Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2004, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2004, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 Fréttir 0V Biskup óttast um börnin Biskup fs- lands, Karl Sig- urbjörnsson sagði í nýárs- predikun í Dómkirkjunni í gær að svo virt- ist að börn væru afgangs- stærð á íslandi. „Það virðist enginn tími fyrir börnin. Þau verða fórnarlömb lífs- gæðakapphlaupsins. Van- líðan barnanna, kvíði og vonleysi ber því vitni, og alls konar dæmi um van- rækslu sem bömin okkar líða,“ sagði biskupinn. Hann sagði þörf á þjóðar- vakningu hvað varði við- horf til barna. „Hagtölur segja að við séum í hópi ríkustu þjóða heims. En virðumst þó ekki hafa efni á börnum. Þau virðast vera fyrir. Ber það ekki vott um fátækt, and- lega fátækt, um samfélag sem hefur misst sjónar á því hvað mikilvægast er, að ltlúa að sjálfú lífinu?" 900 fóstur- eyðingar Biskupinn hefur áhyggj- ur af fjölda fóstureyðinga. „Hvaða sögu segja að með- altali níuhundruð fóstur- eyðingar á ári af félagsleg- um ástæðum? - hjá sjö- undu ríkustu þjóð verald- ar! Það er á tuttugu ára bili sama og allir íbúar Kópavogs." Hann taldi ótal góðar og gildar félagslegar ástæður, læknisfræðilegar, og marg- víslega neyð vera fyrir íjölda fóstureyðinga.“Ég er ekki að dæma þær mæður sem hafa þurft að axla þá örðugu ákvörðun, en við megum ekki láta eins og þetta komi okkur ekki við. Við verðum að gefa gaum að þeirri staðreynd að þetta eru hrikalegar tölur, þús- undir einstaklinga sem við höfum ekki haft rúm fyrir í velsæld íslensks samfélags. Það er harmsefni. Einhver móðuharðindi hafa byrgt okkur sýn gagnvart því sem máli skiptir!" Sólveig Bergmann Sólveig er harðdugleg og fylg- in sér. Skarpgreind og góður fréttamaður sem vann sér inn virðingu með stjórn sinni á fréttastofu Skjás eins. Hlý og traustur vinur. Hún hefur mikla útgeislun og er besti fréttalesari landsins. Kostir & Gallar Hún er stundum hvatvís og grípur til orða og aðgerða án þess að hafa hugsað málin í þaula. Getur verið dul og segir ekki allan hug sinn. Stundum of fljót að mynda sér skoðanir á mönnum og málefnum. Davíð Oddsson ræddi örbirgð fortíðarinnar og minntist afreka Hannesar Hafstein. Ólafur Ragnar Grímsson sagði þjóðir ekki lifa á fornri frægð, ekki væri nóg að hug- leiða tímann þegar fyrsti ráðherra íslands gekk í Alþingissalinn, heldur þyrfti að hagnýta tækifærin í nútímanum. Þá skaut forsetinn skotum að íslenskum risafyrir- tækjum, þau þyrftu að skilja að miklum árangri fylgi ríkar samfélagslegar skyldur. Lifum ekki á fornri frægð Áramótaræða Davíðs Oddssonar hverfðist um Hannes Hafstein, fyrsta ráðherra íslendinga, og árangur hans. Davíð horfði aftur til ofanverðrar 19. aldar sem hallæris- og hörmungarára, en öfl- ugir menn eins og Hannes hefðu haft úrslitaáhrif. „Ef horft er til þeirra 24 manna sem farið hafa með þjóðarforystu síðastliðin eitt hundrað ár, skipti mestu, að sá fyrsti í þeirra röð skyldi hafa verið svo óvenjulega vel af Guði gerður“, sagði Davíð. „Forystuhæfileikar Hannesar Hafsteins, óbilandi kjarkur hans og bjartsýni, sefjandi sigur- vissa gagnvart hvers kyns erfiðleikum var orku- gjaft þjóðarinnar í upphafi nýrrar aldar. En meira að segja slíkir eiginleikar hefðu dugað skammt ef viðspyrnan, sem frelsið gaf, hefði ekki fengist". Og forsætisráðherrann sagði mönnum hollt að minnast þessa, því baráttunni um frelsið ljúki aldrei. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, lagði hinsvegar áherslu á það strax í upphafi ræðu sinn- ar að „þjóðir lifa ekki lengi á fornri frægð". Nú væru það verkin í samtímanum sem töluðu. „Ald- arafmæli heimastjórnar ætti að vera okkur tilefni til að hugleiða ekki aðeins hin risavöxnu umskipti sem orðið hafa síðan fyrsti ráðherra íslands gekk í Alþingissalinn heldur einnig til að vera samstiga í að hagnýta tækifærin". Kvaddi og kvaddi ekki í lok ræðu sinnar minntist Davfð þess að hann myndi ekki tala til þjóðarinnar við næstu áramót. „Ég hef nú í þrettánda sinn fengið að tala til ykkar í árslok. Á því verður nú breyting. í því felast meiri tímamót fyrir mig en ykkur“, sagði Davíð. Ólafur Ragnar Grímsson minntist hinsvegar ekk- ert á slíkt, og þar með er talið fullvíst að hann hyggist gefa kost á sér áfram. Sterk hefð er fyrir því að ef forsetar hyggjast ekki bjóða sig fram tilkynni þeir það í nýársávarpi sínu - annars segi þeir ekk- ert. Frelsi og höft Meðan Davíð lagði áherslu á frelsið í ræðu sinni sagði Ólafur merki þess að þjóðin væri ekki nægilega vel búin undir afleiðingarnar einkavæð- ingar og útrásar athafnafólks. „Fyrirtæki í smásöluverslun, lyijaframleiðslu, fjármálasýslu, gervilimum, matvælum og á fleiri sviðum hafa á síðustu árum flutt sig á alþjóða- markað og náð slíkum árangri að eignastaða og árlegur hagnaður eru einstæð á íslenska vísu", sagði Ólafur, og engum dylst að þar á hann fyrst og fremst við útrás Baugs, Pharmaco og Össurar. Hann sagði nauðsynlegt að risafyrirtækin skilji að miklum árangri fylgi líka samfélagsleg ábyrgð - arðurinn verði að skila sér til landsins og koma öllum til góða. Um þetta sagði Davíð að ef frelsinu væri mis- beitt þrengdi að því. „Við þurfum sjálf að gæta þess að sá aflvaki og þróttur sem í frelsi manna býr fái að njóta sín. En frelsið verður gagnslítið, ef það er aðeins fárra en ekki fjöldans". Ásta Möller Mér fannst mjög viðeigandi hvernig Davíð talaði um aldarafmæli heimastjómarinnar, en geymdi sér það að tala skart tii þjóðarinnar og minnti á hvernig samfélagið hefur þróast til hins betra á síðustu áratugum. Þar sem ég sat lá við að fólk táraðist þegar hann flutti kveðjuorð sín. Ég held að þetta séu meiri tímamót fyrir fólk heldur það gerir sér almennt grein fyrir. Flutningurinn einkenndist af auðmýkt. Hann hefur greinilega verið að hugsa til fortíðar.Það var ákveðinn tregi sem ein- kcnndi orð hans og nálgun. Ég sá ekki nema lítið brot af ræðu Ólafs. Steingrímur J. Sigfússon Þetta voru ósköp heíðbundnar ræður. Það kom nú ekk- ert fram í ræðu forsetans hvort liann hygðist bjóða sig fVam eða ekki, eins og maður hefði alveg eins átt von á. Hjá Dav- íð kvað við ákveðinn saknaðartón í lokin. Reyndar var hann fáorður um stjórnarskiptin sjálf, ég tók eftir því. Flutningurinn á ræðunum var í góðu lagi. Þessar aðstæður bjóða svo sem ekki upp á mikil tilþrif, þetta er lesið upp f svona sófastíl. En þeir eru báðir prýðilegir ræðumenn. Eiríkur Bergmann Ég sá nú ekki ræðu Ólafs, en mér fannst Davíð í sinni ræðu vera að gera upp sinn pólitíska feril. Ég las hana þannig að hann væri að gera upp sína valdatíð. Mér fannst ræðan góð, en þessi afrekaskrá ekki vera neitt annað en það sem felst í takti tímans. Flutningurinn var valds- mannslegur, og það fer ekkert á milli mála að þarna er á ferðinni yflrburðamaður að mörgu leyti. En maður er orð- inn ansi þreyttur á að fylgjast nteð þessum ræðum hans áratugum saman, og ég hafði það á tilfinningunni að það væri ágætt að þetta væri síðasta ræða - nokkurs konar svanasöngur Davíðs. Rannsókn á meintum kynferðisbrotum gegn börnum á Patreksfirði langt komin Játar kynferðisbrot og heimsækir lögreglustöð Sigurbjörn Sævar Grétarsson, fyrrum héraðslögreglumaður og for- stöðumaður félagsmiðstöðvar fyrir börn á Patreksfirði, hefur játað kyn- ferðisbrot gegn börnum. Rannsókn málsins er langt komin, að sögn Þór- ólfs Halldórssonar sýslumanns. „Hann hefur játað ýmislegt, en rann- sókninni er ekki lokið. Dómari hefur lokið skýrslutökum af meintum fórn- arlömbum í Barnahúsi. Það eru ákveðin atriði sem hann hefur játað og það er ekki meira um það að segja,“ segir Þórólfur. Feður ijögurra drengja á Patreks- firði kærðu Sigurbjörn fyrir kynferð- isbrot gegn drengjunum 5. desember sfðastliðinn. Fyrir játninguna hafði lögreglan rökstuddan grun um brot hans á fyrstu og annarri málsgrein 202. greinar hegningarlaganna. Þar er átt annars vegar við kynferðismök við börn yngri en 14 ára og hins veg- ar aðra kynferðislega áreitni en sam- ræði. Ekki fæst geflð upp hvort þess- ara atriða Sigurbjörn ltafi játað á sig. Sigurbjörn var handtekinn, færð- ur í spennitreyju og fluttur með flugi til Reykjavíkur í fylgd rannsóknarlög- reglumanna frá ríkislögreglustjóra strax og málið komst upp. Hann er nú laus úr gæsluvarðhaldi. Hlé var gert á yfirheyrslum um jólin en þeim verður haldið áfram á næstunni. Sig- urbjörn fór til Patreksfjarðar um há- tíðirnar og heimsótti meðai annars lögreglustöðina í bænum, þar sem hann vann áður en málið komst upp. Síðustu árin hefur Sigurbjörn unnið í félagsmiðstöð bæjarins, verið hús- og sturtuvörður í skólan- um, ritstýrt fréttavefnum Patreks- fjordur.is og gegnt starfi héraðslög- reglumanns. Tvö barnanna sem Sigurjón er grunaður um að hafa brotið gegn urðu fyrir ástvinamissi nokkrum mánuðum áður. Kynferðisbrotin eru talin hafa átt sér stað í starfi Sigur- björns með börnum. „Það er búið að fara í gegnum mikið af gögnum. þeg- ar rannsókninni er lokið verður mál- ið sent til ríkissaksóknara," segir Þórólfur sýslumaður. Sigurbjörn Sævar Grétarsson Hann hef- ur játað kynferðisbrot gegn börnum. Um há- tíðirnar dvaldist hanná Patreksfirði, fór í búðir og heimsótti lögreglustöðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.