Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Page 8
8 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Maðurinn sem fannst illa leikinn við Netabryggjuna í Neskaupstað var með verulegt magn af fíkniefnum, líklega amfetamíni, innvortis. Rannsókn málsins tók óvænta stefnu síðdegis í gær þegar þetta kom í ljós. Böndin berast nú að fíkniefnaheiminum og að rannsaka verði málið sem fíkniefnatengt morð. Mögulega var þetta aftaka á burðardýri sem lenti upp á kant við samstarfsmenn sína, erlenda eða íslenska. Líkið sem fannst í Norðfjarðar- höfn á miðvikudag var fullt af fíkni- efnum. Samkvæmt heimildum DV kom þetta í ljós í gær þegar líkið var krufið í Rannsóknarstofnun Háskólans ( meinafræði við Bar- ónsstíg. Fíkniefnin voru innvortis í líkinu og var þetta verulegt magn samkvæmt heimildarmanni DV. Ekki er búið að greina efnið en allt bendir til þess að þetta sé am- fetamín. Þessi fíkniefnafundur innvortis í dularfulla líkinu setur þetta morð í alveg nýtt samhengi. Vitað er að lögregla hefur unnið út- frá þeirri kenningu að hinn myrti sé útlending- ur. Sé svo eru sterkar líkur á því að hann hafl verið nýkominn með flugi til landsins og því ekki náð því að skila fíkniefn- unum áður en hann er myrtur. Eins og fram kemur annars staðar í blaðinu eru allar líkur á því að lík- inu hafi verið sökkt við Netabryggj- una á tímabilinu frá því seint að- fararnótt þriðjudags til miðviku- dagsmorguns. DV hefur ekki heim- ildir fyrir því hvenær maðurinn var myrtur enda er mögulegt að hon- um hafi verið ráðinn bani áður en honum var komið fyrir við Neta- bryggjuna. Hafi hann aftur á móti verið drepinn skömmu áður en honurn var varpað í höfnina hefur maðurinn líklegast verið nýkom- inn til landsins. Hinn myrti gæti því hafa komið til landsins skömmu áður en honum er varpað Netabryggjan Hér fannst hinn myrti á miðvikudagsmorgun. í höfnina, jafnvel er mögulegt að hann hafi komið á þriðjudag til landsins. Með flugi fremur en skipi Nokkrir heimildarmenn DV benda á að afar ólíklegt sé að mað- ur sem smygli fíkniefnum með skipi feli efnin innvortis. Þess utan hefur Norræna ekki kornið til landsins um skeið. Búið er að hafa samband við flest skip sem komu til hafnar á Norðftrði og raunar til annarra hafna á Austíjörðum. Ekk- ert skip kom beint erlendis frá til Neskaupsstaðar síðustu daga. Eitt skip kom til Eskifjarðar á sunnu- dag. Þó ekki sé hægt að útiloka að maðurinn hafl komið með skipi má telja það ólíklegt, ekki síst þeg- ar haft er í huga að búið er að hafa samband við flest skipin og fremur ólíklegt að skip haldi úr höfn án þess að tilkynna um týndan skip- verja. Böndin berast því að flug- leiðinni eins og innvortissmyglið bendir raunar sterlega til. Sé svo hefur hinn myrti væntanlega kom- ið til Keflavíkurflugvallar og farið í gegnum tollhlið í Leifsstöð. Frá Keflavík til Norðfjarðar Líklegt er að reynt hafi verið að bera kennsl á manninn í gegnum Reykjavíkurflugvöllur Hinn myrti var fluttir til Reykjavikur til krufningar. Leifstöð Telja má liklegt að hinn myrti hafi ekki komið sjóleiðis til landsins. öryggismyndavélakerfi Leifsstöðv- ar en þar eru geymdar and- litsmyndir þeirra sem fara í gegnum stöðina. DV hefur ekki vit- neskju um það hvort slík skoðun hafi skilað ein- hverjum vísbendingum. Hafl mað- urinn komið í gegnum Keflavík bendir allt til þess að hann hafi far- ið beint austur á land, væntanlega flugleiðis. Beint flug er á milli Keflavíkur og Egilsstaða á sunnu- dögum og fimmtudögum en þess utan eru nokkur flug á dag frá Reykjavík til Egilsstaða. Því er svo aftur á móti ósvarað hvers vegna maður með talsvert magn af fíkni- efnum innvortis endar austur á landi. Fíkniefni elta markaðinn Þó ekkert skuli fullyrt um sam- félag útlendinga við Kárahnjúka er ekki loku fyrir það skotið að tengsl kunni að vera á milli ferða þessa dularfulla manns og nýja bæjar- kjarnans þar. Lögregla hefur talið að hinn myrti kunni að vera frá Suður-Evrópu en Við Kárahnjúka er nokkuð stórt samfélag Portúgala auk þess sem þar starfa menn frá fjarlægari þjóðum. Samkvæmt upplýsingum DV kom hópur Portúgala til Kárahnjúka fyrir 3-4 dögum síðan. Þeir komu með flug- vél frá Lissabon til Keflavíkur, ekið var með þá til Reykjavíkur og flog- ið áfram til Egilsstaða. Ekkert bendir þó til þess að nokkurs sé saknað úr þessu flugi verkamanna og neitaði Órnar Valdimarsson, upp- lýsingafulltrúi Impregilo að veita blaðinu upplýs- ingar - sagðist ekki tjá sig við DV. Austur-Evrópsk aftaka Maðurinn sem fannst myrtur var illa útleikinn og þeir sem sáu poloroid- mynd af líkinu sögðu að áverkar hefðu verið á and- liti þess. Tveimur vopnum var beitt til þess að murka úr honum líflð, oddhvössu vopni sem stungið var í háls og eggvopni sem stundið var í búk. Einn þrautreyndur heimildar- maður innan lögreglu lýsti því svo að þetta liti út eins og aftaka í Aust- ur-Evrópskum stíl. Leitað er tveggja eða fleiri morðinga sem kunna að vera erlendir en þeir gætu eins verið íslendingar. Fíkni- efnin kunna að benda tii þess að hinn myrti hafl verið burðardýr og Teiknari að störfum DVsetti Inga, teiknara blaðsins, isamband við vitni i Neskaupstað, sem öll hafa séð mynd af hinum myrta. Myndir voru sendar á milli í gegnum faxtæki til að ná sem nákvæmastri mynd afmanninum. Ef þú hefur séð þennan mann, þá hringdu í lögreglu i síma 477 1332. hefur hann þá átt sér vitorðsmenn um þessa smygltilraun sem endar á morði. Á þessu stigi geta það ein- ungis orðið getgátur að hugleiða hvers vegna samskipti hins myrta og morðingja hans enda með þess- um hætti. En vísbendingar um pyntingar á hinum myrta auk fjölda hnífsstungna á manninum með iðrin full af dópi leiða getum að því að það kunni að komið upp harðvítugar deilur sem enduðu á morði. Líkinu komið fyrir? DV fékk tvo filhrausta menn til að pakka þeim þriðja inn og vefja iplast og keðjur, svipað og gert var við þann myrta. Þeir áttu fullt i fangi með að iyfta manninum og tók verknaðurinn klukkustund við bestu aðstæður í Reykjavik. Atburðarásin er eins og í bíómynd, eða spennusögu á heimsmæli- kvarða. íslend- ingar fylgjast spenntir með atburðarásinni og muna ekki annað eins. Föstudagur: Laugardagur Ófærð skellur á Odd- skarð lokast. Neskaup- staður einangraður landleiðina. Laugardagskvöld. Þrír Norðmenn sitja að drykkju í Egilsbúð. Starfsfólk staðarins taldi að einn mann- anna líktist mynd af hinum látna. Jóhannes Gísli Pálmason háseti á Súlunni mundi vel eftir þessum þremur útlendingum. „Þeir voru af norska loðnu- skipinu Senior, alla- vega tveir þeirra." Sá þriðji varð viðskila við hópinn. Um tíma var talið að hann væri hinn myrti. DV hafði samband við Senior, þar voru allir um borð. Hásetinn HalvarTom- assen var á lífi. Sunnudagur Sunnudagsmorgunn. Færð kemst aftur á yfir Odd- skarð. Einangrun Neskaupstaðar rofin. Grár skutbíll, aðkomubíll í bænum sést við Neta- bryggjuna. „Ég tók sérstaklega eftir bíinum því ég þekki fiesta bila i bænum og þessi bíll er ekki héð- an," segir Þorvaldur. „Mér sýndist þetta vera gam- all grár Lancer Station, allavega tíu ára gamall," sagði Þorvaldur Einarsson. Mánudagur Kl. 12.30 Aðfaranótt þriðjudags leggur loðnuskipið Beitir upp að Neta- bryggjunni. Þröngvar sér að bryggj- unni með miklu botnróti og tekur niðri á þeim stað sem líkið siðar fannst. K 1,03.10 Beitir siglir frá bryggunni. Líkinu gat ekki hafa verið fyrir komið fyrir fyrr en eftir þennan tíma. Líkinu er fleygt í sjóinn frá kl. 03:10 aðfaranótt þriðjudags til kl. 11.00 á miðvikudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.