Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Síða 6
g LAUGARDAGUR 14.JFEBRÚAR 2004 Fréttir DV Bændur leyst- ir úr ánauð össur Skarphéðinsson vakti athygli á þingi þegar hann lýsti því yfir að land- búnaðarráðuneytið væri óþarft. Nú hefur Frjáls- hyggjufélagið tekið undir sjónarmið formanns Samfylk- ingarinnar og hefur sent frá sér ályktun þess efnis. í álykt- uninni bendir Frj álshyggj ufélagið á að opinber stjórnsýsla sé ís- lendingum dýr og að opin- berar stofnanir séu fleiri hér á landi en í mörgum milljónaríkjum á Vestur- löndum. Hvetur Frjáls- hyggjufélagið til þess að leitað verði leiða til að frelsa bændur úr ánauð rík- isstyrkja og opinberrar miðstýringar. Þyrlan sótti veikt barn Þyrla Landhelgisgæsl- unnar flaug til Patreksfjarð- ar í dag til að sækja veikt barn. Ekki þótti fært að senda barnið með sjúkra- flugi íslandsflugs til Reykja- víkur þar sem læknir varð að fylgja því en aðeins var einn læknir á vakt í hérað- inu og gat því ekki farið með í sjúkraflugið. Áhöfn TF-LIF var köliuð út og lagði af stað tæplega 12:30. Veður hafði verið slæmt um morguninn en gengið niður svo flugið gekk vel. Er líf eftir Idol? Ardís Ólöf Víkingsdóttir „Já og nei/'segirArdís Ólöf Víkingsdóttir, fyrrum Idol- stjarna.„Þetta var mikil törn en skemmtilegt og maður lærði afar mikið. Þetta var gríðarleg reynsla en nú getur maður loks andað léttar. Svo fylgist maður auðvitað með American Idol og ekki er laust við að maður upplifi þennan tíma aftur. En það er nóg að gera, er að koma til ísafjarðar, og dæma i söngvakeppni. Það er lífeftir Idol." Hann segir / Hún segir „Alveg pottþétt," segir Helgi Rafn Ingvarsson, sem fór á kostum íldol á sínum tíma. „Maður saknar Idolsins mjög mikið en þetta var ótrúleg reynsla. Sérstaklega fær mað- ur fiðring þegar maður sér gömul Idol plaköt og líka þeg- ar maður sér krakkana i Amer- ican Idol. Það er samt nóg að gera; sérstakiega í fyrirsætu- þransanum. Svo er ég nýbúinn að setja upp ieiksýningu og er á fullu ihljómsveit." Helgi Rafn Ingvarsson Varnarliðið fullyrti við DV í síðustu viku að nýjar Orion-flugáhafnir myndu leysa af hólmi þær sem hurfu af landinu. Nýr mannskapur er þó hvergi sjáanlegur. Utanríkisráðuneytið er uggandi og heimtar skýringar frá Bandaríkjamönnum. Neita að viðurkenna brntthvari leitarvéla Bækistöðvar P 3 Orion-eftirlitsflugvéla sem hér hafa verið á vegum Bandaríkjahers hafa verið fluttar frá íslandi. Áhafnir Orion-vélanna hurfu með sitt haf- urtask frá landinu í síðustu viku og nýr mann- skapur er ekki kominn til að taka við. Vindurinn einn gnauðar nú í stóra skýlinu sem Mannvirkjasjóður NATO byggði og sem hýsti deildina. Utanríkisráðuneytið krefst skýringa frá Bandaríkjamönnunt. Þann 29. desember síðastliðinn greindi DV frá því að loka ætti tveimur viðhaldsdeildum Orion- vélanna á Keflavíkurflugvelli. Þar með blasti við að bækistöðvar vélanna yrðu fluttar frá landinu. Varnarliðið neitaði því og sagði við DV að engin ákvörðun hefði verið tekin um breytingar á starf- semi Orion-eftirlitsflugvéla á Keflavíkurflugvelli. „Sögusagnir af þeim toga eru byggðar á getgát- um,“ sagði í yfirlýsingu varnarliðsins. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin, form- leg eða óformleg, um framtíð Orion-vélanna," sagði Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnar- Tvcimur viöhaldsdeildum hersins á Keflavlkurflugvelli verður lokaö en þær hafa þiónustaö fjórar P-3 Orion eftirlitsvélar. 85 hermenn veröa fluttir annaö. Orion vélarnar hafa haft litla viöveru á Islandi undanfariö en talsmenn herslns neita aö staöfesta aö þær séu veröi i reynd ekki lengur staösettar 1 Keflavik. Varnarliö hættir að hjonusta Orion liðsins, við sama tækifæri. Friðþór viðurkenndi að viðhaldsdeildirnar yrðu lagðar niður en þvertók fýrir að það þýddi sjálfkrafa að Orion-vélamar yrði ekki staðsettar á Islandi. í síðustu viku var svo greint frá því í tímaritinu White Falcon - Hvíta Fálkanum - sem gefið er út á á Keflavíkurflugvelli, að áhafnir leit- arvélanna væru á leið frá landinu. Aftur var haft samband við Friðþór Eydal upplýsinga- fulltrúa: „Greinin í Hvíta Fálk- anum fjallar um brott- för þessarar sveitar sem er búin að vera hérna undanfarna sex mánuði - sem eru bara venjuleg skipti. Það er skipt um þessar sveitir á sex mánaða fresti. Það er hefbundið að fjalla um þá sveit sem er að fara á hverjum tíma í Hvíta Fálkanum. Það koma væntanlega aðrir í staðinn," sagði Friðþór í samtali á föstudaginn fyr- ir viku í samtali við blaða- mann DV. „Undanfarna sex mán- uði hafa vélarnar bara verið hér endrum og sinnum. Það ræðst af fyrirliggjandi verk- efnum, bæði hér á Iandi og annars staðar í Evrópu, hvert þeim er skipað hverju sinni. Þannig hefur það alltaf verið Lengst af „Undanfarna sex mánuði hafa vélarnar bara verið hér endrum og sinnum." var mest að gera hér þannig að lengst var viðveran hér,“ sagði Friðþór. Upplýsingafulltrúinn kvað nei við aðspurður hvort tekin hefði verið ákvörðun um breytingu á bækistöðvum vélanna. Að því er Frið- þór sagði voru ein eða tvær vélar hér á landi í þar síðustu viku. „Þetta er allt saman óbreytt frá því sem segir í frétt DV í desember," sagði Friðþór Eydal fyrir rúmri viku. gar@dv.is Friöþór Eydaf Það koma aðrir i stgöinn, satjði upplýsingafull- trúl varrigrliðsins ísióustu viku við blaðamann OV, spuröur um brótthvarf áhafna Orion-leitar- vétanna. Ekkibólar á nýjum áhöfnum. Frétt DV 29. desember 2003 DV skýrði frá þvi millijóla og nýárs að við- haldsdeiidir Orion-leitarflugvéla yrðu lagðar niður. Herinn neitaði þá að stað- festa að vélarnar væru ekki I reynd staðsettar á Keflavikurflugvelli. Tveir bræður og tveir vitorðsmenn hlutu fangelsisdóma fyrir fikniefnasmygl Hásetinn situr lengst inni Fjórir ungir menn, sem játað höfðu á sig fíkniefnasmygl, voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hlutu þeir fangelsisdóma frá sex mánuðum til tveggja og hálfs árs. Um var að ræða innílutning á tveimur kílóum af amfetamíni og kílói af kannabisefnum. Þyngstan dóm hlaut Jökull Isleifs- son, háseti á Arnarfelli, en efnin voru flutt til landsins falin í skipinu. Bróðir hans, Ægir ísleifsson, sá svo urn að sækja efnin í skipið þegar það hafði lagst við bryggju hér á landi. Sá hlaut 20 mánaða fangelsi fyrir vikið. Enn fremur vom bræðurnir dæmdir fyrir innflutning á am- fetamíni en það reyndist við efna- greiningu vera koffí'n og þótti dómn- um ljóst að bræðurnir hefðu verið blekktir. Það efni var flutt hingað til lands á sama hátt en fyrir tilstuðlan þriðja aðila. Enginn þeirra hefur áður komið við sögu lögreglu vegna fíkni- efnabrota af neinu tagi. Refsing tveggja vitorðsmanna bræðranna var að mestu leyti bundin skilorði en þeir sáu fyrst og fremst um fjármögnun og kaup á efnunum í Hollandi. I dómsniðurstöðunni kemur fram að vegna þess að það sem bræðurnir héldu vera amfetamín reyndist vera koffín séu hinir ákærðu ekki sakfelldir fyrir fullkomnað brot. Frá fangelsisvist mannanna dregst gæsluvarðhaldsvist en þeim var gert að greiða verjendum sínum samtals 700 þúsund krónur í málsvarnarlaun auk annars sakarkostnaðar. Fíkniefn- in voru gerð upptæk. Við dómsuppkvaðningu i Héraðsdómi Reykjavikur. DV-Mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.