Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Page 3
LAUGARDAGUR 14 FEBRÚAR 2004 3 DV Pitsuhagfræði Spurning dagsins Hvað gerðist í Neskaupstað? Það er ekkert skrýtið að manni gangi illa að fá einhvern botn í það hvernig reka á fyrirtæki á íslandi. Það er nefnilega engu líkara en að velgengni fyrirtækja sé í öfugu hlut- falli við þörfina fyrir þau. Þannig blómstra pitsustaðir og lýtalæknar á meðan fyrirtæki sem sjá um fjar- skipti á örlagastundu þar sem líf fólks er í húfi berst í bökkum. Maður hlýtur að velta því fyrir sér hvemig pitsustaðirnir fari að þessu. Sérstak- lega þar sem það hefur komið fyrir mann að pitsan sé ódýrari ef maður afþakkar ekki að fá tvo lítra af kóki ókeypis með henni. Rekstrarfræðilegt hókus pók- us Þessi hagfræði er einkum undar- leg í ljósi þess að einhvern tímann sagði einhver að kvöldmaturinn væri aldrei ókeypis eða eitthvað svo- leiðis, lögmál markaðarins grund- vallaðist á þeirri staðreynd. Mér skilst að átt sé við að á endanum borgi alltaf einhver einhvers staðar fyrir allt. Hvers vegna í ósköpunum ætti þetta þá ekki að gilda um kókið sem maður drekkur með kvöld- matnum? I póstkassanum mínum dúkka upp með reglulegu millibili kosta- kjör frá pitsustað hverfisins. Þetta eru átta tilboð á miða sem er kringlóttur eins og pitsa, litprent- aður og rifgataður þannig að hægt er að rífa hann í sneiðar, hverja með sfnu tilboðinu. Þarna getur maður fengið tvær pitsur á verði einnar, 40% afslátt af 16 tommu pitsu og sitthvað fleira í þeim dúr. Auðvitað er freistandi að nýta sér þetta þegar maður er ekki upp- lagður til eldamennsku eftir erfið- an dag í vinnunni eins og stundum gerist. Enn fremur er það aðdáun- arvert að kostnaðurinn við að prenta þessi tilboð og dreifa þeim í hús skuli ekki bitna á verðlaginu á staðnum heldur einmitt þvert á móti. Það er engu líkara en að eitt- hvert rekstrarfræðilegt hókus pók- us búi þarna að baki. Bjarni þingmaður Hefur spjarað sig vel á Alþingi, segir bréfritari. Bjarni og ættarfylgjan Tómas Sigurðsson; skrifar. I vetur hef ég lagt mig eftir að fylgjast með störfum og baráttu þeirri ungliða sem nú sitja á Alþingi. Margir af hinum ungu alþingismönnum sýna núá sínum fyrsta þingvetri góða Lesendur spretti og ekki síst hafa þeir sem koma úr Sjálfstæðisflokknum spjar- að sig. Gaman hefur verið til dæmis að fylgjast með Garðbæingnum Bjarna Benediktssyni. Greinilegt er að hann tjáir sig ekki um mál nema vera með allar staðreynir á hreinu og skothelda röksemdafærslu. Það mátti til dæmis sjá og heyra fyrir ára- mót þegar Bjarni fór fyrir allsherjar- nefnd í hinu fræga eftirlaunafrum- varpi. Þá fannst mér fallegt að sjá það til Bjarna í viðtali á dögunum að hann legði sig eftir því að aðstoða þá sem höllum fæti standa í lífínu og til hans leituðu sem þingmanns og lögfræð- ings. Það sýnir hvert hjartalag Bjarna er - og að hann er líkur sín- um, því drengskapur hefur ævinlega verið ættarfylgja Engeyinga. Kjallari Frumsamin Norðfjarðargáta Söguþráður settur saman á tíu mínútum: „Fyrrverandi starfsmaður við Kárahnjúka kynnist stúlku frá Neskaupstað. Eftir starfslok heldur hann til í Reykjavík í nokkrar vikur en fer síðan austur til að hitta vinkonuna. Hún er hins vegar í sam- búð og sambýlingurinn kemur að þeim. Málið ieysist þegar fingraför innan á plastumbúðunum eru borin saman við gagnabanka lögreglunnar." Viktor Ingólfsson, glæpasagnahöfundur „Þetta er, spái ég, hluti afein- hverri risastórri fléttu sem teygir anga sína út fyrir landsteinana. Ég hefþó það mikla trú á ís- lenskri löggæslu að ég sþái að málið upplýsist, en þó ekki fyrr en líður á árið. “ Bjarni Kristinsson rekstrarstjóri „Ég spái að þetta hafi verið ást í meinum. Að sá látni hafi átt í ástarsam- bandi við konu fyrir austan, að eiginmaðurinn hafi komið að þeim og ráðið manninum bana og sett síðan í höfn- ina. Þetta er söguþráður sem gengur upp.“ Sólveig Jónsdóttir, nemi í hárgreiðslu því sem greitt er fyrir helminginn sem ekki er ókeypis. Náðuð þið þessu? Venjulegt verð er þannig ekki annað en brandari sem búinn er til í þeim tilgangi að láta eðlilegt verð hljóma eins og díl aldarinnar. Auðvitað er fallegt að vilja gefa fólki mat og pitsustaðir eiga lof skil- ið fyrir það. Mér þætti hins vegar betra að fá að greiða sanngjarnt verð í hvert skipti heldur en að vera hafð- ur að fífli í asnalegum eltingaleik við duttlunga markaðsdeildarinnar. Ég hef nefnilega margt þarfara við tíma minn að gera en að vera stanslaust að fylgjast með því hvar sé ekki verið að okra á mér hverju sinni. Er önnur hver pitsa ókeypis? Vissulega er ekki laust við að það læðist að manni sá grunur að eðli- legt verð á pitsum sé ekki alls kostar í samræmi við venjulegt verð. Þá á ég við að það, sem kallað er eðlilegt verð á pitsu, sé töluvert hærra en verðið sem að jafnaði er greitt fyrir hverja pitsu þegar upp er staðið. Reyndar finnst manni það nánast liggja í augum uppi fyrst nánast önnur hver pitsa er gefin, kókið er gefins og allir sem á annað borð uppfylla það skilyrði að hafa aðgang að póstlúgu fá iðulega upp undir helmings afslátt. Þetta er farið að ganga svo langt að manni finnst næstum því eins og það sé verið að féfletta mann í hvert sinn sem maður bara fær sér pitsu. Þegar hvorki er megavika né tvær- fyrir-ein-tilboð, maður þarf að borga fyrir gosið og fær kannski ekki einu sinni afslátt af brauðstöngun- um, greiðir maður margfalt hærra verð en ef maður miðaði neyslu sína við almanak- ið hjá Dómínós kostakjör Hróa Hattar. Hvar er ekki verið að okra á mér? Kvöldmaturii er auðvitað ek____ ókeypis. Þegar helm ingurinn af honum fylgir hinum helm- ingnum ókeypis er í raun greitt fyrir ókeypis helminginn yp með helmingnum af °g Vopnin kvödd Helga Bjamadóttii skrifar: „Það er segin saga að ef maður þráir eitt- hvað nógu heitt, bregst ekki að það rætist," sagði Pétur Gunnarsson rit- höfundur í viðtali við DV nú í líðandi viku. Hann lýsti því að nú væri hans gamli draumur um að fá að lesa Passíusálmana í Útvarpinu loksins að rætast. Verður ekki annað sagt en honum takist vel upp í þvf hlutverki, sem mörgum af helstu mektar- mönnum og menningarvitum þjóð- arinnar hefur verið falið í tímans rás. Herinn á Keflavíkurflugvelli er nú að taka saman föggur sínar, en einsog segir í Mogganum á föstudag þá eru kafbáta- og skipaeftirlitsvélar Varnarliðsins nú farnar af landi brott. Ekki virðist heldur vera ætlun- in í bráð að senda nýjar vélar í stað- inn, eftir því er liggur í orðanna hljóðan í frétt Moggans. Setja má orð Péturs Gunnarsson- ar í annað samhengi þegar maður les þesa frétt, það er að „... ef að maður þráir eitthvað nógu heitt, bregst ekki að það rætist." Með brotthvarfi kafbátaleitarvélánna úr Miðnesheiðinni er draumur margra herstöðvarandstæðinga að rætast um að hér ríkir friðurinn ofar hverri kröfu og að ísland sé herlaust land. Vopnin kvödd sagði Hemmingway - og hið sama er nú að gerast á fs- landi. Steikin er borin fram meö piparsósu, kryddsmjöri, frönskum og fersku salati. í salatinu er gúrka, paprika, laukur, iceberg, sveppir og grænmetissósa. Davíð Þór Jónsson reynir að átta sig á fyrirtækjarekstri. DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. „Meðan lög- regla gefur takmarkaðar upplýsingar fer fólk að geta í eyðurnar, sem aftur magnar upp hræðslu. Efvið værum stödd á fyrstu síðum glæpasögu eftir Arnald Indriða- son væri erfitt að sjá sögulok fyrir; hvort hinn myrti hafi verið ólánsmaður úr undirheimunum eða hvað hafiyfirhöf- uð gerst." Helgi Seljan, blaðamaður Austurgluggans „Mérþótti þráðurinn í kvikmyndinni Hafinu, sem tekin var upp i Neskaupstað, vera stórbrot- inn en sagan verður lítilfjör- leg samanbor- ið við þennan líkfund. Þetta líkist rosa- legri bíómynd. Það voru norskir laxar sem sluppu úr höfninni fyrir austan og nú halda sumir að líkið sé afNorð- manni. Hvað er í gangi?" Guðmundur R. Gíslason, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð Líkfundurinn í Norðfjarðarhöfn í vikunni er mál málanna. En hver er lausn morð- gátunnar og þessa máls, sem toppar allar spennusögur og reyfara? kr. 1395,- Öpið til 23:30 alla daga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.