Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2004, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 Fréttír DV Átakvegna lyfja- ostnaðar Starfshópur sá sem Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra skipaði í fyrra til að gera átak í að draga úr lyfja- kostnaði hins op- inbera hefur skilað áfangaskýrslu sem kynnt verður á blaða- mannafundi í næstu viku. Samkvæmt heimildum DV kemst starfshópurinn að þeirri niðurstöðu að hægt sé að ná verulegum sparn- aði á þessu sviði með því m.a. að auka samkeppni og ná niður álagningu á lyfjum hérlendis. Helmingi dýrari Starfshópurinn hefur skoðað öll lyfjamál í heil- brigðisgeiranum og lagt áherslu á að kanna, annars- vegar val á lyfjum og hins- vegar verðmyndun á lyfj- um. Ef skoðaðar eru tölur um lyfjakostnað hér og hann borinn saman við lyfjakostnað í nágranna- löndum okk- ar, einkum Norður- jam löndun- um, kem- ur í ljós . M aðlyf 4Í kosta meira á íslandi í nær öllum tilfellum án þess að augljósar ástæður liggi þar að baki. Skortur á samkeppni Meðal helstu niður- staðna sem starfshópurinn kemst að sem orsök að háum lyfjakostnaði er skortur á samkeppni. Nú séu aðeins tvö „regnhlífa- samtök" á sviði heildsölu og aðeins tvö á sviði smá- sölu. Þessir aðilar skipta svo upp á milli sín markað- inum. Nefnd verða dæmi um að þau lyfjafyrirtæki sem stunda lyfsölu á er- lendum mörkuðum eru að bjóða allt önnur og lægri verð erlendis en hérlendis fyrir sambærilega vöru enda í bullandi samkeppni á þessu sviði erlendis. Minnkandi samkeppni Nefnt er tii sögunnar að á tímabilinu frá 1996 og til aldamóta hafi verið tölu- verð samkeppni á lyfja- markaði hérlendis og það hafi skilað sér til sjúkrahúsa og almennings. En síðan salan komst á hendur æ færri að- ila á síð- ustu árum hafi þessi mál þró- ast í þveröf- uga átt. Mikil umræða er nú í þjóðfélaginu vegna niðurskurðar og uppsagna í heilbrigðiskerfinu. í þessari umræðu nú virðist enginn hafa áhuga á að ræða sparnað þann sem hægt er að ná með því að draga úr lyfjakostnaði ríkisspítalanna og al- mennings. Samkvæmt lauslegri könnun DV virðist þannig auðvelt að spara um það bil milljarð króna á ári í opinbera heilbrigðiskerfinu ef hægt væri að fá lyfsala til að draga úr álagningu sinni. Við þann sparnað gætu einnig bæst stórar upphæðir sem lyfsalar og lyQafyrirtæki græða á lyfjum til almennings. Töluverð umræða varð á Alþingi á síðasta ári unr fákeppni sem myndast hafði á smásölumarkaði lyfla á sama tíma og samþjöppun hefði orðið á öðrum sviðum lyfsölu eins og framleiðslu og heildsölu. Meðal þeirra sem til máls tóku var Hjálmar Árnason þingmaður Framsóknarflokksins. Fram kom í máli hans m.a. að það væru læknar sem sem efndu til útgjalda. Lyfja- fyrirtækin verðu háum upphæðum til að kynna ný lyf fyrir læknum og fyrir lægi að læknar hérlendis ávís- uðu á dýrustu lyfin þótt ódýrari samheitalyf væru fyrir hendi. Þá lægi ennfremur fyrir að læknar tækju á móti dýrum veislum og ut- anlandsferðum á kostnað lyfjafyrir- tækjanna. „Ég tel að þetta fyrir- komulag sé siðferðilega rangt" seg- ir Hjálmar og bentir á að 1% sparn- aður í lyfjakostnaði hins opinbera næmi um 130 milljónum króna. Samkvæmt því mætti auðveldlega spara um milljarð ef hægt væri að ná lyfjakostnaðinum niður um 10%. Hjálmar Árnason segir að lyfja- kostnaður þjóðfélagsins nemi nú 13-15 milljörðum kr. á ári. „Það eru læknarnir sjálfir sem ráða hvaða lyf eru seld og notuð og þetta er mikið vald sem þeir hafa,“ segir hann. Dæmi um yfir 100% verð- mun í framhaldi af umræðunni á Al- þingi sömdu þau Sigurður B. Þor- steinsson yfirlæknir deildar lyfja- mála og Rannveig Einarsdóttir yfir- lyfjafræðingur greinargerð um mál- ið til lækningaforstjóra Landspítal- ans-háskólasjúkrahúss (LSFI). Fram kemur m.a. í greinargerðinni að allt að yfir 100% verðmunur er á lyíjum hérlendis miðáð við sömu lyf í Noregi og Svíþjóð. I greinargerðinni segir: „Lyfja- umboðsmenn sækja til lyfjaverðs- nefndar um verð á lyf sem þeir hyggjast markaðssetja f kjölfar skráningar. Vinnuregla lyfjaverðs- nefndar er sú að fengið er verð við- komandi lyfs frá nágrannalöndum okkar. Nefndin heimilar síðan 15% hærra verð en meðaltal þeirra landa sem skoðuð eru og er það óháð verði lyfsins. Ef lyfið er dýrt er um umtalsverðar upphæðir að ræða. Spyrja má: Er þessi sjálfvirki verðmunur eðlilegur? Á hvaða rök- um er hann byggður? Smæð mark- aðarins og meiri flutnings- og dreif- ingarkostnaði hefur verið borið við en hvorugt stenst í dag. Einkum og sér í lagi varðandi S-merkt lyf þegar viðskiptavinurinn er aðeins einn (LHS), notkun lyfsins fyrirsjáanleg, birgðahald því auðvelt og fyrningar nánast engar. Það hlýtur að vera krafa spítalans að þessi regla sé endurskoðuð í ljósi þessa.“ Verðin oftast hærri Þau Sigurður og Rannveig taka alnæmislyf sem dæmi um verð- mun á milli íslands, Noregs, Dan- merkur og Svíþjóðar. Þar kemur fram hvað varðar skráðu lyfin að verðmunur á þeim hérlendis og er- lendis er oftast hærri en fyrrgreind 15%. Hvað samanburð við Svíþjóð varðar t.d. á skráðum alnæmislyfj- um eins og Crixivan, Epivir, Stocr- in og Retrovir kemur í ljós að hann liggur á bilinu frá tæplega 20% og upp í rúmlega 70%. Einnig nefna þau dæmi um mikinn verðmun á dýru lyfi, Ceprotin sem skráð er á Islandi og notað m.a. fyrir fárveika sjúklinga sem eru í sýkingarlosti með blóðstorkusótt. Með því að gefa þetta lyf má bæta horfur tölu- vert. Tveggja sólarhringa meðferð kostar fyrir einn sjúkling á íslandi tæpar 3,2 milljónir kr. I Noregi er kostnaðurinn 15,5% minni, í Dan- mörku 20% minni og í Svíþjóð er kostnaðurinn tæplega 43% minni. Einnig er tekið dæmi um lyf sem lækkar við skráningu. Um er að ræða lyfið Gilvec sem notað er við langvinnu hvítblæði og ákveðnum æxlum í þörmum. Hef- ur þetta lyf reynst tímamótalyf á þessu sviði. Lyfið var skráð 1. júní í fyrra og kostaði ársmeðferð fyrir einn sjúkling rúmlega 3,5 milljónir kr.. Eftir skráningu féll verð þess niður í 2,8 milljónir kr. eða lækkun um rúmlega 700.000 kr. Sam- kvæmt upplýsingum frá innflytj- enda er verð þessa lyfs hérlendis tæplega 7% hærra en meðalverð á Norðurlöndunum. Ekkert verðeftirlit með óskráðum lyfjum Fram kemur í greinargerðinni að ekkert verðlagseftirlit er með óskráðum lyfjum hérlendis sem flutt eru inn á undanþáguheimild- um. Þessi lyf er nær undantekn- ingalaust dýrari á íslandi en á hin- um Norðurlöndunum og munar oft miklu. „Yfirleitt er beitt fjöllyfjameðferð með þessum lyfj- um sem er mjög dýr og vegur hvert prósentustig þungt í lyfja- kostnaði spítalans. Við verðlagn- ingu óskráðra lyfja eru öll vopn slegin úr höndum spítalans, engin samkeppni um verð, ekkert há- marksverð, útboðsleiðin ófær og því enginn annar úrkostur en borga það sem upp er sett. Ekki er hægt að neita að kaupa lyfið því Starfsfólki bent á að vísa blaðamönnum á forstjóra í stað þess að láta álit sitt í ljós Starfsfólki Landspítalans s Nokkurs titrings gætti meðal starfsfólks Landspítala í gær en þá fóru að berast uppsagnarbréf til þeirra sem sagt var upp störfum. Á endurhæfingadeild spítalans í Kópavogi fengu bæði sálfræðingar, sjúkraþjálfarar og félagsfræðingar bréf um starfslok eða hluta vinnu- hlutfalls var lækkað. Þannig var sál- fræðingum fækkað um 0,8% sem skiptist niður á fjóra sálfræðinga en vinnuhlutfall hvers þeirra dregst saman um 20% Á endurhæfingadeildinni var reiknað með að öllum yrði sagt upp en einhverjar tilfærslur verða í starfi en eins og fram hefur komið verður deildinni lokað. Samkvæmt heim- ildum DV verður hún sameinuð endurhæfingunni á Grensás en fyr- irhugað er að öll endurhæfing á spít- alanum verði þar til húsa. Óvíst er hvað verður um húsnæðið en þar er nýleg sundlaug sem mikla barátta kostaði að fá á síðasta áratug. Auk þess þýðir sú ráðstöfun að sjúkling- ar verða að sækja alla þjónustu á Grensásdeildina en það eru alls ekki allir færir um það. Má ekki ræða við blaðamenn DV ræddi við móður sem á son á spítalanum í Kópavogi sem þarf á aðstoð sjúkraþjálfara að halda alla daga vikunnar. Hún segir ef hann eigi hreinlega að geta dregið andann hjálparlaust þurfi hann meðhöndl- un sjúkraþjálfara daglega. Heil- brigðisráðherra hefur lýst því yfir að þessi niðurskurður muni ekki bitna á sjúklingum, þeir muni fá þá þjón- ustu sem þeir þurfi. Það fé sem til þess þarf mun samkvæmt því verða tekið úr einhverjum öðrum vasa. Guðný Jónsdóttir yfirsjúkraþjálf- ari á endurhæfingadeildinni í Kópa- vogi sagðist því miður ekki getað tjáð sig þrátt fyrir eindreginn vilja þar um. Fyrirmæli hafi komið frá forstjóra um að öllum spurningum yrði vísað á skrifstofu forstjóra. „Ég er enn starfsmaður spítalans og hlýði þeim fyrirmælum þrátt fyrir að ég hafi líklega engu að tapa þar sein staða mín verður lögð niður," sagði Guðný í samtali við blaðamann sem heimsótti deildina. Foreldrar vanir óvissunni Ólafur Kristinsson stjórnarmaður í Foreldra - og vinafélags Kópavogs- hælis segir þetta ástand alls ekki nýtt. Það hafi legið í loftinu lengi að loka endurhæfingadeildinni og jafn- an kostað miklar áhyggjur foreldra þegar sú umræða hafi farið af stað. „Allt frá 1990 þegar breyting varð á rekstri Kópavoghælis hefur bæði starfsfólk og foreldrar haft óttann hangandi yfir sér," segir Ólafur en hann átti dóttur búsetta á spítalan- um sem lést í fyrra. Ólafur bendir á að Foreldra - og vinafélagið hafi átt frumkvæði að því að byggð var sundlaug á staðnum og var hún kostuð að mestu leyti með fjáröfiun og frjálsum framlögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.