Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2004, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004
Fréttir 0V
í haldi fyrir
nauðgun
Rúmlega fertugur ís-
lendingur er nú í haldi lög-
reglunnar í Osló sakaður
um að hafa nauðgað tveim-
ur samstarfsstúlkum sínum
um borð í ferjunni M/S
Color Festival sem siglir
milli Hirtshals í Danmörku
og Osló. Báðar eru stúlk-
urnar rétt rúmlega tvítugar
og átti önnur nauðgunin
sér stað s.l. sunnudagsnótt
en hin fyrir um viku síðan.
Helge Otte Mathisen
upplýsingafulltrúi Color
Line, útgerðar ferjunnar,
segir að ekki sé ástæða til
að draga í efa frásagnir
stúlknanna enda hafi ís-
lendingurinn bókstaflega
verið gripinn með buxurn-
ar á hælunum. „Þar að auki
var hann undir áhrifum
áfengis sem er brot á starfs-
reglum okkar," segir Helge.
Islendingurinn hefur
verið til yfirheyrslu hjá Os-
lóarlögreglunni í gærdag en
ekki var komin ákvörðun
um ákæru síðdegis í gær.
Tók áskorun
Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir, menntamálaráð-
herra, hefur
tekið áskorun
Röskvu og
mun mæta á
opinn fund
með stúdent-
um næst-
komandi
þriðjudag í
Háskóla Is-
lands. Röskva telur nauð-
synlegt að nýr mennta-
málaráðherra skýri stefnu
sína í málefnum Háskólans
bæði hvað varðar skóla-
gjöld og fjöldatakmarkanir.
Loðnuveiðar
leyfðar
Sjávarútvegsráðuneytið
felldi í gær úr gildi tíma-
bundið bann við loðnu-
veiðum. í rannsóknarleið-
angri urðu skipverjar á
Árna Friðrikssyni varir við
nýja loðnugöngu djúpt NA
af landinu, en á þeim slóð-
um hefur skipið verið við
rannsóknir og mælingar.
Þeim er ekki að fullu lokið,
en þó liggur fyrir að mati
ráðuneytisins að ekki er
þörf á veiðistöðvun. Ráðu-
neytið segir að fyrir viku-
lokin ætti endanlega afla-
mark á yfirstandandi vertíð
að liggja ljóst fyrir.
Átján taldir af
Leit hefur verið hætt að
skipverjum á flutningaskip-
inu Rocknes sem hvolfdi í
grennd við Björgvin í Nor-
egi í fyrradag. Tólf mönn-
um var bjargað. Þrír hafa
fundist látnir og fimmtán
skipverjar voru í gær taldir
af. Af þeim eru 16 frá Fil-
ippseyjum, einn frá Noregi
og einn frá Þýsklandi.
Ríkislögreglustjóri hefur ákært Bjarna Sigurðsson lögfræðing og fyrrverandi fast-
eignasala fasteignasölunnar Holts í Kópavogi fyrir einhver mestu fjársvik sem upp
hafa komið á siðari árum.
Embætti ríkislögreglustjóra hefur ákært Bjarna
Sigurðsson lögfræðing fyrir stórfelld fjársvik
þegar hann rak fasteignasöluna Holt í
Kópavogi. Um er að ræða eitt stærsta
fjársvikamál síðari ára og nema svikin
alls um 160 milljónum króna.
Bjarna er gefið að sök að hafa
stundað fjársvik og skjalafals að upp-
hæð 96 milljónir. Auk þess er fjár-
dráttur Bjarna talinn nema 62 milljón-
um króna og honum er jafnframt gef-
ið að sök að hafa svikist undan
greiðslu virðisaukaskatts að upphæð
2,8 milljónir króna.
Bjarni gaf sig fram við yfirvöld í
byrjun nóvember árið 2002 og viður-
kenndi þá að hafa dregið að sér um 80
milljónir frá viðskiptavinum, í flest-
um tilfellum frá seljendum fasteigna.
Rannsókn málsins hefur síðan leitt í
ljós að upphæðin er mun hærri.
Samkvæmt heimildum DV hófust
brotin þannig að Bjarni „fékk lán“ hjá ein-
um viðskiptavini og velti svo boltanum
áfram með því að fá ný og ný lán með keðju-
verkandi hætti. Hann mun hafa látið framselja
sér húsbréf gegn því að aflétta ýmsum skuld-
um af fasteignum. Eftir það fékk hann
verðbréfasala til að fjámagna við-
skiptin fyrir sig á meðan hann
var að aflétta veðun-
um. I sumum til-
fellum varbréfun-
um ekki skilað
og heldur ekki
peningunum.
Bjarni gafsig fram við yfirvöld
i byrjun nóvember árið 2002
og viðurkenndi þá að hafa
dregið að sér um 80 milljónir
frá viðskiptavinum,
Kærði til lögreglu
Það má segja að málið hafi byrjað þegar einn
viðskiptavina fasteignasölunnar kærði Bjarna
snemma árs 2002 fyrir skjalafals tengt húsbréfa-
viðskiptum sínum. Hann fékk um síðir greitt það
sem honum bar en kærði málið engu að síður til
lögreglu. Málið hafði verið til rannsóknar hjá lög-
reglunni í Kópavogi um átta mánaða skeið þegar
önnur mál tengd Bjarna komu upp hjá lögreglu;
svo sem vanskil á virðisaukaskatti og fleira. Þá var
talið að um 15 manns hefðu verið sviknir en sú
tala mun vera nokkuð hærri.
Fasteignasalan var úrskurðuð gjaldþrota
skömmu síðar og námu kröfur í þrotabúið rúm-
um 100 milljónum króna. Skiptafundur í búinu
verður á næstu vikum. fbúðalánasjóður ákvað í
fyrra að greiða bætur til níu manns sem höfðu
orðið fyrir fjárhagstjóni vegna mistaka stofnunar-
innar við afgreiðslu fasteignaveðbréfa sem tengj-
ast máli fasteignasalans. íbúðalánasjóður, Verð-
bréfastofan auk nokkurra fyrri viðskiptavina fast-
eignasölunnar leggja fram bótakröfur í málinu.
Ákæran yfir Bjarna Sigurðssyni verður þingfest
í Héraðsdómi á næstunni.
arndis@dv.is
Spítalarnir í fýlu!
Svarthöfði nær ekki einu sinni
að hrista höfuðið yfir fréttum af
niðurskurði í heilbrigðiskerfinu.
Það er eins og þetta fólk sem ræðir
málið hafi allt farið öfugum megin
fram úr rúminu. Auðvitað þarf heil-
brigðiskerfið aðhald. Þetta vita allir
og síðar í blaðinu má lesa um það
að hér á íslandi borgum við helm-
ingi meira fyrir lyfin og að Islend-
ingar gætu sparað milljarð ef við
tækjum rétt á lyfjarisunum. Þetta
er mergur málsins. Heilbrigðiskerf-
ið er ekki nógu vel rekið.
En yfirmenn spítalanna ákveða
frekar að fara í fýlu en að horfast í
augu við vandamálið og ná tökum
á rekstrinum. Þeir minna á hjón
sem sitja og rífast yfir matarborðið
yfir háum matarreikningum. Kon-
an segir kannski að það gangi bara
ekki að þau séu að eyða 200 þús-
und í mat á mánuði þegar hægt sé
að fá það ódýrara. Karlinn lætur
eins og hann komi af fjöllum og
spyrji hvaða dylgjur þetta séu eig-
inlega. Þá horfir frúin djúpt í augun
á honum og segir að í næsta mán-
uði muni þau bara eyða 100 þús-
und. Og karlinn stekkur á fætur og
öskrar: „Þá étum við bara ekkert í
tvær vikur!"
Yfirmenn spítalanna haga sér
svona. „Þá rekum við bara 200
manns!“ Engin umræða. Við verð-
um bara að loka þessari deild! Það
er ekki hægt að bjóða okkur upp á
þessa umræðu. Svarthöfði og
Svarthöfða myndu ekki láta sér
detta í hug að gera annað en setjast
niður og ræða málin eins og al-
mennileg hjón. Finna út hvar væri
hægt að spara. Við myndum alla-
vega ekki láta okkur svelta í tvær
vikur!
Svarthöfði