Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Qupperneq 32

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Qupperneq 32
78 TlMARIT V.P.l. 1951 Nokkrar efnagreiningar jarðborunardeildarinnar. Viðnám Harka Klórið Sulfat Kísilsýra Alkalitet Hiti °C pH Ohmcm. þ. s. Cl. so4 Si02 mval/1 Laugar, Hrunamannahreppi . 100 + 9,47 1.810 0,46 40 90 182 1,44/2,86 Húsatóftir, Skeið 58 9,25 1.325 2,04 163 67 57 0,44/0,96 Laugarás, Biskupstungum . 100 + 9,20 2,480 0,92 51 55 104 0,66/1,36 Hverakot, Grimsnes . 100 + 8,55 1.120 2,36 209 71 80 0,24/1,44 Nesjavellir, Hengill, bh. 29/ll-’49 . . 100 + 7,51 2.770 6,90 7 59 100 0/2,20 Nesjavellir, Hengill, bh. 7/l-’50 . . . 100 + 7,10 4,60 45 31 79 0/6,00 Reykjakot, Hengill bh . 100 + 9,50 940 1,46 218 35 481 2,00/2,90 Garðyrkjuskóli, Hengill bh . 100 + 9,55 1.070 0,59 203 49 245 0,95/2,43 Hveragerði, Hengill bh 100 + 9,40 1.050 0,88 125 69 183 0,92/2,78 Þvottalaugar, Rvík (1947) 86 8,50 3.500 0,54 29 45 110 1,05/1,70 Deildartunga, Borgarfj . 100 9,47 2.650 0,78 37 54 113 0,64/1,44 Reykir, Miðfirði 86 8,87 1.120 3,80 155 160 122 0,35/0,68 Hof, S'kagafirði 69 8,71 1.760 1,20 85 77 100 0,27/0,72 Steinsstaðir, Skagafirði 61 9,80 4.080 0,76 18 15 79 1,20/1,82 Reykhús, Eyjafirði 76 9,70 3.770 1,08 18 44 74 0,40/0,98 Laugaland, Eyjafirði 55 9,70 4.330 2,50 14 33 67 0,84/1,48 Kalt vatn, Eyjafirði 6 6,70 8.550 2,40 12 10 23 0/1,10 SOGSVIRKJIJIMIIM. Undirbúningur að aukinni virkjun. Erindi flutt í V.F.I., 29. nóv. 1950, af Steingrími Jónssyni, rafmagnsstjóra. I. Inngangur. 1 jan. 1951 eru sjö ár liðin síðan bæjarráð Reykja- víkur tók þá ákvörðim að biðja Rafmagnsveitu Reykja- víkur um að koma fram með tillögur um hvernig full- nægja skyldi rafmagnsþörf Reykjavíkur í framtíðinni. Var þá verið að setja upp þriðju vélasamstæðuna í Ljósafoss-stöðinni og varð því eigi lokið fyrr en á sumrinu 1944. Var þá um veturinn tilfinnanlegur skort- ur á rafmagni, svo að hlutfallslega hefur hann eigi verið meiri síðan. Rafmagnsveitan kom fram með skýrslu um aukn- ingamöguleikana á rafmagni í apríl 1944, í skýrslu, sem síðar var prentuð í tímariti V.F.l. sama ár. Voru möguleikarnir aðallega þeir, að virkja meira í Sogi, en jafnframt að koma upp varaafli, sem verið gæti frá dísilvélum eða gufuvélum innan Reykjavíkur, eða frá vatnsafli í Hvalfirði eða hveraafli í Hengli eða Krýsu- vík. Mátti því segja, að möguleikarnir væru margvís- legir. Skýrslunni fylgdu ákveðnar tillögur um að virkja bæri áfram í Sogi og að setja bæri varastöð í Reykja- vík með gufuvélum, þar sem um 80% allrar orkunnar eru notaðir. Bæjarstjórn Reykjavíkur féllst á þetta hvorttveggja í júní 1944 og fól Rafmagnsveitunni að sjá um framkvæmdirnar. Var þá tekið til við hvorttveggja samtímis, að undirbúa byggingu varastöðvar og nýrrar virkjunar. Með aðstoð Ben. Gröndals vélaverkfræðings var gerð frumáætlun að gufuvélastöð við Elliðaámar, tilboða leit- að veturinn 1944—45 og undirbúningi haldið áfram 1945. Stöðin var siðan sett upp á árunum 1946 og ’47. Komst hún í fullan rekstur í aprílbyrjun 1948, 3 árum og 10 mán. eftir samþykkt bæjarstjórnarinnar og á 27 mánaða byggingartíma. Hefur stöðinni verið lýst í erindi, sem flutt var í V.F.l. og prentað er í tíma- ritinu 1948. Jafnframt varastöðinni var unnið að undirbúningi að aukningu Sogsvirkjunarinnar. Lágu fyrir mælingar og samanburðaráætlanir frá 1934, af hendi ráðunautar Sogs- virkjunarinnar þá, A. B. Berdal, verkfræðings í Oslo. Sýndu þær, að ódýrast yrði að virkja Sogið i 3 afl- stöðvum og viðráðanlegast yrði að byrja á virkjun Ljósafoss og nota þar miðlunarmöguleika Úlfljótsvatns, en síðan væri eðlilegast að virkja Efra Sogið og fá þá ársmiðlun á vatnsrennslinu úr Þirigvallavatni, en síðast kæmu Neðri Sogsfossarnir saman í einni stöð. Þessar áætlanir voru nú teknar fram, endurskoðað- ar og viðbótarmælingar gerðar. Tóku verkfræðingar Almenna Byggingafélagsins að sér þetta verk. Það kom í ljós, að nauðsynlegt myndi vera að ráðast í Neðri Sogsfossana fyrst, þar sem aflþörfin var það mikil, að Efra Sogið myndi duga of skammt. Voru þá gerðar frumáætlanir að tilhögunum þeim, sem þá lágu fyrir um virkjun Irafoss og Kistufoss sam- an í einni stöð með opnum aðrennslisskurði frá stíflu ofan við Irafoss að inntaksþró í halla vestan við Sogið.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.