Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2004, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2004, Blaðsíða 27
DV Fókus MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 27 Sjónvarpsþátturinn The L Word var frumsýndur um helgina í Banda- ríkjunum. Þættinum hefur verið líkt við Sex and the City þar sem þáttur- inn fjallar um nokkrar velstæðar ungar og fallegar konur í stórborg- inni sem vita ekkert skemmtilegra en að tala um kynlíf. Munurinn á þátt- unum liggur þó í kynhneigð stúlkn- anna þar sem vinkonurnar í The L Word eru allar lesbískar. Samkynhneigð stúlkna tísku- fyrirbæri? Raunar var allt orðið vitlaust vest- anhafs áður en að fyrsti þátturinn fór í sýningu þar sem áhyggjufullir for- eldrar og kristnir bókstarfstrúar- menn fóru fremst í flokki. Þessir aðil- ar vilja meina að þættirnir ýti undir samkynhneigð ungra stúlkna sem að þeirra sögn er að verða tískufyrir- brigði og benda t.d. á gjörðir Britney Spears og Madonnu máli sínu til stuðnings. Aðrir benda hins vegar á þá staðreynd að í Bandaríkjunum sé mikill fjöldi samkynhneigðra para og þættirnir opni augu almennings fyr- ir þeirri staðreynd. Flestir voru þó sammála um að þátturinn hafi gefi ekki alveg rétta ímynd af lesbíum þar sem allar stúlkurnar í þættinum voru gullfallegar. Á þetta hafa gagn- rýnendur the L Word bent og sagt að þættirnir séu fyrst og fremst ætlaðir fyrir karlmenn sem vilja sjá konur elskast. Nektin ekki spöruð Það má svo sem vel vera enda var ekki verið að spara nektar- og kyn- lífssenurnar í fyrsta þættinum. Með- al þess sem fyrir augu bar var kynlífs- sena milli þriggja kvenna þar sem engu var haldið leyndu. Öll þessi brjóst og læri vöktu víst óhug meðal margra áhorfenda þótt einhverjir hafi eflaust fagnað - sérstaklega vakti framferði Ieikkonunnar Jennifer Beals athygli þar sem feimnin var greinilega ekkert að há henni. Jenni- fer þessi gerði garðinn frægan fyrir 20 árum í kvikmyndinni Flashdance en hefur nú snúið sér að því að leika Iesbíska Los Ahgeles gellu. Herferð er riú hafin til þess að fá þáttinn tekinn af dagskrá en fram- leiðendur þáttanna segja það þó ekki koma til greina. Hvert framhaldið verður ræðst síðan þegar fram líður en víst er að þessi fyrsti þáttur The L Word hefur náð að vekja mikla at- hygli á þáttaröðinni. Svo er bara að bíða og sjá hvort einhver af íslensku sjónvarpsstöðvunum taki þáttinn ekki til sýninga fljótlega. DY. Fáðu áskrift Sími 550 5000 askrift@dv.is www.visir.is Nýtt DV sex morgna vikunnar. Ekkert kynningartilboð. Engin frídreifing. Mánaðaráskrift 1.995 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.