Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Page 26
72
TlMARIT V.F.l. 1951
ÚIKOMA
Borhola kg gufa/kg kondensat
I 0,29
II 0,11
III 0,44
TJtreikningar sýna, að tvær fyrri útkomurnar hafa i
borholu I 17 í hundraði frávik frá meðalgildi, en sú
síðasta er mjög nálægt. Þetta háa frávik á þeim
fyrstu er vegna æfingaleysis við að nota tækið. 1
borholu II er frávikið 4 af hundraði og borholu III 6
af hundraði. 1 útreikningunum er ekki tekið til greina
hitatap í leiðslunni að tækinu og ekki sú ástands-
breyting, sem verður í gufunni við þrýstingsminnk-
unina, áður en hún kemur i tækið. Nákvæmni ákvörð-
unarinnar er samt álitin vera + eða H- 14 af hundraði.
Akvörðun hveralofts í gufunni.
Hveraloftmagn gufunnar var ákvarðað um leið og
varmamælingin var gerð.
ÚTKOMA:
I 0,6 lítrar hveraloft per kg gufa
II 0,7 — — — — —
III 0,6 — — — — —
Um nákvæmni á þessari ákvörðun er það að segja,
að hún er fyrst og fremst komin undir ákvörðun vatns-
magns í gufu, sem er rætt hér að framan. Aðeins einn
möguleiki er til þess, að raunveruleg útkoma sé hærri
og er þar átt við, að lítils háttar af C02 og H2S sé rok-
ið úr kondensatinu fyrir títreringu. Það var þó sýnt
með mælingum, eins og vikið er að áður, að slíkt hlaut
að vera minna en svo, að þess gætti í útkomunni.
Tveir möguleikar eru til þess, að útkoman sé of há.
Vatnið í varmamælinum er að hitna. Af þvi leiðir, að
rúmmál gufu, sem er óþétt í spíralnum eykst. Þetta hefur
bein áhrif á mælinguna og er ekki tekið tillit til þess.
1 öðru lagi er lítilsháttar undirþrýstingur í tækinu, með-
an á mælingu stendur. Ef um nokkurn leka væri að
ræða, myndi hann auka mælt gasmagn.
Aðferð:
1. Lesið af rúmmál lofts i gasgeymi í byrjun og
vökvageymirinn lækkaður þannig, að um 20 cm
H20 undirþrýstingur myndast í gasgeyminum.
2. Leiðslan inn í gasgeyminn opnuð um leið og á-
kvörðunin byrjar. Þess er vandlega gætt, að slang-
an að neðan dragi ekki loft með því að hafa á
henni vatnslás.
3. Að endingu var vatnsyfirborðið jafnað i geymun-
um og leiðslunni inn í gasgeyminn lokað. Síðan
er gasmagnið lesið af.
4. Prufa af kondensatinu er tekið strax eftir mæl-
inguna og hún títreruð með NaOH til þess að
ákvarða uppleyst C02 og H2S í því.
Þess skal getið hér, að ósamræmis gætti milli kol-
sýru og brennisteinsvetnis innihalds kondensatins ann-
ars vegar og innihalds hreins hveralofts af þessum efn-
um hinsvegar. Var mun minna uppleyst í kondensatinu
en við mátti búast. Til þess að rannsaka þetta mál,
var tekin gasprufa úr leiðslunni til gasgeymisins meðan
á mælingu stóð. Kom þá í ljós, að „partial" þrýsting-
ur þessara gastegunda var í samræmi við það, sem upp-
leyst var við þann hita, sem um var að ræða. Ástæð-
an til þessa virðist vera að rúmtak spíralanna er mjög
mikið í samanburði við hveraloftsmagnið og er þá ekki
einungis hveraloft, sem kemur heldur einnig loft. Þetta
hefur samt engin áhrif á útkomu mælingarinnar.
Við útreikninga á hveraloftsmagninu í gufunni var
notað meðalgildi það, sem ákvarðað var á vatnsmagni
í gufu fyrir hverja borholu út af fyrir sig.
Ef: V = lítrar hveraloft mælt i geymi
q = hlutfall milli gufu og kondensats
C = lítrar hveraloft per lítra kondensat ákvarð-
að með títreringu.
Þá er: (V + LC)/Lq = lítrar hveraloft/kg gufa
MÆLINGAR :
Borhola Lítrar V í gasgeymi Lítrar C tltrerað Lítrar L kondensat
I 0,525 0,073 4,860
II 0,350 0,025 6,660
III 1,000 0,017 3,740
III 0,900 0,0025 4,620
Gufumælingar úr borholum
Borhola Gufa tonn/klst. Vatn í gufu tonn/klst. % gufa af heildarrennsli
I 2,1 22,4 8,6
II 1,3 22,3 5,5
III 1,8 8,5 17,5
Hveraloftsefnagreiningar.
Vatnið i varmamælinum var látið hitna það mikið,
að gufa byrjaði að koma í gegn. Nú var lokað fyrir
leiðsluna til gasgeymisins og þess gætt, að kondensat,-
leiðsluendinn væri niður í vatni. Með því að hræra mátu-
lega mikið í varmamælinum, þéttist gufan, en hægt var
þannig að halda kondensatinu við suðumark. Prufur
voru teknar í til þess gerðar „standard" flöskur. Hvera-
loftið var látið rýma úr þeim upplausn af 20% Na. S04
+ 2% H2S04 sem absorberar gastegundir lítið.
UTKOMA (% rúmmál)
Borhola co2 H2S h2 CH4 n2
I 86,1 5,4 2,3 0,3 5,9
II 84,2 2,4 7,1 0,8 5,5
III 74,3 12,2 6,2 0,4 6,9
Rannsókn á vatni í gufu og kondensati.
Borh. Leiðni Dags. Ohm cm 25°C X 103 Þýzkar hörkugr. so4 mg/1
I k 28/11 0,652 0,9 74
I V 28/11 0,952 1,1 96
II k 29/11 0,862 0,5 42
II V 29/11 1,000 0,6 52
III k 30/11 0,658 0,5 35
III V 30/11 0,982 0,6 43
Aths. Vatnsprufur voru teknar úr þróm, sem vatnið
rann i frá borholunum, en ekki beint úr holunum. Kon-
densat prufur voru teknar beint frá varmamælinum, en
voru hvítgruggugar af einhvers konar útfalli.