Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Page 14
14 UUGAfíDACUR14:F£mmQP4
Á bak við körfuboltamanninn Jón Arnór Stefánsson í Dallas
Mavericks í bandarísku NBA-deildinni er venjulegur strákur.
Hann hefur gaman af að fara út með vinum sínum, lesa
skemmtilegar bækur og hlusta á tónlist.
Byrjaði að lesa í
Þýskalandi LasArn-
ald Indriðason upp til
agna eftir að hann
komst á bragðið.
„Með mér utan liðsins er Frakkinn
Tariq Abdual-Wahad, sem hefur
ekki heldur spilað í ár."
„Já, það reynir svakalega á að vera svona utan
liðs en ég ætla ekki að gefast upp. Maður þarf bara
að vera þolinmóður og æfa þrotlaust. Þeir gera
þetta gjarnan við Evrópumenn til að undirbúa þá,
vegna þess að körfuboltinn er allt öðruvísi en í
Bandaríkjunum og ég er bara að undirbúa mig
fyrir næsta ár," segir Jón Arnór Stefánsson, at-
vinnumaður með Dalls Mavericks Bandaríkjun-
um, sem er staddur í vikufríi heima á íslandi.
Jón Arnór er aðeins 21 árs og fór utan í
fyrrasumar. Hann segist vera í 15 manna hópi en
þeir sem spila eru tólf í hvert sinn. „Með mér utan
liðsins er Frakkinn Tariq Abdual -Wahad, sem
hefur ekki heldur spilað í ár,“ segir Jón Arnór, sem
átti von á að þetta yrði svona til að byrja með og
lét það þvf ekki koma sér á óvart; það þýði ekki
annað en vera sterkur. „Það þarf ekki annað en
einhver meiðist og þá verður maður að vera tilbú-
inn. Það er aldrei að vita nema maður detti inn ef
eitthvað kemur fyrir. Það eru tveir fyrir framan
mig í leikstjórnarstöðu, Steve Nash og Travis Best,
og hann er kominn á þann aldur að hann gæti
misst sína stöðu á næsta ári,“ segir Jón Arnór og
viðurkennir að hann þurfi oft að peppa sig upp
svo hann falli ekki niður í einhvern leiða.
Uppgötvaði töfra bókarinnar
Jón Arnór kann vel við sig í Dallas. Hann býr
vel en íbúðina fékk hann með öllum húsgögnum
og hefur komið sér vel fyrir þar. „Dagurinn er
Hjótur að lfða. Æfingar eru snemma dags og ég
vakna yfirleitt um átta-hálf níu og fer og fæ mér
góðan morgunverð niður frá í höfuðstöðvum liðs-
ins. Æfi í tvo til tvo og hálfan tíma, og fer síðan í
heita pottinn. Stundum kíki ég í nudd og tek minn
tíma þar. Síðan liggur ekki annað fyrir en fara
heim og hafa það notalegt," segir Jón Arnór sem
nýlega uppgötvaði hve gaman er að hverfa inn í
góða bók og gleyma sér. „Já, ég er nýfarinn að
lesa, ég las aldrei neitt nema námsbækumar.
Þegar ég fór að heiman tók ég með mér bækur.
Byrjaði á einni efir Arnald Indriðason og var svo
spenntur að ég hætti ekki fyrr en ég var búinn
með þær allar. Ég fékk svo í jólagjöf Betty eftir
Arnald og Storm eftir Einar Kárason og nú ætla ég
út með allar hinar bækurnar hans Einars,“ segir
Jón Arnór hlæjandi og bætir við að hann hafi ótrú-
lega gaman af að lesa. „Ég hefði ekki trúað hvað
þetta er gaman. Á meðan ég var að lesa Storm
flýtti ég mér heim á daginn til að geta haldið
áfram," segir hann.
Jón Arnór segist vita að hann eigi eftir mikið
ólesið og er ánægður með það. „Ég á allan Lax-
ness eftir, nema eina sem ég las í skóla. Mér er
sagt að ég geti glaðst yfir því og hlakka til að kynn-
ast bókunum hans. Mér er sagt að það taki dálít-
inn tíma að komast inn í þær en þegar maður nái
því séu þær tóm ánægja," segir hann kíminn.
Laus og liðugur
Hann segir Dallas vera ágæta borg. Reyndar sé
fátækt og hálfgert slömm alveg niðri í bæ en næst
honum sé umhverfið gott; margir matsölustaðir,
bíó og skemmtistaðir. „Ég fer stundum út að
skemmta mér með strákunum í liðinu og hef
gaman af því, en í eðli mínu er ég heimakær,“seg-
ir hann og neitar því alfarið að einhver stúlka sé í
spilinu. „Nei, hvorki hér heima né úti,“ segir hann
hlæjandi og játar að hann hefði ekkert á móti því
að hafa réttan félagsskap. „Ég er nú ekki gamall
svo það er nægur tími fram undan. Um að gera að
njóta þess að vera laus og liðlegur og ég er ekkert
farinn að örvænta," segir hann kfminn.
Hann segist ekki vera sérlega duglegur að elda
en geri það þó stundum. „Það er aðallega pasta
sem ég kann að elda og geri það ef ég nenni ekki
út. Annars eru margir góðir matsölustaðir í kring-
um mig og ég fer oft út að borða. Mest er ég fyrir
kínverskan og ítalskan mat. En það eru engar ýkj-
ur að mér dettur oft maturinn hennar mömmu í
hug,“ segir Jón og er ekki ólíkur öllum öðrum sem
fara að heiman og sjá mömmumatinn í hillingum
Ánægður í USA
Jón Arnór var tvö ár í skóla f Bandaríkjunum.
Hann var þá í Los Angeles og kunni vel við sig þar.
Veðrið í Dallas er mjöggott á veturna og kann Jón
því vel. Hann segir heimamenn kvarta ef hitinn
fer niður í 10 stig, þannig að á veturna er þægilegt
veðurfar. Sumarið er hins vegar mun heitara. „Eg
kann vel við Bandaríkjamenn og þá menningu
sem þar þrífst. Auðvitað eru það viðbrigði að flytja
að heiman og ég sakna fjölskyldunnar og systkin-
anna oft og tíðum. Það er alltof sjaldan sem ég get
hitt Óla bróður; hann er úti þegar ég er heima og
öfugt. Ég nota tölvuna og símann þess meira og er
þannig í sambandi. Fylgist líka með fjölmiðlum
heima og les oftast blöðin þannig," segir hann og
játar að hann hafi verið svo mikill rati í þessum
efnum að hann haf! ekki áttað sig á því fyrr en
núna heima í fríinu að hægt væri að horfa á frétt-
ir í sjónvarpi í tölvunni. „Já, það er alveg á hreinu
að ég ætla að flnna út hvað ég þarf til þess áður en
ég fer aftur út, og fylgjast þannig með fréttum."
Jón Arnór er sonur Stefáns Eggertssonar lækn-
is, sem lék knattspyrnu með Fram í eina tíð.
„Hann lék ekki lengi með liðinu en á meðan hann
spilaði var hann á kantinum. Hann var í læknis-
fræði og það var ekki annað fyrir hann að gera en
að sleppa boltanum, enda í erfiðu námi.“ Hann
hlær þegar hann er spurður hvort pabbi hans hafi
aldrei hugleitt að leggja það fyrir sig að eiga fleiri
börn því það sé alveg ljóst að börn hans verði af-
reksmenn í íþróttum. „Það þarf tvo til að eiga
börn og ætli mamma eigi ekki einhvern þátt í
þessu líka,“ segir Jón Arnór en móðir hans er Ingi-
gerður Jónsdóttir.
Nývaknaður um miðjan dag
Jón fór út til Þýskalands áður en hann lauk
stúdentsprófi og segist vita að hann eigi eftir að
ljúka prófi. „Ég ætla að gera það í fjarnámi en hef
ekki komið mér að því enn. Býst við að ég komi
mér að því á næsta ári. Það þýðir ekki annað en
klára,“ segi Jón Arnór og veit að það er allt hægt
með aðstoð tölvunnar.
Leyfið sem Jón Arnór er í núna kemur til vegna
hlés sem er alltaf á þessum tíma í NBA-deildinni
bandarísku. Hann segir að allir leikmenn fari eitt-
hvað í frí og þeir sem ekki búi í Dallas fari heim til
sín. „Þetta er kallað „allstar brake“ vegna þessa leiks
sem er nú um helgina. Það eru aðeins þeir sem em
með í þessurn leik sem ekki fara í burtu. Ég var fljót-
ur að nýta tækifæriö, og k,Qtna mérheim og hef haft
það ofsalega gott. Það eina sem hefur hrjáð mig er
að illa hefur gengið að snúa sólarhringnum aftur við
og það tekur því reyndar ekki úr þessu," segir hann,
brosandi og nývaknaður um miðjan dag. „Ég lagði
mig aðeins, enda boðinn í mat og gleðskap áður en
ég fer út aftur," segir hann og glottir.
bergljot@dv.is
&W pv
1) Tvisvar sinnum
kosinn Scania Cup-
kóngur, árin 1996 og
1998, það erbesti
leikmaður óopinbers
Norðurlandamóts
yngri flokka í körfu-
bolta. Lið hans, KR,
vann ísínum flokki
bæði árin.
2) íslandsmeistari
með KR 2000 án þess
að hafa leikið deild-
arleik með liðinu.
Kom heim um vorið
eftir skólavist í
Bandaríkjunum og
spilaði bara í úrslita-
keppninni.
3) Kosinn besti ný-
liði úrvalsdeildar
karla veturinn 2000
til 2001 og enn frem-
ur valinn besti leik-
maður úrvalsdeildar-
innar veturinn 2001
til 2002.
4) Lék með þýska
úrvalsdeildarliðinu
TBB Trier veturinn
2002-03 og var val-
inn besti leikmaður
deildarinnar í nóv-
embermánuði.
5) Samdi við NBA-
liðið Dallas Maver-
icks í september og
varð annar íslend-
ingurinn og fjórði
Norðurlandbúinn til
að komast á saming í
bestu og erfiðustu
körfuboltadeild í
heimi.
Fjölskylda
Jóns Arnórs:
PabbiJóns erStefán Eggertsson,
iæknir og fyrrum knattspyrnu-
maður i Fram. Það vekur athygli
að systkinin fjögur eru öll afreks-
fóik i iþróttum og landsliðsfólk í
sinum greinum, og öll fjögur eru
uppalin sitt i hverju félaginu. Stef-
anía er uppalin i Þrótti, Eggert i
Fram, Ólafur i Val og Jón Arnór i
KR.
Ólafur Stefáns-
son handbolta-
maður er bróðir
Jóns. Flann
leikurmeð Ciu-
dadReaiá
Spáni. Einn allra
besti hand-
boitamaður is-
lands fyrr og síðar og afmörgum
talinn vera einn afbetri hand-
boltamönnum heims. Á að baki
sigursælan feril á íslandi, í
Þýsklandi og nú síðast á Spáni.
íþróttamaður ársins siðustu tvö
árin.
Eggert Stefáns-
son, knatt-
spyrnumaður í
Fram, er lika
bróðirJóns.
Hann hefurleik-
ið lykilhlutverk i
vörn Framara
undanfarin ár.
Hefur verið tal-
inn einn efnilegasti varnarmaður
landsins og lengi verið á leiðinni í
atvinnumennsku, en óheppni
með meiðsl hefur m.a. valdið því
að hann er ekki farinn að spila er-
lendis.
Stefanía Stefánsdóttir, systir
Jóns, er tenniskona sem hefur
orðið margfaldur Islandsmeistari
i sinni grein. Stefania hefur oft
keppt fyrir Islands hönd á erlendri
grund.