Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2004, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004
Fréttir DV
Blair rétt
hálfnaður
Reiður eigandi vélsmiðju í Hafnarfirði braut rúður og bramlaði hjá Félagi járnið-
aðarmanna vegna þess sem hann segir himinháar kröfur félagsins eftir uppsagnir.
Tony Blair, forsætisráð-
herra breta notaði ára-
mótaávarp sitt til þess að
gefa til kynna
að hann
hefði hug á
að sinna
embættinu í
13 ár eða
meira. Blai’r
hefur verið
forsætisráð-
herra í sexog
hálft ár og sagði að starfið
væri rétt hálfnað. Ef hann
fær umboð til svo langrar
setu slær hann met Mar-
grétar Thatchers sem var
forsætisráðherra í ellefu ár í
röð. Breski forsætisráðherr-
ann sagði að erfiðar póli-
tískar ákvarðanir væru
framundan og lét þess get-
ið að erfiðasta ákvörðun
liðins árs hefði verið að fara
í stríð í írak. Handtaka
Saddams hefði þó sýnt að
stríðið var réttlætanlegt.
Danadrottn-
inq nefndi
ekki Maríu
Það sem vakti mesta at-
hygli í áramótaávarpi Mar-
grétar Danadrottningar var
að hún skyldi ekki nefna
Maríu, tilvonandi tengdótt-
ur sína á nafn.
Friðrik krónprins trúlof-
aðist Mary Donaldsson á
siðasta ári og er brúðkaup
fyrirhugað í maí. Danskir
fjölmiðlar kölluðu eftir áliti
sagnffæðinga til að skýra
hvers vegna drottningin
fjallaði ekkert um Maríu og
voru þeir á því að Margrét
hefði sýnt klókindi með
þessu og hafi ekki viljað
skyggja á giftinguna.
Fjöldaárekst-
ur á ísafirði
Fáheyrður þriggja bíla
árekstur varð á ísafirði í
fyrradag. Áreksturinn varð
við aðkeyrslu að bflastæði
verslunarinnar Samkaups
við Pollgötu, þar sem fólk
var í ös að kaupa inn fyrir
áramótin. Fjarlægja þurfti
einn bflinn með kranabfl,
en fólkið slasaðist ekki.
Annað fáheyrt atvik varð
við gömlu sorpeyðinga-
stöðina við Skarfasker. Þar
hafði ungur ökumaður vaf-
ið sportbfl sfnum utan um
ljósastaur. Athygli vakti að
þrír ökumenn keyrðu bfl-
um sínum framhjá mann-
inum á meðan hann sat í
stórskemmdum bflum, en
venjan er sú að Vestfirðing-
ar doki við og athugi líðan
og ástand þeirra sem lenda
í slysum.
Guðmundur Már Sigurðsson Eigandi vélsmiðju í Hafnarfírðil
missti stjórn á sér i húsnæði Félags járniðnaðarmanna, vegna
kröfu sem hann segir félagið gera til sin um 5,5 milljóna króna
greiðslu i uppsagnarfrest og laun fjögurra fyrrum starfsmanna.
DV Mynd Pjetur
ÍÍÉÍlKt ~
Gekk berserksgang
hjá verkalýDsfélagi
„Ég reiddist í fyrsta skipti á ævinni og er 52 ára
gamall," segir Guðmundur Már Sigurðsson, eig-
andi G.M. Smiðju í Hafnarfirði, sem gekk ber-
serksgang í Félagi járniðnaðarmanna á dögunum.
Guðmundur braut og bramlaði í verkalýðsfélag-
inu, kastaði fatahengi í rúðu þannig að hún
brotnaði. Eiginkona Guðmundar var við hlið hans
þegar atburðirnir áttu sér stað, en hún er stjórnar-
formaður fyrirtækisins. Hún á því ekki að venjast
að eiginmaðurinn missi stjórn á sér, en hafði
skilning á viðbrögðum hans. Guðmundur var yfir-
bugaður af starfsmönnum stéttarfélagsins og lög-
reglu og vísað úr húsinu.
„Þetta var gífurlega löng og uppsöfnuð reiði.
Ég er sjálfur félagsmaður frá 1970 og mér blöskr-
aði hvernig þeir margfölduðu reikning og gerðu
að kröfu til mín. Ég sé mest eftir því að konan mín
var með mér, því þetta tók svolítið á hana, enda er
ég mjög dagfarsprúður," segir Guðmundur.
„Ég sé mesteftir því að
konan mín var með mér."
Ástæðan fyrir reiði atvinnurekandans var
krafa sem hann segir Félag járniðnaðarmanna
gera til hans um 5,5 milljóna króna greiðslu
vegna uppsagnar á fjórum starfsmönnum vél-
smiðjunnar og vangoldinna launa, auk 25 pró-
senta álags í lögfræðikostnað. Að sögn Guð-
mundar ætti hann að greiða starfsmönnum sín-
um 890 þúsund krónur í heildina samkvæmt
launaseðlum og uppsagnarfresti, en verkalýðsfé-
lagið hafi lýst því yfir að lagður yrði á alla starfs-
menn þriggja mánaða uppsagnarfrestur, sem
Guðmundur segir að sé ekki fótur fyrir. Einhverj-
ir þeirra hafi verið nýbyrjaðir hjá fýrirtækinu, og
fyrirtækið, sem var stofnað í nóvember í fyrra,
nái því ekki að vera ársgamalt, því gildi ekki
þriggja mánaða uppsagnafrestur. Guðmundur
segir deiluna við verkalýðsfélagið snúast um
tímasetninguna á uppsagnarbréfi hans til starfs-
manna, sem hann segist sjálfur hafa lesið upp og
afhent starfsmönnum í byrjun september.
Pétur V. Maack Pétursson, gjaldkeri Félags
járniðaramanna, segir starfsmennina ekki kann-
ast við að bréfið hafi verið lesið upp eða afhent.
Hann segir uppsagnarbréfin hafa borist verka-
lýðsfélaginu með faxi, ódagsett. Hann neitar því
að nokkur deila sé á milli félagsins og Guðmund-
ar. Hann vill ekki tilgreina hversu háa kröfu félag-
ið hafi sent til Guðmundar og segir að Guðmund-
ur gangi ekki heill til skógar.
„Þetta er ekkert mál. Maðurinn er bara andlega
sjúkur,“ segir Pétur.
Innheimtureikningur verkalýðsfélagsins er
væntanlegur til Guðmundar á næstu dögum.
jontrausti@dv.is
ísraelskur hermaður viðurkennir að hafa logið því til að breskt fórnarlamb hans
hafi verið vopnað
Skjóta á vopnlausa mótmælendur
ísraelskur hermaður hefur verið
handtekinn fyrir að skjóta Tom
Hurndall, breskan baráttumann fyr-
ir friði, á Gasa svæðinu fyrir átta
mánuðum. Hurndall er enn í dái en
fjarlægja varð hluta heila hans vegna
skotáverka á höfði. Skotárásin var
gerð í flóttamannabúðum Palest-
ínumanna þegar Bretinn reyndi að
forða börnum frá þvf að lenda undir
beltum ísraelsks skriðdreka. ísraels-
her hefur haldið því fram fullum fet-
um að Tom hafi verið vopnaður og
hafi klæðst hermannabúningi. Fjöl-
skylda hans hefur vísað þessu á bug
sem fjarstæðu og hefur breska inn-
anríkisráðuneytið lagst á sveif með
henni og krafist rannsóknar. í
breska blaðinu Guardian fagnar fjöl-
skylda unga mannsins handtökunrii
enda hefur hún haldið því fram að
upphafleg skýrsla ísraelshers um
málið væri fullkominn skáldskapur.
ísraelski hermaðurinn játaði seint
um síðir að fullyrðing hans um að
Tom Hurndall hafi verið vopnaður
væri röng og hefði hann í reynd ver-
ið vopnlaus. Hermaðurinn var í
varðturni í töluverðri fjarlægð frá
Bretanum þegar hann skaut á hann.
Hermaðurinn hélt þvf fram að skot-
ið hefði verið á sig en hefur einnig
dregið þá yfirlýsingu til baka. Sak-
sóknari ísraelska hersins mun
ákvarða hvort hermaðurinn verði
ákærður fýrir manndráp eða minni
sakir eins og þær að hafa farið á svig
við reglur um beitingu skotvopna og
fyrir að ljúga að rannsóknarmönn-
um. ísraelsher hefur vaxandi áhygg-
ur af þeirri ímynd að hermenn hans
séu skotglaðir og stjórnlausir.
Fimmtungur allra þeirra sem Isra-
elsher hefur drepið eru börn, flest
hver frá Rafhah flóttamannabúðun-
um þar sem Tom Hurndall var
skotinn. Fjölskylda hans íhugar nú
að fara fam á úrskurð um að leyfa lífi
hans að fjara út en honum er haldið
á lífi í öndunarvél. Mánuði eftir að
Hurndell var skotinn í Rafhah var
breskur sjónvarpsmyndatökumað-
ur, James Miller, drepinn á sama
stað. ísraelsher hefur hvað eftir ann-
að frestað því að birta skýrslu um
rannsókn á því atviki. í síðustu viku
skaut ísraelsher á vopnlausa mót-
mælendur pg særði tvo.
Palestinskur maður með líflausan likama
fimm ára drengs í fanginu en isrelskir her-
menn drápu barnið að eigin sögn vegna
mistaka