Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2004, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2004, Blaðsíða 20
20 MIÐViKUDAGUR. 21. JANÚAR 2004 Fókus DV „Ég er fæddur í Reykja- vík 28. nóvember 1979. Byrjaði ævina í Rauðalæk Aldur og fyrri störf og flutti þaðan sem smá- barn uppí Hraunbæ og var þar til fimm ára aldurs oghef verið í Ár- bæn- um alla tíð síðan. Jóhannes Asbjörns- Gekk son sjónvarpsmaður. þar af leið- andi í Árbæjarskóla á árun- um 1985-1995. Félagsmið- stöðin Ársel var svona eig- inlega mitt annað heimili þar sem ég var þar öllum stundum. Eftir árin mín í Árbæjarskóla fór ég í Versló haustið 1995 og mér gekk alltaf vel í skólanum. Tók ég þátt í Nemendamótun- um öll árin mín í skólanum ásamt fleiru. Útskrifaðist þaðan árið 1999 og náði þar fyrstu einkunn, sem var takmarkið. Svo eftir Versló slysaðist ég bara inn í fjöl- miðla þar sem Pálmi Guð- mundsson hringdi í mig. Hann vildi fá okkur Simma til þess að stjórna morgun- prógrammi og byrjuðum við með þáttinn 70 af því hann var frá klukkan sjö til 10 alla virka morgna. Náð- um við toppnum í hlustun þegar við vorum með síma- hrekkina okkar sálugu og mætti segja að þeir hafi gert þennan þátt vinsælan. Við stjórnuðum þessum þætti fram í ágúst 2000 en þá var Mono lögð niður. Þá var ég á smá krossgötum. Björn Þórir Sigurðsson vildi fá okkur Simma til þess að vera með þátt á PoppTíví. Úr varð að við bjuggum til sjónvarpsþáttinn 70 mínút- ur og fórum að gera faldar myndavélar í stað síma- hrekkja. Árið 2002 fer ég til Ítalíu með Ólínu, kærust- unni minni, og halda þá Simmi, Sveppi og Auddi áfram með þáttinn. Árið 2003 byrjaði ég f Tæknihá- skólanum og svo fljótlega eftir að ég var byrjaður þar var enn og aftur haft sam- band við mig og það var orðað við okkur Simma að taka að okkur þetta Idol- prógramm sem er viða- mesta verkefni sem Stöð 2 hefur lagt út f. Ég var skept- ískur á þetta fyrst þar sem ég ætlaði að standa mig í skólanum en blessunarlega stukkum við á þetta og hef- ur gengið vel að tvinna þetta saman við námið og prófin gengu fínt. Núna er ég bara í mínum skóla og ef allt gengur að óskum þá byrjum við á Idol stjörnu- leit 2 í ágúst 2004.“ Hljómsveitin Mínus kom, sá og sigraði íslenska tónlistarmarkað- inn á síðasta ári. Strákarnir voru duglegir að spila vítt og breitt um heiminn og fjöldi við- tala og greina birtist um þá í er- lendu músíkpressunni. Það er mál manna að Mínus sé næsta stórhljómsveit íslands sem mun láta mikið að sér kveða erlendis á næstu árum. Þórólfur Árnason borgarstjóri veitti þeim til að mynda útrásarverðlaun Reykja- víkur Loftbrúar fyrir skemmstu en í verðlaununum felst styrkur til að hljómsveitin geti komið undir sig fótunum erlendis. „Þessi fjárfesting gefur mikla möguleika til útrásar og atvinnu- tækifæra fyrir tónlistarmennina og ekki síður mikillar og já- kvæðrar kynningar fyrir Reykja- víkurborg og ísland,“ var meðal þess sem borgarstjórinn sagði við veitingu verðlaunanna. Þarna hitti borgarstjórinn naglann á höfuðið því Mínus hef- ur vissulega stuðlað að mikilli landkynningu. í nýjasta hefti tónlistartímaritsins Bang er t.d. fjögurra blaðsíðna umfjöllun um piltana þar sem þeir benda les- endum á þá staði í Reykjavík sem þeir kunna mest að meta. Þar er t.d. fjallað um hass og homma í Öskjuhlíðinni, kókaín- brjálaðar kerlingar á Vegamót- um og pulsuát forsætisráðherra. Hvort um jákvæða eða neikvæða landkynningu sé hér að ræða skal ósagt látið en hún var ann- ars eitthvað á þess leið: Lögreglustöðin í Reykjavík Krummi: „Þröstur bassaleikari keyrði heim eftir tónleikana okkar í gær en var búinn að drekka og klessti á kyrrstæðan bíl. Þegar löggan kom reyndi 1*1 ’"»*» hann að flýja þannig að hann kom sér í enn verri mál.“ Bjami: „Svo fundu þeir eitthvað af dópi í framsæt- inu hjá honum." Krummi: „Hann er þess vegna í fangelsi núna. En þetta er ísland og lögg- urnar hérna eru ágætar. Þegar ég spurði þær hvort hann væri í miklum vandræðum út af þessu sögðu þeir bara að hann væri ágætis náungi og að hann þyrfti bara að sofa úr sér. Svo spurðu þeir mig hvort ég væri í Mínus líka. Þegar ég sagðijá sögðu þeir bara að við rokkuðum!" Bjarni: „Hann var heldur ekki nteð bíl- próf - þeir eru búnir að stoppa hann svo oft að þeir tóku það af honum." Bjössi: „Þetta er ekkert maður, þegar við vorum í New Orleans miðuðu löggurnar byssu í andlitið á honum en hann hélt samt ekki kjafti." Frosti: „Við ætlum bara aðeins að líta inn og heilsa upp á hann - þeir sleppa hon- um seinna í dag þegar hann er orðinn edrú. Hann fær bara sekt eða eitthvað sem hann á hvort sem er aldrei eftir að borga. Þröstur er alltaf svona.“ 2. Kaffibarinn Bjössi: „Við komum nú venjulega ekki hingað en hinn staðurinn okkar er ekki bú- inn að opna enn þá. Hérna hittast allir „trendy" Reykvíkingarnir. Frosti: „Þröstur komst á forsíður blað- anna fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar hann tók myndir af náunga sem er mikið í sjónvarpinu á ís- landi hérna inni á staðnum. Þeir hafa þær reglur að það megi ekki taka myndir hérna inni en hann gerði það samt og slagsmál brutust út. Þröstur kýldi hann í andlitið og myndin var í öllum blöðum. Það var frekar fyndið," segir Frosti og vísar slagsmála Þrastar og Friðriks Weis- happel síðasta sumar. 3« Öskjuhlíð Bjami: „Einu sinni komum við alltaf hingað til að reykja hass. Það er nokkuð ör- uggt því allir aðrir sem koma hingað eru hommar í leit að kynh'fi. Þeir sitja inn í bflnum sínum og blikka ljósunum til að sýna að þeir hafl áhuga. Einu sinni sátum við alltaf hérna útúrfreðnir og blikkuðum ljósunum, til að stríða þeim.“ Bjössi: „Svo var Frosti vanur að fara út úr bflnum og hverfa í langan tíma..." 4. Devitos Pizza Bjössi: „Hérna fæst besta pizzan í bæn- um en þjónustan er algert prump. Síðast þegar ég kom þurfti ég að bíða í 10 mínút- ur á meðan gaurarnir voru í símanum. Á endanum fór ég bara eitthvað annað en smakkaðu pizzuna maður. Hún er „fokkin'1 frábær." Bjami: „Þessi staður er örugglega búinn að vera \ hérna í 10 ár.“ Frosti: „Við komurn reglu- hon * Davíð Oddsson forsætisráðherra Ari Alexander kvikmyndaleikstjóri Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur verið duglegur undanfarið við að K8mp|iH| gagnrýna allt og alla. Jón Ásgeir má ekki eiga fjölmiðlana ■AáiÍÍÍlÉH og Jón Ólafs er bara skattsvikari að hans mati. Ari Alexand- er leikstjóri er hins að dúlla sér við að gera bíómynd um íslenskar hljómsveit- ir sem hann ætlar að frumsýna á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Ari vinnur með Sigurjóni Sighvatssyni framleiðanda en hann var félagi Jóns Ólafssonar í Norðurljósum og Davíð hlýtur þar með að vera á móti honum. Verst að þessir tveir eru svona andskoti líkir. Robbie Williams finnur formúluna aö sannri hamingju Hættur að stunda skyndikynni Poppstjaman Robbie Willams segist þessa dagana vera glaður með lífið og tilveruna vegna þess að hann hefur hætt að stunda skyndikynni og einnar nætur gam- an. Hann segist hafa uppgötvað formúluna að sannri hamingju og þess vegna ætlar hann að yftrgefa Los Angeles, þar sem hann er bú- settur nú, við fyrsta tækifæri. „L.A. er borg sem er uppfull af kynlífi en það er ekki þess vegna sem ég ætla að flytja. Ég er á stað í lífinu þar sem mig langar til þess að finna hina einu sönnu konu í lífi mínu. Mig langar til þess að vera hamingjusamur og eignast börn en um leið og það gerist mun ég flytja frá Beverly Hills. Ástæðan er ein- föld - öll börn sem alast upp í Beverly Hills eru óhamingjusöm. Fyrstu ár barna eru gríðarlega mik- ilvæg fyrir líf þeirra og ég vil ekki að börnin mín upplifi allt sem L.A. hefur upp á að bjóða fyrir 10 ára aldur," sagði Robbie í nýlegu við- tali við tímaritið Story. Þar kom einnig fram að hann ætlaði að ala börn sfn upp einhvers staðar á sveitasetri á Bretlandseyjum þegar þar að kæmi. Búinn að finna hamingjuna Robbie Willi- ams segist hafa fundið galdurinn við að vera hamingjusamur. Galdurinn er að stunda ekki skyndikynni og stefnir Robbie nú á að finna hina einu sönnu og eignast fjölskyldu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.