gerðar með hitamæli upp í 200 °C,
en þegar kom yfir þann hita, voru notaðar málmþynnur
nieð misháu bræðslumarki.
Hitamælingarnar fóru fram í botni holunnar að morgni,
áður en byrjað var að bora. Reyndist hitinn að jafnaði
þvi hærri, sem lengra var liðið frá þvi að köldu vatni
hafði verið dælt í holuna. 30. júlí var hitinn mældur
með 10 m millibili frá holuopi niður í 140 m dýpi.
Hafði þá ekki verið borað eða dælt köldu vatni í hol-
úna í þrjár vikur. Má því telja öruggt, að hitajafnvægi
hafi verið í holunni, er mælingin fór fram. Samt ber
að gæta þess i sambandi við mælinguna, að í holunni
fer fram stöðug hringrás, sem kælir neðsta hluta henn-
ar og botn, en hitar efri hluta hennar.
Kjarninn.
0— 8 m Jarðvegur og lausar bergtegundir.
8—• 16,5 m Myndbreyttur móbergsþursi.
16,5- 28 m Basalt, allmikið myndbreytt og sumstað-
ar torkennilegt berum augum.
28— 77 m Móbergsþursi, allmikið myndbreyttur.
77—162 m Basalt, mismunandi að gerð og mynd-
breytingu.
162—201 m Myndbreytt móberg.
Bergið í holunni er allmikið myndbreytt og oft tor-
þekkjanlegt berum augum. Myndbreytingin er mismun-
andi, enda við því að búast, að hún sé örust umhverfis
sprungur og glufur I berginu, og gangi hraðar í gljúpu
bergi en þéttu. Að öðru jöfnu er líka móbergið meira
breytt en blágrýtið.
Efra basaltlagið er viða svo myndbreytt, að það verð-
ur tæplega þekkt, nema gegnum smásjá. Flestir eða all-
ir míneralarnir eru horfnir, og aðrir komnir í staðinn.
Eftir eru grunnform, óyggjandi fyrir blágrýti, og
segja til um upprunann. Mikill hluti neðra blágrýtis-
lagsins er fremur lítið myndbreyttur. Er hann úr dökku,
meðalgrófu basalti. Neðsti hlutinn er aftur á móti tölu-
vert myndbreyttur og virðist í fleiri atriðum frábrugð-
inn efri hlutanum. Væri mér ekki fjærri skapi að ætla,
að basaltið frá 77—145 m væri þykkur gangur eða