Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Qupperneq 33

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Qupperneq 33
TlMARIT V.F.l. 1951 79 Frá inntaksþrónni skyldu liggja aðrennslisæðar að stöðv- arhúsinu, en frá því frárennslisskurður út í farveginn nokkurn spöl neðan við Kistufoss. Þessar áætlanir voru tilbúnar á sumrinu 1945 og þá bornar undir sænska sérfræðinga, verkfræðingafélagið Vattenbyggnadsbyrán í Stokkhólmi. Kom fram frá firm- inu ágæt umsögn um áætlanirnar, það sem þær næðu, en talið að ef þetta væri í Svíþjóð, myndi ekki verða leyft að ráðast í þessa virkjun, nema áður hefði verið athugaður möguleikinn á að koma þarna fyrir neðan- jarðarstöð. Þar í landi eru ákvæði um það, og munu svipuð ákvæði vera í Noregi einnig, að þótt neðan- jarðarstöð kosti allt að 5% meira en önnur tilhögun, skuli eigandi virkja með þeim hætti. Ef verðmunurinn verði hinsvegar meiri, getur ríkisstjórnin ákveðið, hvort heldur skuli gera og greiðir þá jafnframt umframkostn- aðinn eða greiðir fyrir framkvæmdum á annan hátt. Mun þetta m. a. vera gert af hernaðarlegum ástæðum. En eigi er það ávallt, að neðanjarðarstöð reynist dýrari, og við Neðri Sogsfossana hagar svo til, að eigi væri líklegt að um verulegan mun gæti verið að ræða. Stíflan yrði mjög svipuð. Stöðvarhúsið yrði neðanjarðar skammt frá stíflunni, en frá stöðvarhúsinu myndu liggja frárennslisgöng undir Sogið niður að sama stað í far- veginum neðan við Kistufoss, þar sem áður var ætlað að frárennslisskurðurinn kæmi út í farveginn. Undirgöng- in eru álíka löng og opni aðrennslisskurðurinn í fyrri áætlununum, en inntaksþróin sparast, þrýstivatnsæðarn- ar yrðu mun styttri, svo og þótt reiknað væri með fóðrun á göngunum, verður heildarkostnaður ekki hærri. Neðanjarðarstöðin er af ýmsum ástæðum betri. I kuldum er vatnskælingin mun minni og gangstilling vatnsaflsvélanna öruggari. Var því tekið til við að athuga möguleikana á neðan- jarðarstöð. Jarðfræðilegar athuganir íslenzkra jarðfræð- inga og jarðboranir á vegum raforkumálastjórnar ríkis- ins fóru fram á árinu 1946, og árangur þeirra var síðan borinn undir A. B. Berdal, verkfræðing i Osló, er verið hafði ráðunautur við Ljósafossvirkjunina. Virtust rann- sóknirnar lofa góðu, en Berdal verkfræðingur taldi nauð- synlegt, að gerðar yrðu prófsprengingar fyrir væntan- legum jarðgöngum, áður en ákveðið yrði um, hvort ráðizt skyldi í neðanjarðarvirkjun. Voru prófsprenging- arnar framkvæmdar síðari hluta árs 1947 og jafnframt var samið við Berdal verkfræðing, að hann gerðist ráðu- nautur Sogsvirkjunarinnar við hinar fyrirhuguðu fram- kvæmdir, á sama hátt og hann hafði verið við virkj- un Ljósafoss. Árangur prófsprenginganna haustið 1947 varð góður. Tókst fljótlega að komast inn undir hraunlag, sem varð ágætis þak í prófgöngunum og lítið eitt hærra en vera þyrfti við fvrrihuguð frárennslisgöng, en þakið virtist halla inn eftir, svo líklegt var að komið yrði í rétta þakhæð, er innar kæmi. Undir hrauninu var jökulruðn- ingur og móberg, en nokkru neðar annað hraunlag. Voru prófgöngin sprengd á ská inn og niður þannig að þau gætu náð réttri miðlinu frárennslisganganna, þegar á- fram yrði haldið, svo að nota mætti þau við fullnaðar- framkvæmd virkjunarinnar. Voru prófgöngin sprengd um 30 m inn undir hraunlagið. Þá þótti óþarfi að halda þeim áfram að svo stöddu, en hinsvegar væri æskilegt að lata gera framhaldsboranir, til nánari rannsókna á jarðgangslínunni, svo og til athugunar á því, hvort til mála kæmi að halda göngunum áfram upp undir Ljósa- foss og hafa neðanjarðarstöðina þar við stiflu þá, er fyrir var. Framhaldsboranir fóru fram á árinu 1948, og var jafnframt unnið c,ð fullnaðaráætlunum virkjunar- innar með kostnaðaráætlunum og síðar útboðslýsing- um. Berdal verkfræðingur hafði byggingarhlutann með höndum, en Sogsvirkjunin sjálf vélar og rafbúnað með aðstoð verkfræðinganna Jakobs Guðjohnsen og Eiríks Briem. Var nú gert ráð fyrir að hafa stöðina neðanjarðar. Stífla skyldi Sogið ofan við Irafoss á svipaðan hátt og áður hafði verið ráðgert. En vatnsinntak skyldi setja við stífluna á austurbakka Sogsins og þaðan sprengja þrýstivatnsgöng niður til aflstöðvarinnar. Aflstöðin er austan við stífluinntakið, skammt frá því neðanjarðar, og eru um 18 metrar frá yfirborðinu niður á þakhvelf- ingu hennar, en frá yfirborði niður á miðflöt vatns- vélanna eru 36 m. Frá aflstöðinni liggja sográsir í botni frá vatnsaflsvélunum út í frárennslisþró, er hefur frítt vatnsyfirborð og loftrás upp til jarðaryfirborðs, þegar stöðin verður starfrækt, en fá þrónni liggja frá- rennslisgöngin undir farveg Sogsins niður fyrir Kistu- foss um 650 m vegarlengd og 50 ferm. að flatarmáli, fóðruð steinsteypu. Koma þau út við farveginn spöl- korn fyrir neðan Kistufoss, á svipuðum stað og ætlað var í fyrri áætlunum. Vatnið kemur til að renna í göng- unum með frjálsu yfirborði. Athugun á því, hvort ódýrara yrði að fara með frárennslisgöngin alla leið upp undir Ljósafoss, varð neikvæð. Reyndist það bæði dýrara í stofnkostnaði og síðar í rekstri. 2. TJtboð og fjáröflun. Sumarið 1949 voru útboðslýsingarnar tilbúnar og á- kveðið að láta fara fram almennt útboð á vélum og rafbúnaði, en takmarkað útboð á framkvæmd bygg- inga. Var það útboð þó auglýst almennt innanlands, en auk þess leitað til 3 firma í hverju hinna þriggja Norð- urlandanna, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Þessi firmu höfðu áður verið í sambandi við Sogsvirkjunina og höfðu talið sig fús til að koma fram með tilboð. Árangur útboðsins varð sá, að sænsk-dönsk félags- samsteypa verksala, er síðar tók upp nafnið Fosskraft hér á landi, varð lægstbjóðandi um byggingarvinnuna, en 3 önnur tilboð, er borizt höfðu, voru ýmist mun hærri eða höfðu ekki fast ákvæðisverð. Mörg tilboð komu í rafala og rafbúnað, bæði frá Norðurálfu og Ameríku. Reyndust amerisku tilboðin hagfelldust, þar sem afhendingartími Norðurálfutilboð- anna var of langur til þess að þau gætu komið til greina við fyrirhugaða virkjun, og auk þess höfðu amerisku tilboðin fast verð á öllum aðalhlutum, en hin ekki. Sænskt tilboð reyndist hagfelldast í vatnshverfla, að því er verðið snerti, og þar sem afhendingartíminn gat samrýmst byggingarvinnutilboðinu, var því tekið. Ofannefnd tilboð komu í nóvemberlok 1949, og var unnið að samanburði þeirra í des. og janúar 1950. Jafnframt þessu var unnið að fjáröflun, og í þvi efni leitað til ríkisstjórnarinnar um aðstoð. Sökum þess að gengisbreyting isl. krónunnar var nýafstaðin, voru kostn- aðaráætlanir þær, sem gerðar höfðu verið fyrir útboð- ið, endurskoðaðar og í því efni notuð hin nýju tilboðs- verð. Þetta verk vannst allseint og brátt kom í ljós, að ný gengisbreyting var í vændum, sem auðséð var að myndi tefja fjáröflun og væntanlega undirskrift samn- inga. Það tókst þó að koma saman kostnaðaráætlun-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.