Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2004, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004
Sport DV
Sex sendir
heim
Guðmundur
Guðmundsson, landsliðs-
þjálfari í handknatdeik,
fækkaði á gamlársdag um
sex leikmenn í æfingahópi
landsliðsins íyrir EM. Þeir
sem duttu út í fyrstu
atrennu voru
Haukastrákarnir Andri
Stefan og Vignir
Svavarsson. Vilhjálmur
Halldórsson úr Stjörnunni,
Arnór Atlason úr KA,
Fannar Þorbjörnsson úr ÍR
og Valsmaðurinn Baldvin
Þorsteinsson. Allir íslensku
atvinnumennirnir eru á
heimleið þessa dagana og
munu hefja æfingar með
landsliðinu á næstu
dögum.
Spursvillfá
Mandni
Tottenham Hotspur er
talið hafa mikinn áhuga á
því að fá ítalann Roberto
Mancini sem næsta þjálfara
félagsins. Mancini þjálfar
þessa dagana lið Lazio og á
hann fjögur ár eftir af
samningi sínum við félagið.
Oreste Cinquini,
stjórnarmaður hjá Lazio,
segir að þrátt fyrir það só*
ekki víst að hann haidi *#>
áfram með liðið eftir
núverandi tímabil. Þeir :
ætla þó ekki að sleppa
honum fyrr en tímabilinu
lýkur og það gæti verið of
seint fyrir Tottenham.
Nistelrooyað
skrifa undir
Hollenski framherjinn,
Ruud Van Nistelrooy, sagði
sjónvarpsstöð Manchester
United í gær að hann
byggist við því að skrifa
undir nýjan samning við
féiagið á næstunni. „Ég á
ekki von á því að það verði
vandamál í
samningsgerðinni og þeim
gæti lokið mjög fljótlega. Ég
vil vera lengi hjá félaginu og
því vil ég skrifa undir sem
fyrst,“ sagði Nistelrooy en
Real Madrid er talið hafa M
mikinn áhuga á að kaupa
hann. Ekki lítur út fyrir að
hann fylgi Beckham til
Madrid eins og staðan er í
dag.
Hinn fertugi Karl Malone, sem nú spilar með
Los Angeles Lakers, hafði fyrir tímabilið
leikið 1434 af 1444 leikjum í boði á 19 ára
ferli sínum í NBA-deildinni í körfubolta.
Hnémeiðsli Malone eru líkleg til að senda
kappann á meiðslalistanní fyrsta sinn á
sínum ótrúlegum íþróttaferli.
Enginn pnstun
í Lns Angeles
Karl Malone missti aðeins úr samtals
10 leiki á átján ára ferli sínum hjá Utah
Jazz áður en hann fór yfir til Los Angel-
es Lakers í sumar til þess að ná í NBA-
titilinn þeim eina sem hann hafði aldrei
komist yfir á sigursælum ferli sínum.
Malone, sem í vetur varð fyrsti fertugi
leikmaðurinn til að ná þrefaldri tvennu
í leik, hefur skorað 14,0 stig, tekið 9,5
fráköst og gefið 3,7 stoðsendingar í leik
en meðaltölin lækkuðu aðeins í leik
gegn Phoenix 21. desember síðastliðinn
þegar að hann meiddist illa á hné eftir
aðeins 4 mínútur.
Alvarlegri meiðsli
Þessi meiðsli eru aivarlegri en í fyrstu
var talið og nú bendir allt til þess að
Póstmaðurinn fari á meiðslalistann í
fyrsta sinn á 19 ára ferli. Karl Malone
fékk fljótlega á sínum ferli viðumefnið
Póstmaðurinn sökum þess að það var
hægt að treysta á að hann skilaði
boltanum í körfuna kvöld eftir kvöld líkt
jafnörugglega og menn vissu að
pósturinn kæmi hvern dag.
„Það lítur út fyrir að ég þurfa að fara
á listann en mér líkar það ekki,“ sagði
Malone sem hefur þegar missti úr fjóra
leiki, meira en hefur áður misst úr á
sama tímabiii. Af þessum tíu leikjum
sem hann hafði ekki spilað hjá Utah
Jazz voru fjórir þeirra vegna leikbanna
og aðeins sex vegna meiðsla.
Niðurdrepandi
„Þetta er vissulega niðurdrepandi
tímar því ég vildi vera að spila með
strákunum en það sem skiptir mestu
máli núna er að ná sér góðum af þess-
„Ég veit líka að maí og
júní eru mikilvægari
mánuðir en desember
og janúar og við ætlum
að passa upp áað ég
fari ekki offljótt afstað
áný."
um meiðslum. Að missa af jafnmörgum
leikjum og ég hafði gert samtals á mín-
um langa ferli er vissulega erfitt að
kyngja. Ef ég gæti hlaupið á milli vítalín-
anna þá myndi ég spila en ég get það
ekki. Eg veit líka að maí og júní eru mik-
ilvægari mánuðir en desember og janú-
ar og við ætlum að passa upp á að ég fari
ekki of fljótt af stað á ný,“ sagði Karl
Malone um meiðslin sín í gær.
Fox aftur inn í liðið
Fari Karl Malone á meiðslalistann
gæti það verið leiðin inn í Lakers-liðið
fyrir Rick Fox sem hefur ekkert leikið
með liðinu síðan að hann meiddist í
úrslitakeppninni síðasta sumar.
Þegar leikmenn fara á þennan
umrædda meiðslalista þurfa þeir að
vera þar í minnst 5 leiki og þar sem
Malone hefur þegar misst úr þrjá leiki
getur hann fyrst komið inn í iiðið í
heimaleik gegn Lebron James og
félögum hans í Cleveland. Malone væri
þá búinn að missa úr 6 af 16 leikjum á
sínum ferli á þessu eina ári sínu í
búningi LA Lakers. ooj@dv.is
Nýr og mýkri Roy Keane
Fyrirliði Manchester United, Roy
Keane, er ekki allur þar sem hann er
séður. Þetta annálaða hörkutól
hefur mýkst með árunum og nú er
síðasta vígið fallið. Hann er
byrjaður að stunda yoga.
Keane fer í yoga-tíma tvisvar í
Hanskarnir af Roy Keane er búinn að
leggja boxhönskunum og er byrjaður að
iðkayoga ístaðinn.
viku ásamt Ryan Giggs, Gary Neville
og David Bellion. Hann vill endilega
að fleiri leikmenn liðsins mæta með í
yoga-tíma.
Ástæðan er sú að Keane telur
yoga hjálpa sér í sambandi við
meiðsli en Keane hefur átt í
stöðugum vanda með mjöðmina á
sér undanfarin ár.
„Ég reyni alltaf að fara í tíma
daginn eftir leik og svo tveim dögum
fýrir leik,“ sagði Keane. „Tímarnir
eru líkamlega erfiðir en við finnum
allir hverju þetta er að skila okkur.
Verkirnir eru margir hverjir horfnir.
Þetta tekur líka mikið á þar sem
líkaminn er að venjast þessum nýju
æfingum. Konan sem kennir okkur
segir að það taki mörg ár að venjast
þessu þar sem líkaminn er vanur því
að gera vitlausa hluti."
Keane segir að líkami sinn höndli
mun betur álagið í ensku
úrvalsdeildinni nú en áður en
þvertekur þó fyrir að hann ætli að
leika aftur með írska landsliðinu.
Hann þurfi á nauðsynlegri hvfld að
halda. henry@dv.is
Haldið aftur af reiðum Roy Þetta hefur ekki verið ókunnugleg sjón Ienska boltanum
siðustu ár. Hún sést þó æ sjaldnar enda er Keane orðinn mjúkur og rólegur maður.