Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2004, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004
Fréttir BV
Löggustöð
lokað
Lögreglan í Reykjavík
heíur ákveðið að loka mið-
borgarstöð sinni í Tollhús-
inu við Tryggvagötu endan-
lega nú þessi áramót.
Henni var í tilraunaskyni
lokað þann 1. nóvember.
Nú verður lokunin hinsveg-
ar endanleg og segir Ingi-
mundur Einarsson varalög-
reglustjóri þetta meðal
annars vera gert „... í ljósi
jákvæðra viðbragða al-
mennings," einsog hann
kemst að orði í tilkynningu.
Miðborgin verður þrátt íyr-
ir þetta ekki afskipt í lög-
gæslu og sú þjónusta sem
áður var veitt úr Tryggva-
götunni kemur í framtíð-
inni frá aðalstöðinni við
Hverflsgötu.
Áramótaheit
Arni Björnsson
„Það eru dæmi um það fyrr að
menn hafi strengt heit íjóla-
veislum en á þeim tlma þá
hugsuðu menn ekki svo mikið
i áramótum," segir Árni
Björnsson þjóðháttafræðing-
ur. Hann segir heitstrenging-
arnar ekki hafa verið í neinum
tengslum við trúarbrögð held-
ur hafi menn miðað árið frá
jólum tiljóla.„Venjan hefur
trúiega verið að heita þess að
vinna eitthvað afrek á nýju ári
ekki ósvipað og nú," segir Árni
og bætir við að áramótin séu
þau tímamót þegar mönnum
finnst betra að tengja sig viö
eitthvað nýtt er þeirstrengja
heit.
Hann segir / Hún segir
„Ég held að við timamót eins
og þau þegar nýtt ár gengur í
garð sé ekki óeðlilegt að menn
líti til baka og geri upp leiðina
sem er að baki;jafnframtþví
sem þeir horfi fram á veginn
og setji sér ný áform/'segir
Ólína Þorvarðardóttir, skóla-
meistari á lsafirði.„Á nýársnótt
hafa menn í gegnum tiðina
haft margvíslega trú á duld-
um kröftum og reynt að ráða í
framtíðina; því var tildæmis
trúað að kýrnar töluðu á nýar-
snótt og enn þann dag i dag
þykir ráðtegt að taka mark á
draumförum þessarar nætur."
Aðspurð um hvort hún hafi
sjálfstrengt nýársheit segir
Ólína:„Já, hvort ég hef, ég ætla
að hugsa um heilsuna og
sinna ritstörfum."
Ólína Þorvarðardóttir
Talið er víst að Ólafur Ragnar Grímsson gefi kost á sér til áframhaldandi setu í
forsetastólnum, þar sem hann tilkynnti ekki um annað í nýársávarpinu. Ástþór
Magnússon og Snorri Ásmundsson ætla einnig fram. Talið er að kosningarnar
muni kosta ríki og sveitarfélög á bilinu 50 til 60 milljónir króna.
Ólatup vill vera
Ólafur Ragnar Grímsson
Telur hæfilegt að forseti sitji
i tvö til þrjú kjörtimabil.
Snorri Ásmundsson Hann stóö að framboðinu Vinstri-hægri-snú ísíðustu borg■
arstjórnarkosningum.
Vona að
Davíð fari
líka í
framboð
forseti áfram
Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti ekki í
nýársávarpi sínu hvort hann hyggist bjóða
sig fram á ný sem forseti landsins. Þess
vegna er talið öruggt að hann ætli að gefa
kost á sér áfram, þar sem hefð er fyrir því
allt frá tíð Kristjáns Eldjárns að forsetar
segi ekkert um áform sín í nýársávörpum,
nema því aðeins að þeir ætli ekki fram.
Sjálfur sagði Óiafur í aðdraganda kosning-
anna 1996 að hann teldi tvö til þrjú kjör-
tímabil hæfilegan tíma fyrir setu forseta
njóti hann stuðnings til þess. Kosningarn-
ar verða 26. júm' næstkomandi, en Ólafur
verður ekki sjálfkjörinn í ár.
Listamaðurinn Snorri Ásmundsson er
að undirbúa forsetaframboð sitt. Hann
stóð að framboðinu Vinstri-hægri-snú í
síðustu borgarstjórnarkosningum. Margir
flokkuðu framboðið sem nokkurs konar
listgjörning í þeim tilgangi að sýna viðtek-
in viðhorf í öðru ljósi. Af sömu tegund var
umdeild sala hans á aflátsbréfum í Kringl-
unni fyrir síðustu jól, og þegar hann út-
nefndi sjálfan sig sem heiðursborgara Ak-
ureyrarbæjar. Ástþór Magnússon er
einnig ákveðinn í að bjóða sig fram.
Talið er að kosningarnar muni kosta
ríki og sveitarfélög á bilinu 50 til 60 millj-
ónir króna. Enginn frambjóðandi hefur
byrjað söfnun meðmælenda enda er það
ekki leyfilegt fyrr en auglýst hefur verið
eftir framboðum. Síðast þegar Ástþór
Magnússon reyndi að bjóða sig fram voru
nokkur nöfn á meðmælendalistum hans
dæmd ógild, svo sem Andrés önd og Jesús
Kristur, og taldist framboðið því ekki gilt.
Yfirvöld skoða nú hvort auka beri fjölda
meðmælenda og gera strangari kröfur um
það hvernig gengið er frá meðmælenda-
listum. Þegar eru farnar að heyrast raddir
um að það stefni í skrípaleik en aðrir
hlakka til skemmtilegra og líflegra kosn-
inga.
brynja@dv.is
Ég svífst einskis til að
verða forseti
„Ég vonast til þess að þetta sé merki um að Ólafur Ragnar ætli
sér að víkja fyrir mér“, segir Snorri Ásmundsson, um þá stað-
reynd að Ólafur tilkynnti ekki um framboð sitt í nýársávarpi
sínu.
„Ég ákvað það sem barn að ég ædaði að verða forseti. Ég vil
helst taka við embættinu í sátt og að það verði engin illindi".
-Hefurðu fundið fyrír illindum?
„Þó ég hafi mikinn stuðning og margir vilji sjá mig á Bessa-
stöðum eru margir argir út í þetta framboð. Þetta er fólk sem er
uppfullt af gremju. Ég á von á að taka við embætti í júní, hvað
sem á dynur. Ef ég þarf að nota eitthvað annað en lýðræðislegar
kosningar til þess þá geri ég það".
-Hvað ertu þá með íhuga?
„Eigum við ekki að segja að ég hafi ákveðið leynivopn. Ég
svífst einskis til að verða forseti, og láta Jrennan gamla draum
minn rætast. Ég lít á þetta sem taflborð. Eg hræðist ekki ógnun,
en reiðist henni frekar. Ég vona bara að þjóðin verði sátt í júní
þegar ég sver embættiseið með stoltik
-Hvað finnst þér um Ástþór Magnússon, sem einnig hugar á
framboð?
„Hann er veikur maður".
-Hvað með þigsjáifan?
„Það er mildU misskilningur. Ég er bara ekki hefðbundinn for-
setaframbjóðandi. Þegar menn voru fyrst að tala um að jörðin
væri hringlótt voru menn settir í fangelsi. Þetta er svona svipað.
Ég er langt frá því að vera veikur, ég er lífsglaður og ekki hefð-
bundinn maður. Af þvf að ég fer ekki hefðbundnar leiðir trufla ég
tilveru fólks. Ég er ekki maður sem hef fortíð í stjórnmálum, ég er
myndlistarmaður sem er að láta gamlan draum rætast".
„Ég vona að Davíö Oddsson fari einnig í framboð svon ég geti rætt við
hann um þessa fáránlegu
utanrikistrefnu hans og
stuðning við þennan brjál-
æðing í Washington", segir
Ástþór Magnússon, sem
stefnir ótrauður á fiamboð
til forseta íslands.
„Ég verð með friðarboð-
skapinn í öndvegi eins og
þegar ég bauð mig fram
árið 1996. Ólafur Ragnar
Grímsson er að misnota
embættið, hann lofaði mér
og öðrum að vinna að frið-
armálum en hefur svikið
það allt saman". Ástþór
hafði í hyggju að bjóða sig
fram árið 2000 en þá náðist
ekki að safna nægilega
mörgum meðmælendum í
tæka tfð.
„Framboðið var ákveðið
með tíu daga fyrirvara svo
okkur gafst ekki nægilegur
tími til að fara vandlega yfir
þetta. í þetta sinn munum
við hafa nægan tírna". Ást-
þór segist ekki vera ráðinn í því hver verður kosningastjóri f þetta sinn, en
árið 2000 var Sverrir Stormsker hans hægri hönd. En hvað finnst honum um
það að Snorri Ásmundsson segi hann „veikan mann“?
„Snorri verður að rneta það sjálfur hvernig hann vill tala urn annað fólk.
Ég er hinsvegar stálhress. Svona ummæli dæma sig sjálf".
Ástþór Magnússon Mætti I réttarsal útataður i
tómatsósu og var sýknaöur.