Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 Fréttir JSf Jacko situr heima Dómari hefur ákveðið að Michael Jackson þurfi ekki að mæta í eigin per- sónu til réttarhaldanna sem haldin verða yfir honum vegna kærunnar um kyn- ferðislegt áreiti hans gagn- vart börnum. Þótti það rétt þar sem hætta þykir á að dómshaldið geti breyst í fjölmiðlasirkus mæti Jacko á staðinn. Einungis lög- fræðingahópur hans mun mæta en Jacko situr heima á meðan. Meydóms- sala vekur grunsemdir Lögregluyfirvöld í London leita nú hinnar 18 ára Rosie Reid sem auglýsti meydóm sinn til sölu fyrir hæstbjóðandi í ensku dagblað- inu News of the World fyrir skömmu. Aug- lýsti hún varning sinn til sölu bæði á uppboðsvefn- um Ebay og síðar á sinni eigin heimasíðu. Hæsta boð var komið í tæpar 12 milljónir þegar síðast frétt- ist. Lögregla telur að um vændi sé að ræða og vill gjarna ná tali af stelpunni sem fýrst. Heiðurs- gróði Dana Danski seðlabankinn hyggst gefa út nýja 20- krónu og 200-krónu mynt næsta maí til að heiðra brúðkaup Friðriks krónprins og unnustu hans, hinnar áströlsku Mary. Gert er ráð fyrir að safnar- ar kaupi hina kon- unglegu mynt fyrir allt að 230 milljónir króna. Helm- ingur af því fer beint í ríkis- kassann en hinn helming- urinn endar skattfrjálst hjá konungsfjölskyldunni dönsku. Albert Eymundsson, bæjarstjóri Hornafjarðar. „Það sem kannski stendur hvað hæst þegar horft er fram á veg er sú samgöngubót sem göngin um Almannaskarðið Landsíminn breyting nýtist öllum lands- mönnum þarsem um hring- veginn er að ræða en vafa- laust hefur það jákvæð áhrif fyrir byggð hér á Hornafirði og í nágrannabyggðum enda margir sem veigra sér við að keyra þessa leið á ferðalagi. Þarna verður þó áfram að- gengi að útsýnispallinum enda mikið útsýni þar á góð- um degi." Vegna vaxandi samskipta á Netinu og færri póstsendinga er íslandspóstur að stækka útburðarhverfi bréfbera. Bréfberar í Kópavogi eru gramir yfir breytingun- um og telja að byrðin hafi þrátt fyrir allt þyngst. Póstmannafélagið er með málið til skoðunar. Netvæðing veldur gremju bréfbera Breytingar íslandspósts til hagræðingar á dreifikerfinu fela meðal annars í sér að bréfberar í Kópavogi, sem eru í 50 prósenta starfi, eru leyst- ir frá störfum og aðrir bréfberar í fullu starfi skikkaðir til að taka við hálfu starfi í ofanálag, án kauphækkunar. Þetta gildir um póstnúmerið 201, en ekki hefur verið ákveðið hversu langt verður gengið í öðrum hverfum. Breytingarnar taka gildi á mánudaginn og er mikill kurr meðal bréfbera vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum frá ís- landspósti er ekki um að ræða að verið sé að auka vinnuálag á starfs- menn. Hverfi bréfberanna eru stækkuð til að samræma álag á milli svæða. Tryggvi Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri framkvæmdasviðs ís- landspósts, segir að netvæðingunni sé um að kenna. „Svo við tökum söguna, þá var póstmagn áður meira. Þá minnkuðum við hverfin, en nú hefur póstmagnið farið minnkandi og þess vegna stækkum við hverfin sem bréfberar eiga fara yfir. Við sjáum fram á að það verði áframhaldandi minnkun í póstmagni. Samheiti yfir ástæðuna er //Sumireiga oð vlnna háífa vinnu öfan á það sem áður var, en á sömu launum/' tækniþróunin: Tölvupóstur, reikningslaus við- skipti og tölvubankarnir." Hafdís Ingvarsdóttir, trúnaðarmaður starfs- manna á pósthúsinu í Kópavogi, segir hins vegar að það sé umhugsunarvert hvort endalaust sé hægt að láta bréfbera bera út meira þegar það er minni póstur. „Sumir eiga að vinna hálfa vinnu ofan á það sem áður var, en á sömu launum," segir hún. Áslaug Alexandersdóttir, bréf- beri í Lindahverfi í 201 Kópavogi, er ein þeirra sem munu taka á sig byrði sem annar bréf- beri sá áður um að koma til v skila í 50 prósenta starfi. „Vinn- an eykst um 50 prósent, en ég fæ ekkert meira borgað. Okkur.finnst pósturinn á hverja manneskju ekki hafa minnkað. Það er meira um þungan póst núna sem ekki var mikið um áður. Stundum er maður að fara með fimm eða sex dreifiblöð í öll hús,“ segir hún. Áslaug gengur daglega í þrjá til fjóra tíma með póst. Þegar mikið er í töskunni er hún allt upp í sex tíma á göngu yfir daginn. „Það kemur fyrir að maður fær í bakið, sérstaklega þegar Ikea-bæk- lingurinn kemur á haustin og maður fer út með allt upp í 200 kíló. Þá keyri ég upp í hverja götu." Áslaug segist ætla að segja upp störfum ef svo fer fram sem horfir með vinnuálagið. „Við ætlum að sjá til hvernig þetta verður. Ég segi upp ef þetta verður óviðunandi og hef sagt mínum yfirmanni að ég sé mjög ósátt við þetta,“ segir hún. „Tilgangurinn er ekki að pína fólk,“ segir Tryggvi framkvæmdastjóri. Hann segir það koma fyrir að villur verði í útreikningum á álagi starfs- fólks og hvetur fólk til að kvarta ef því finnst álag- ið óeðlilegt, svo bregðast megi við því. jonjontrausti@dv.is Netvæðing Yfirmenn hjá Islandspósti segja að netvæðing valdi því meðal annars að stækka verði útburðarsvæði bréf- bera. Magn áritaðs pósts var fjórum prósentum minna en árið þar á undan og fimm prósentum minna árið 2002 en 2001. Pósturinn Bréfberarhjá Islandspósti i hverfi 201 í Kópavogi þurfa að bera út allt að 200 kilóum. Nú eiga sumir þeirra að bera út á stærra svæði og taka yfir 50 prósent starfannars bréfbera, án kauphækkunar. Mikil samkeppni ríkir á markaðnum um sölu á Mercedes-Benz bifreiðum Ræsir hættir með Benz „Okkur þykir þetta miður en það er ekki aukin samkeppni sem spilar þarna inn í,“ segir Hallgrímur Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Ræsis hf. í fféttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Ræsir mun hætta að selja Mercedes- Benz bifreiðar. Ástæðan er sú að samningar um end- urnýjun sölusamnings milli Ræsis og Daimler Chrysler AG náðust ekki. Spilar aukinn kostnaður vegna nýrrar reglugerðár frá Evrópusambandandinu þar inn í. Mikil samkeppni hefur verið í sölu Mercedes-Benz bifreiða eftir að bílasalan mercedes.is hóf starfsemi hér á landi. Halldór Baldvinsson hjá mercedes.is segir að vera þeirra á markaðnum hafi dregið úr umfangi Ræsis hf. „Samkeppnin á auðvitað stóran þátt í því að þeir séu að draga sig af markaðnum," segir Halldór. „Við erum nú að fá fúllt af nýjum Benz bifreiðum en við mun- um ekki hækka verðið þrátt fyrir að Ræsir sé hættur með umboðið." Aðspurður neitar Halldór því ekki að þreif- ingar séu á milli Daimler Chrysler AG og mercedes.is. „Ég get hins veg- ar ekkert sagt til um stöðu mála að svo stöddu," segir Halldór. Ljóst er að það myndi skapa nýja stöðu á ís- lenska bílamarkaðnum ef mercedes.is gengi til samninga við umboð eins og Daimler Chrysler AG. Halldór Baldvinsson, mercedes.is Mun- um ekki hækka verðið þrátt fyrir að Ræsir sé hættur með umboðið.í Það er því margt að gerast á ís- lenska bflamarkaðnum. Mörgum þykja það stór tíðindi að gamalt og traust fyrirtæki eins og Ræsir sé að hætta með sitt aðalsmerki; Mercedes-Benz bifreiðar. Hallgrím- ur Gunnarsson segist hins vegar vera bjartsýnn. „Það er mjög góður gang- ur hjá okkur í sölu á Mazda og við hugsum okkur gott til glóðarinnar í þeim efnum.“ Til marks um þá samkeppni sem ríkt hefur á markaðnum hafa miklar deilur staðið á milli Ræsis hf. og mercedes.is vegna léns hins síðar- nefnda fyrirtækis. Málið er fyrir dómstólum en Hallgrímur Gunnars- son segist vona að niðurstaða náist sem fyrst. simon@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.