Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Page 4
4 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV íslendingarn- ir í Irakfá við- urkenningu íslensku sprengjusér- fræðingarnir í Irak, þeir Jónas Þorvaldsson ogAdri- an King, hafa fengið viður- kenningu frá breska hers- höfðingjanum Andrew Stewart yfirmanni fjöl- þjóðaherliðsins í suðaust- ur Irak. íslendingarnir, ásamt fjórum Dönum úr dönsku herdeildinni sem þeir starfa með, fengu við- urkenninguna fyrir ein- stakt framlag þeirra við skyldustörf sín. Andrew Stewart ílaug með þyrlu til Camp Eden fyrr í vikunni og aflienti þeim Jónasi, Adrian og Dönunum fjór- um innrammað viður- kenningarskjal. Jafnframt hrósaði hann herdeild þeirra fyrir vel unnin og fagmannleg störf. Þeir Jónas og Adrian eru nú á heimleið og er áformað að þeir verði komnir aftur til starfa hjá Landhelgisgæsl- unni um næstu mánaða- mót. Á þeim tíma sem þeir hafa verið í írak hafa þeir eytt samtals 60 tonnum af sprengjum og sprengibún- aði og alls hafa þeir sinnt um 80 útköllum. Umferðar- óhapp á Arnarnesvegi Umferðarslys var seinni hluta dags í gær þegar tveir bílar rákust saman á mót- um Arnarnesvegar f Garða- bæ í gær. Bílarnir komu úr gangstæðri átt og ók annar í veg fyrir hinn. Ökumaður annars bflsins var fluttur á slysadeild en reyndist ekki alvarlega slasaður. Jórdaníu- maður í gæsluvarhald Jórdaníumaður á þrítugs aldri var úrskurðaður í viku gæsluvarðhald af héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Hann er sakaður um að skipuleggja gervihjónabönd þar sem íslenskar konur eiga hlut að máli. Maðurinn er handtek- inn nú í beinu framhaldi rannsóknar sem fór af stað í nóvember síðast liðnum en að sögn Ingimundar Einarssonar varayfirlög- regluþjóns hjá Lögreglunni í Reykjavík hefur sú rann- sókn borið þann árangur að lögreglan óskaði eftir úr- skurði um gæsluvarðhald yfir manninum nú. Hann mun vera kvæntur íslenskri konu. Átta manna vinahópur í KefLavík hefur staðið að fjölda lögbrota í bænum síðustu mánuðina. Þeir rændu meðal annars byssum sem birtust í Bónusráni í Kópavogi. Þá rændi einn þeirra KB banka og Hótel Örk í Hveragerði í fyrradag. ■wr---........ .. -------—-------------— ----------- Cristopher Mamelin Öðrum þeirra sem rændu KB-banka og Hótel Örk i Hveragerði í vikunni var birt ákæra í Keflavik i gær vegna þjófnaðaröldu sem hann og sjö félagar hans áttu þátt í. Ræningi í Hveragerði hluti af Keflavíkurklíku Átta manna vinahópur tvítugra drengja í Reykjanesbæ er talinn hafa staðið að þorra inn- brota og þjófnaða á Reykjanesinu síðasta árið. Sex þeirra voru dregnir fyrir dómara í Keflavík í gær og þingfest ákæra á hendur þeim. Mál þeirra voru sameinuð þar sem þau tengdust flest í kross. Einn þeirra, Cristopher Mamelin, var hand- tekinn í Hveragerði í fyrradag eftir að hann rændi Hótel örk og útibú KB-banka í bænum í samvinnu við æskuvin sinn af Suðurnesjunum. Fjórir úr vinahópnum brutust meðal annars inn á heimili í Keflavík í haust og stálu þaðan þrem- ur rifflum og jafnmörgum haglabyssum. Tvær af haglabyssunum voru sfðar notaðar af 19 ára gömlum frændum úr Kópavogi sem rændu „Þetta er félagahópur sem hefur komið ítrekað við sögu iögregiunnar síðustu árin, sér- staklega þrír til fjórir af þeim." verslun Bónus við Smiðjuveg 8. desember síðast- liðinn. Fjölgun hefur orðið í þjófnuðum og innbrot- um í Keflavík síðustu mánuði. í frétt Víkurfrétta fyrir skömmu sagði frá því að síðustu þrjá mánuð- ina hafl tæplega 100 þjófnaðir verið kærðir til lög- reglunnar. Talið er að vinahópurinn í Keflavík beri ábyrgð á umtalsverðum hluta þessara brota. Meðal glæpa sem þeir eru ákærðir fyrir eru brot á vopnalögum, umferðarlögum, fíkniefnabrot og þjófnaðir. Elstu brotin að þessu sinni eru frá febr- úar 2003 en þau nýjustu frá því í janúar. Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Keflavík, segir að þótt mennirnir séu ungir að aldri eigi þeir að baki langan feril. „Þetta er félagahópur sem hefur komið ítrekað við sögu lögreglunnar síðustu árin, sérstaklega þrír til fjórir af þeim.“ Cristbpher Mamelin var ásamt félaga sínum úr ránunum í Hveragerði úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 19. febrúar, en 18 ára gömul stúlka sem var í förum með þeim er frjáls ferða sinna. jontrausti<s>dv.ls Uppreisn Svarthöfði las sér til skelfingar frétt DV í gær um að hrafn hefði reynt að ræna hundi í öskjuhlíðinni nýlega. Eftir að hafa gengið úr skugga um að hvorki væri um að ræða Hrafn Gunnlaugsson né Hrafn Jökulsson, en þeir hefðu verið við- ráðanlegir þótt stórir séu í sniðum, báðir tveir, þá lagðist Svarthöfði í þunga þanka. Hvernig mátti það vera að hrafn- ar landsins tækju upp á þeim óskunda að ráðast að hundum? Þetta er fáheyrt, ef ekki beinlínis óheyrt. Og það hvarflaði að Svart- höfða hvort þetta væri kannski til marks um að fuglar yfirleitt væru að færa sig upp á skaftið og færu brátt að haga sér eins og fuglarnir í mynd- inni hans Hitcocks. Ekki varð Svart- höfða rórra þegar hann uppgötvaði náttúrunnar? Svarthöfði að myndin Fuglarnir var einmitt á dagskrá Ríkissjónvarpsins í gær. Þetta virðist vera einum of einkenni- legt tilviljun, til að geta yfirleitt verið tilviljun. Voru fuglarnir að gera uppreisn? Var árásin í Öskjuhlíð til marks um að þeir væru farnir að æfa sig á hundum en myndu brátt byrja árás- ir á menn? Og þýddi það að náttúran sjálf væri farin að hnykla vöðvana og búast til árása á manninn og fylgi- fiska hans, eins og hundar óneitan- lega eru? Og Svarthöfða varð hugsað til Plágunnar eftir Albert Camus þar sem plágan sendir rottur sínar upp á yfirborðið til að deyja, en æ síðan Svarthöfði las það í æsku hefur hann verið viðkvæmur fyrir fregnum af einkennilegheitum í náttúrunni. Og Svarthöfði hefur reyndar alltaf verið fylgjandi kenningunni um að jörðin öll sé ein lífvera - Gæja - og maður- inn sé ekki annað en snfkjudýr á þeirri lífveru og fyrr eða síðar muni jörðin gera uppreisn og leggjast í lúsahreinsun til að skola af sér óværuna sem mannkynið er. Það var svo kona Svarthöfða, Svarthöfða, sem stöðvaði súrrandi áhyggjurnar sem farnar voru að þjaka Svarthöfða. Þar sem Svart- höfði hafði fimbulfambað lengi um ógnina af hröfnunum í Öskjuhlíð- inni benti hún honum hlæjandi á að það væri nú varla hægt að kalla hundinn sem hrafnarnir reyndu að ræna raunverulegan hund. Þetta er dvergvaxið kvikindi sem svipar mest til rottu, eða þó öllu heldur kanínu, en þeim er víst farið að fjölga ískyggilega Óskjuhlíðinni upp á síðkastið. Svo krummi greyið hefur bara ætl- að sér að veiða sér kanínu í mat- inn og við þurfum ekkert að ótt ast. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.