Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Qupperneq 19

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Qupperneq 19
TlMARIT V.F.l. 1951 65 inn nokkuð hratt niður að heita vatninu og gufunni, en hægar, þegar neðar dregur. Norðan árinnar, í holu 51, er þetta nokkuð á annan veg. Sú hola gaus ekki fyrr en í 195 m dýpi eða -f- 118 m, og hitinn hækkar nokkurn veginn jafnt þangað til. Ekki varð heldur vart við neitt völubergslag x þeirri holu. Það, sem nú hefur verið nefnt, bendir ákveðið til þess, að misgengi liggi milli holu 51 norðan Varmár og holanna sunnan árinnar, sem aftur á móti virðast allar liggja í sömu spildu. (Sjá mynd 20, bls. 44 í fyrri hluta skýrslunnar). 114—119 m Grátt völuberg, vel sementerað. Grunn- efnið ríkt á móberg. 119—132,9 m Myndbreytt móberg. 132,9—134 m Enginn kjarni. Hitinn óx fremur hægt i holunni. 1 55 m dýpi mæld- ust 25,5° og í 123 m dýpi 66,5°. Eins og venja er, fóru mælingarnar fram að morgni, meðan á borunum stóð, en vitanlega næst ekki hitajafnvægi í borholu á einni nóttu. 1 67 m dýpi mældist t. d. 8° hærri hiti eftir viku- langt hlé, en mælzt hafði á svipuðu dýpi, meðan á bor- un stóð. Boranir í Hengli. Sumarið 1949 voru boraðar tvær holur á jarðhita- svæði Hengilsins, önnur á Miðdal í Hveradölum, en hin á Hverakjálkum í Reykjadal. Urn haustið var þriðja holan boruð á sléttunni milli Kolviðarhóls og Sleggju- beinsdals. Borað var með Sullivan demantsbor, ýmist með dem- ants- eða tannakrónu, að undanteknum 17 efstu metr- unum í holunni við Kolviðarhól, sem voru boraðir með höggbor. Hola no. Hæð y.s. Dýpi Þvermál í þuml. Fóðrun Staður 116 a 350 m 134 m 3" í 72 m 2" í134 m 72 m Miðdalur, Hveradölum. 116 b 270 m 150 m 3" í 78 m 2" i 150 m 4,6 m 78 m Hverakjálkar, Reykjadal. 120 270 m 97,5 m 6“ í 17,2 3" í 97,5 m 17,2 m Kolviðarhóll. Borhola 116 a, Miðdal í Hveradölum, 0— 1 m 1— 12 m 12— 18 m 18— 30 m 30— 58 m 58— 93 m 93—98,6 m 98,6—111 m 111—114 m Laus möl og sandur. Brúnt og svart fínkornótt móberg. Sam- kvæmt dagbókinni virðist móbergið lag- skipt. Kjarnamolar þeir, sem upp komu, eru úr blöðróttu basalti, en rýrnunin var mjög mikil og skolvatnið misiitt. Hér gæti því verið um að ræða þunn basalt- lög í móbergi, eða þá „basaltkúlubreksiu", sem einnig tilheyrir móbergsmynduninni. Á þessu bili eru móbergsrendur í kjarna- molunum, og það þessvegna kortlagt sem móbergsvöluberg. Skolvatnið er ým- ist blágrátt eða brúnleitt og kjarnarýrn- un mikil. Gjallborið móberg. Mikil kjarnarýrnun. Kjarnamolarnir blöðrótt dílaberg, en rýrnun mjög mikil. Engin sýnishorn voru tekin af skolvatni, en kjarnamolarnir eru allir úr samskonar bergi. Slikt er ekki hugsanlegt ef um malarlag eða jökulurð væri að ræða. Ef til vill er þetta basalt- kúlubreksía. 1 sandi þeim, sem loðir við suma kjarnamolana, er allmikið af brún- svörtu basaltgleri. 1 77 m dýpi verður bergið þéttara og seinlegra að bora. Enginn kjarni. Þétt dílabasalt næstum því ferskt með lítilsháttar útfellingum. Enginn kjarni. Borhola 116 b, Hverakjálkum í Beykjadal. 0— 40 m Móbergsvöluberg, mjög misgróft. Stund- um eru kjarnarnir aðallega blöðrótt basalt, en stundum líkastir grófum sand- steini. Myndbreyting virðist fremur lítil, en dálítið af útfellingum. Kjarnarýrnun er mjög mikil, en því miður engin sýnis- horn af skoli. 40— 49,3 m Dökkt og þétt basalt, lítið myndbreytt, en ,,soðið“ og með holufyllingum, m. a. silfurbergi. 49,3— 62 m Móberg af breytilegri gerð, mjög mynd- breytt. Móbergið er sumstaðar leirkennt, en sennilega hefur það allt sarnan upp- runalega verið fínkornótt völuberg. 62—87 m Dökkt og þétt basalt með feldspat- dílum. Myndbreyting því nær engin, aðeins litilsháttar grænleit ský úr klóríti í þunnsneiðum, en silfurberg í sprungum. 87— 91 m Leir til beggja enda, en fínkornótt völu- berg likast grófum sandsteini um mið- bikið. Mjög myndbreytt og uppruni því vafasamur. Virðist hafa verið móberg. 91—101 m Dökkt og þétt basalt eins og 62—87 m. 101—150 m Mjög myndbreytt og torkennilegt basalt með silfurberg, zeólíta og klórítmínerala, sem virðast fátækir af járni (ljósgrænir). Silfurbergið virðist sumstaðar í gerfi feldspatdíla. Sporin eftir plagíóklasnálar eru einu grunnformin, sem segja til um upprunann. Dökka, fínkornaða basaltið virðist vera gangberg, og er mun yngra en myndbreytta basaltið neðst í hol- unni. Hitinn i holunni er 71° á 6 m dýpi og helzt óbreytt- ur að heita má niður i 31 m. Ofarlega tók 0,5 1/sek vatns að renna úr holunni, en í 31 m dýpi óx vatnið upp í 7 1/sek. I 70 m dýpi mældust 115° og 172° í 114 m dýpi. í 141 m dýpi varð allákaft gufugos. Borliola 120, Kolviðarlióll. Boi-að var með höggbor niður í 17 m dýpi, og eru berglögin óþekkt á því bili. Frá 17—46 dýpi er stór- kostleg kjarnarýrnun. Kjarnamolarnir eru einkum blöðr- ótt basalt og koma sennilega úr móbergsvölubergi. Neðan við 46 m dýpi eru kjarnamolarnir einvörðungu úr móbergsvölubergi, fínkornóttu og lítið myndbreyttu. Samt eru lítilsháttar útfellingar úr silfurbergi um al)t móbergið. Ekki varð vart jarðhita í holunni. Borhola að Gljúfurholti. Frá 0 m niður á 50 m dýpt er móbergsvöluberg, en á 50 m til 72 m er mjög laust móberg (e.t.v. nokk-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.