Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2004, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2004, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAOUR 2. JANÚAR 2004 Fréttir TFV Þorgerður ráðnerra Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir tók við embætti menntamálaráðherra á gamlársdag. Hún tók við af Tómasi Inga Olrich sem verður sendiherra í París síðar á árinu. Næstu breyt- ingar á rfkisstjórninni eru íyrirhugaðar 15. september. Þorgerður er 38 ára lög- fræðingur og starfaði sem deildarstjóri hjá Ríkisút- varpinu áður en hún settist á þing fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Reykjaneskjör- dæmiárið 1999. Fyrsta barn ársins Klukkan 7:41 á nýársmorgun fæddist fyrsta barn ársins, lítil stúlka, 52 sentímetrar og 14 merkur. Að sögn móður stúlkunnar, Önnu Margrétar Þorláks- dóttur, gekk fæðingin mjög vel og vildi hún koma fram þökkum til starfsfólks Landsspítala Háskóla- sjúkrahúss. Anna og maður hennar Róbert Sverrisson eiga tvö börn fyrir en hafa ekki ákveðið hvað nýárs- barnið eigi að heita. DV óskar þeim önnu og Ró- berti til hamingju með stúlkuna og farsældar á ■komandi ári. Tóbakslaust á Kárahnjúkum Brotist var inn í söluturn á virkjanasvæðinu hjá Kárahnjúkum og vörum og peningum stolið fyrir eina og hálfa milljón. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum beinist ekki grunur að neinum ákveðnum ennþá en vegna ófærðar telur lög- reglan víst að um innan- búðarmál sé að ræða. Sjoppan sem var rænd var eini staðurinn sem seldi starfsmönnum Kára- hnjúkavirkjunar tóbak og liggur nú fýrir að starfs- menn þurfi að sækja tó- baksbirgðir sínar alla leið til Egilsstaða. Áramótin þau friðsömustu í árafjöld „Við skulum vona að hugarfar fólks sé að breyt- ast“, segir Ómar Smári Ár- mannsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn, um hegðun fólks um ára- mótin, sem voru þau frið- sömustu um langt skeið. „Ég held að góð afstaða fólks og kalt og stillt veður hafi spilað saman og gert áramótin svo friðsöm sem raun varð“. Slys voru fátíð og eldsvoðar fáir og minni- háttar. Meirihluti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum hangir á bláþræði vegna fjárhagsvand- ræða uppreisnarbakarans Andrésar Sigmundssonar. Andrés sveik Framsóknar- flokkinn í vor og tók upp meirihlutasamstarf við V-listann, bakaði sér óvinsældir bæjarbúa og fór í þrot með bakaríið. Bíða gjaldþrots bakarans í Evjum Andrés Sigmundsson, bakari og formaður bæj- arráðs f Vestmannaeyjum, er á barmi gjaldþrots. Gjalþrot bakarans getur fellt meirihluta vinstri- manna í bæjarstjórn Vestmannaeyja. í vor sleit Andrés, sem kosinn var fyrir Framsóknarflokk, bæjarstjórnarsamstarfi með sjálfstæðismönnum og tók upp samstarf með vinstrimönnum í V-list- anum. Hann ávann sér reiði samflokksmanna sinna og sjálfstæðismanna með sinnaskiptum sínum, sem nú vonast eftir persónulegu gjald- þroti hans. Samkvæmt 34. grein sveitarstjórnarlaga skal sveitarstjórn leysa sveitarstjórnarmann frá störf- um ef hann er sviptur íjárforræði. Fari svo að Andrés verði úrskurðaður gjaldþrota mun hon- um verða veitt lausn frá störfum í bæjarstjórn og samflokksmaður hans taka við stöðu hans. Þar sem Andrés var kosinn í bæjarstjórn fyrir Fram- „Ég á marga vini, svo á ég syniog bræður." sóknarflokkinn mun framsóknarmaður taka við af Andrési og hann án efa mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum, líkt og upphaflega var gert. Andrés er eini fulltrúi Framsóknarflokks í bæjar- stjórn en þar eru einnig þrír sjálfstæðismenn, undir forystu Guðjóns Hjörleifssonar Alþingis- manns, og þrír V-listamenn, undir forystu Lúð- víks Bergvinssonar þingmanns Samfylkingarinn- ar. Frá því Andrés snerist á sveif með vinstri- mönnum hafa Sjálfstæðismenn setið úti í kuld- anum, en þeir þrá að endurheimta völdin sem bakarinn svipti þá. Magnúsarbakarí, í eigu Andrésar, varð gjald- þrota í október. Á liðnu ári voru gerð þrjú árang- urslaus fjárnám hjá Andrési sjálfum og eiginkonu hans, Þuríði Freysdóttur. Næsta skref er að úr- skurða Andrés gjaldþrota, nema hann öðlist fjár- magn til að hindra því. Rætt er um það í Eyjum að fjársterkir aðilar innan V-listans muni borga upp persónulegar skuldir bakarans til að forða honum ffá því að vera sviptur fjárforræði, og þar með oddastöðu sinni í bæjarstjórninni. Eftir að Andrés sleit samstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn hallaði undan fæti í Magnúsarbakaríi. Hann hélt því fram að hann hefði verið rægður og viðskiptavimr fældir frá. Andrés sagðist í samtali við DV og berjast fyrir stöðu sinni. „Það hefur ekk- ert gerst í þessu ennþá og ég held ég sé búinn að ná planinu," segir hann. Aðspurður hvort V-lista- menn myndu borga upp skuldir hans sagði Andr- és: „Ég á marga vini, svo á ég syni og bræður." jontrausti@dv.is Lúðvík Bergvinsson Sjálfstædismenn og framsóknor menn segja þingmann Samfylkingarinnar og bæjorfull- trúci V-listans i Vestmannaeyjum hafa nýtt sér tækifærii) lil að fá Andrés bakara i lið með sér þegar félagai bakar ans i bæjarstjórn vildu að hann tæki sér fri veqnu fjár hagsvandræða. Andrés Signuindsson Gerði uppreisn gcgn félög um sinum i Framsóknarflokknum og samstarfsmönn- um i Sjálfstædisflokknum og myndaði nýjan bæjar stjórnarmcirihlulá með vinstrimönnum. Bakarastarfið virðist vérða honum fjöturum fót. Ingi Sigurðsson Ráðinn bæjarstjóri Vestmannaeyja sumarið 2002 af meirihlutanum, einnig Andrési bak- ara, en rekinn afnýjum byltingarmeirihluta, þá einnig Andrési, íjúli i fyrra. Davíð er ekki„enginn maður" í fréttaannál Stöðvar 2 var spilað merkilegt viðtal við Davíð Oddsson. Svo merkilegt var það að makkin- tossið stóð í Svarthöfða og þegar hann reyndi að skola því niður með malti og appelsíni sprautaðist það út um nefið á honum og yfir gamla jólaskreytingu sem verður víst ekki notuð um næstu jól. En orðin sem Davíð notaði voru ótrúleg. Kannski upplýsandi. Svarthöfði er ekki viss. Herra forsætisráðherra vor (svo vitnað sé í þuluna sem kynnti ávarpið hans á RÚV stuttu áður en annálarnir hófust) sagði að það væri enginn maður sem stæðist 300 milljóna tilboð frá auðkýfingum. Hann ítrekaði þetta. Að enginn maður myndi segja nei við 300 milljónum sem færu inn á reikning í útlöndum, sporlaust. Og svo end- urtók hann það aftur; að enginn myndi standast slikt tilboð. Nema Davíð auðvitað. Hann er auðvitað ekki maður heldur nátt- úruafl og stendur allt af sér. Engin valdaklíka hefur áhrif á hann og peningar skipta hann engu máli. Ekki einu sinni eftirlaunin sem hann hugsaði auðvitað fyrir ein- hvern allt annan en sjálfan sig. Þess vegan skaut hann þessu inn með ritstörfin. Svo hinir á þingi gætu stundað það að skrifa endurminn- ingar sínar. Sjálfum er Davíð alveg sama um slíkt pjatt. En ástæðan fyrir uppnámi Svart- höfða er ekki Davíð sjálfur heldur sú staðreynd að Halidór Ásgríms- son er ekki Davíð. Halldór er ekki náttúruafl. Halldór er maður. Hann er jafnvel þessi „enginn maður" sem Davíð talaði um að stæðist ekki freistinguna. Össur er heldur ekki náttúruafl og Steingrímur í besta falli aðdáandi náttúrunnar (alltaf á fjöllum). Þetta er því að fara til fjandans. í haust fer allt til andskot- ans, ef marka má orð Davíðs. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.