Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2004, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2004, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 Fókus J3V Hvemig var myndin? Tár í augun „Mér fannst myndin vera alveg frábær og það komu tár fram í augun á mér. Sögusviðið þótt mér líka vera mjög skemmti- legt, sjáv- arþorp undir háu fjalli ekki ólíku því þar sem ég ólst upp á sín- um tíma,“ sagði Baldvin Tryggvason fv. sparisjóðsstjóri. Hann seg- ir leik systkinanna Ásláks og Snæfríðar Ingvarsbarna í myndinni vera mjög góð- an og hann sé það sem setið hafi eftir í hugskoti sínu að frumsýningunni lokinni. Dramatískt „Mér fannst myndin af- skaplega góð, til dæmis var myndatakan mjög góð en einnig aðal- lagið í mynd- inni sem er eftir Hilmar. Það fellur einkar vel að sög- unni,“ segir Brynjólfur Helgason framkvæmda- stjóri hjá Landsbanka ís- lands. „Sagan þótti mér vera dramatísk en engu að síður er þetta mjög fín og vel leikin kvikmynd." Brynjólfur Helgason. Áhrifamikil „Mér fannst þessi mynd alveg rosalega góð og áhrifa- mikil,“ sagði Sol- veig Pálma- dóttir há- skólanemi á Bifröst. „Mér fannst Ingvar E. Sigurðs- son mjög góður í þessari mynd, en sonur hans Áslákur var ekki síðri í sínu hlutverki. Það er því óhætt að fullyrða að þeir fegðar hafi átt stórleik í myndinni." Sólveig Pálmadóttir Meistara handbragð „Þetta var alveg stórfín mynd og mjög áhrifamikil. Einnig þótti mér hún vera vel leikin," segir Einar Kára- son rit- höf- Einar Kárasan. undur sem um dagana hefur skrifað handrit að ýmsum kvik- myndum. Hann segir þessa mynd vel gerða og meistaralegs handbragðs sjái stað í gerð hennar. Kvikmyndin Kaldaljós í leikstjórn Hilmars Oddsonar var frumsýnd í Háskólabíói í gær að viðstöddu fjölmenni. Bókin er byggð á samnefndri sögu eftir Vígdísi Gríms- dóttur og segir ífá ungum dreng sem heitir Grímur Há- mundarson og elst upp í litíu sjávarþorpi úti á landi. Hann er frábrugðinn flestum jafnöldrum sínum og hefur lítil samskipti við aðra jafnaldra sín, ef frá er talin systir hans. Grímur er þeim hæfileikum gæddur að skynja at- burði sem eiga eftir að gerast en hlutirnir sem hann sér eru þó flestir mjög óhuggulegir. Hann verður síðan fyrir miklu áfalli í æsku sem á eftir að hafa áhrif á allt líf hans. Það eru feðgarnir Ingvar E. Sigurðsson og Áslákur Ingvarsson sem fara með hlutverk Gríms, hvor á sínu æviskeiðinu, og þriðji fjölskyldumeðlimurinn fer einnig með hlutverk í myndinni en Snæfríður Ingvarsdóttir leik- ur systur Gríms. Þá leikur Kristjbjörg Kjeld stórt hlutverk í myndinni sem og Edda Heiðrún Bachman, Þórey Sig- þórsdóttir, Ruth Ólafsdóttir og Heiga Braga Jónsdóttir. Leikstjórinn heiðraður Leikarinn og söngvarinn Helgi Björnsson óskar leikstjóra Kaldaljóss, Hilmari Oddsyni, til hamingju á frumsýn- ingunni I Háskólabíói!gær. Myndin er gerð eftir samnefndri sögu Vig- disar Grímsdóttur og segir frá Grími Hámundarsyni, ungum pilti sem skynjaryfirnáttúrulega hluti og verður fyrir miklu áfalli íæsku. Eftir það fylgjumst við með honum reyna að takast á við nútiðina með for- tíðina á bakinu. Samfagnar félögum Rithöfundurinn og leikstjórinn Þráinn Bertels- son var mættur á frumsýningu Kaldaljóss til að sjá hvernig til hefði tekist hjá kollega hans Hilmari Oddsyni. Frumsýningargestum bar flestum saman um að myndin hefði tekist vel I alla staði. Stoltir aðalleikarar Aðalleikarar myndarinnar Kaldaljós heilsa hér gestum fyrir frumsýningu igær. Kristbjörg Kjeld fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni ásamt systkinunum Ásláki og Snæfríði sem eru börn Ingvars E. Sigurðssonar. Feðgarnir Áslákur og Ingvar leika Grlm Hámundarson, aðatpersónu sögunnar, hvor á sinu æviskeiði. Bræður bera sig vel Bræðurnir Bubbi og Tolli sjást hér ásamt framleiðenda myndarinnar, Friðriki Þór Friðrikssyni, á frumsýningunni i gær. Hverjir voru hvar Skemmtanahald um áramótin fór almennt vel fram og frekar fá- mennt var í miðbæ Reykjavíkur ef eitthvað er. Sumum skemmtistöð- um var einfaldlega lokað vegna fá- mennis en á öðrum stöðum var þó einhver fjöldi saman kominn tii að skemmta sér. Geirfuglarnir stóðu fyrir stórdansleik í Iðnó á gamlárskvöld og var margt um inanninn þar á bæ. Nokkur kunnuleg andlit létu sjá sig á svæðinu, með- al annars rithöfundurinn Friðrik Erlingsson og ný- krýndur íþróttamaður árs- ins Ólafur Stefánsson var mættur ásamt fyrrum félaga sínum úr handknattleiksliðinu Magden- burg í Þýskalandi, Stefani Kretzmar sem bókstaflega átti dansgólfið. Þeir félagar stigu svo upp á svið og tóku lagið saman líkt og leikarinn Atli Rafii Sigurðsson sem brá sér í hlutverk Lilla klifurmúsar á meðan hann var á sviðinu. Á meðan fylgd- ist kona Atla, leikkonan Brynhildur Guðjónsdóttir með af aðdáun ásamt fleiri félögum þeirra úr leik- arastéttinni. Þá var blaðamaðurinn Dögg Hjaltalín áberandi enda ef- laust að reyna að flnna eitthvað skemmtilegt umfjöllunarefni í næsta tölublað Viðskipta- blaðsins. Alþingismaðurinn Gunnar I. Birgisson brá sér úr Kópavogin- um eina kvöldstund til þess að sjá Geirfugl- ana líkt og reyndasti fallhh'fa- stökkvari Islands og fyrrum laganna vörður, Þórjón Pétursson, sem var að þessu sinni ekkert að æsa sig þótt menn tækju myndir. Samfylk- ingarfólkið var heldur ekki langt undan en alþingismaðurinn Katrín Júlfusdóttir tók netta sveiflu á dansgólfmu á með- an Evrópusinninn og skoðanabróðir hennar Eiríkur Bergmann Einars- son fylgdist með. Þá sást til Huldars Breiðfjörð og leikdrottningin Nína Dögg Filipusdóttir gekk giæsilega um að vanda. Plötustýran og fyrirsætan Sóley Kristjánsdóttir hélt þmsu partí á gamlárskvöld og var það afar vel sótt af fína og fræga liðinu í bland við minni spámenn. I partíinu voru með- al annarra Friðrik Weisshappel smið- ur og sjónvarpsmaður, Guðjón sem kenndur er við OZ, Magnús Jónsson sem var í Gus Gus en kallar sig nú Blake, fyrir- sætuparið Chioe Ophelia Gorbulew og Ámi Elliott, rappmógúllinn Ró- bert Aron Magnússon, Robbi Chron- ic, og Mæja kærasta hans. Þá leit Jón Páll tattúmaður inn ásamt kærustu sinni og Birta Bjömsdóttir fatahönn- uður var einnig á staðnum. Stuðmenn léku svo fyrir dansi á NASA fram eftir nóttu en þótti heldur fámennt á þeim slóðum. Þó sáust sjónvarps- þulumar Ellý Ár- manns og Eva Sólan spóka sig um meðal annarra óbreyttra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.