Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2004, Blaðsíða 12
72 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 Fréttir TtV Fuglinn Charlie veldur deilum Páfagaukurinn Charlie, sem eitt sinn var fugl Win- stons Churchill, heldur áfram að vera fréttamatur á Englandi. Eins og DV greindi frá í gær er fuglinn orð- inn 104 ára og blótar Nasistum enn af krafti. Dótt- ir Churchill, lagði Soames, hafnar hins vegar öllum fregnum af fuglinum og segir föður sinn aldrei hafa átt arnpáfa heldur páfa- gauk af allt annarri tegund. Þá segir lafðin að faðir sinn haft ekki kennt sínum fugli að blóta eins og haldið hef- ur verið fram. Núverandi eigandi Charlies, Peter Oram, mót- mælir orðum lafðinnar og segir tengdaföður sinn hafa selt Churchill fuglinn skömmu áður en seinni heimsstyrjöldin braust út. Oram segist síðan hafa eignast Charlie og aðra fugla sem voru á heimili Churchill eftir andlát hans árið 1965. Heimili Churchill í Chartwell hefur verið breytt í safn og segja starfs- menn þar að ekkert í gögn- um safnsins bendi til að Charlie hafi verið eitt af gæludýrum ráðherrans. Lafðin hefur því hugsan- lega rétt fyrir sér. Lýsir matreiðslu- háttum Mannætuófétið, Armin Meiwes, heldur áfram að ganga fram af fólki. Réttar- höld yfir Meiwes eru í full- um gangi í Þýskalandi en honum er gefið að sök að hafa myrt Bernd nokkurn Brandes og étið hann síð- an. Meiwes sagði fyrir rétt- inum í gær að hann hefði hug á því að gefa upp- skriftir að mannakjötsrétt- um í minningabók sem hann hyggst skrifa. Fylgdu síðan óprenthæfar lýsingar á matreiðsluháttum Meiwes. Sjálfur telur Meiwes að minningabók sín muni skila gríðarlegum hagnaði en spurning er hvort hún fæst gefin út. „Það má með sanni segja að á síðasta ári hafi menn orðið vitni að víðtækari aðgerðum í uppbyggingu sveitarféiagsins en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári. Með Landsíminn tilkomu Reyðarfjarðar- ganga munu íbúar hér eiga mun greiðari leið en áður hefur þekkst og vonir Steinþór standa til að íbú- Pétursson, um fjölgi þegar bæjarstjóri það stendur tii Austur- boða.Á síðasta byggðar dr/ sameinuðust sveitarféiög Búðahrepps og Stöðvarhrepps og það einfald- ar alla vinnu fyrir okkur í sveit- arstjórninni. Nú bíðum við nýs árs og ég vona að það verði jafn farsælt. Skógafoss Ekkiervitað hverner mennirnir fóru um borð iskipið. Leitað var i Skógafossi áður en hann lét úr höfn við fs- iand en ekkert fannst. Laumufarþegar úr Skógafossi heppnir að vera á lífi. Sleiktu veggi vélarrúms til að svala þorsta sínum á leiðinni. Lögreglustjóri á Nýfundnalandi segir þá hafa verið skelfingu lostna, klappaði þeim og bauð þá velkomna. BKÚBAFO: EÍMSKfP Nýfundnaland Háseti á Skógafossi sá mennina laumast frá bordi og náði að handsama einn þeirra. Hann var skelf- ingu iostinn i haldi iskip stjórnarklefanum þegar lögregla kom á staðinn. Laumufarþegamir þrír sem fundust um borð í Skógafossi á Nýfundnalandi um síðustu helgi gætu verið sendir til baka á kostnað Eimskipa. Ekki er vitað hvenær mennirnir fóru um borð í skipið, en þeir höfðust þar við í vélarrúminu. Að venju var framkvæmd leit í Skógafossi áður en hann lét úr höfn hér á íslandi þann 10. janúar síðastliðinn en ekkert fannst. Mennirnir eru frá Eríteru, írak og íran. Þeir leituðu hælis hér á landi en hafði verið synjað um landvistarleyfi og biðu þess að þeim yrði fylgt úr landi. Nú eru þeir í yfirheyrslum hjá kanadísku lögreglunni. Fréttastofan CBC á Ný- fundnalandi segir að mennirnir hafi búið við afar erfiðar aðstæður um borð og orðið sér úti um vatn á leiðinni með því að sleikja raka veggi vél- arrúmsins. Á blankskóm í skafli Háseti á Skógafossi sá mennina laumast frá borði og náði að handsama einn þeirra. Hann var „Hann var skelfingu lostinn þegar ég kom, og það sást mjög greinilega á honum. Ég rétti út höndina og sagði velkominn til Kanada." í haldi í skipstjórnarklefanum þegar lögregla kom á staðinn. „Hann var skelflngu lostinn þegar ég kom, og það sást mjög greinilega á honum", segir Shane Burridge, lögreglustjóri, í viðtali við fréttastofu CBC. „Ég veit ekki hvernig lögreglan tekur á laumu- farþegum í öðrum löndum, en hann hefur líklega verið hræddur við hið óþekkta." Burridge segir að lögreglan haft ekki lent í neinum vandræðum með að finna hina mennina tvo f nýföllnum snjónum. Annar þeirra fannst í felum undir flutningavagni, vettlingalaus í þunn- um jakka og sumarskóm. Velkominn til Kanada „Ég rétti út höndina og sagði: velkominn til Kanada," segir Burridge. „Þeir eru heppnir að vera á lífi eftir þessa erfiðu ferð.“ Þriðji maðurinn fannst um tvo kílómetra í burtu, skríðandi í snjó- skafli. Mennirnir tveir sem fundust úti voru flutt- ir í læknisskoðun á sjúkrahúsi, og síðan í varð- hald í Argentiu. Burridge lýsir mönnunum sem samvinnufúsum og kurteisum. Þeir tala aílir ensku. Ekki er vitað hvert framhaldið verður en ef yfirvöld í Kanada ákveða að senda mennina úr landi er það á ábyrgð Eimskipa að koma þeim aftur til Islands. Til stendur að stórefla eftirlit í flutningaskipum og hafnarsvæðum Eimskipa, og er verið að innleiða nýtt öryggiskerft í þeim til- gangi. brynja@dv.is Lagadeild HÍ hefur lækkað lágmarkseinkunn í almennri lögfræði úr sjö í sex. Metfjöldi nemenda náði prófinu Metíjöldi náði prófi í almennri lögfræði við Háskóla íslands á haustmisseri en einkunnir voru kunngjörðar í gær. Af þeim 198 sem þreyttu prófið náðu 78 lágmarksein- kunninni sex eða 39,4% nemenda. Upptökupróf í vor bíður væntanlega þeirra 120 nemenda sem fengu fall- einkunn að þessu sinni. Próf í almennri lögfræði hefur þótt einn erfiðasti hjallinn í laga- náminu og ríflega helmingur fellur í prófinu á ári hverju. Fall á sama prófi í fyrra var 84% en þá náðu 24 nemendur af 173. Sú nýbreytni var á próflnu nú að lágmarkseinkunn var sex en ekki sjö eins og áður. Að sögn Kolbrúnar Lindu Isleifsdóttur, kennslustjóra lagadeildar, var breytingin gerð til að samræma einkunnir innan deild- Erfitt próf Minna fall var i almennri lögfræði en endranær. Afþeim 198 sem þreyttu prófið stóðust 78 nemendur kröfur Lagadeildar eða 39,4%. arinnar en lágmarkseinkunn í öðr- um fögum er sex. Lagadeildin hefur sérstöðu að þessu leyti því aðrar deildir Háskólans miða við lág- markseinkunnina ftmm. Það er enginn vafi að lægri lágmarkseinkunn hefur mikið að segja. prófinu nú. Af þeim 78 sem stóðust prófið fengu 51 nemandi lægri einkunn en sjö; 27 fengu 6 og 24 fengu 6,5. Einn nemandi bar höfuð og herðar yfir aðra með einkunnina 8,5 en hærri sjást sjaldan þegar þetta próf er annars vegar. Eiríkur Tómasson, forseti Lagadeildar, seg- ir að þrátt fyrir al- mennt lágar einkunnir í prófinu hafi nemend- ur staðið sig vel. „Þetta próf er allt mjög erfítt og þeir standa sig vel sem ná því.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.