Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Side 15
Kerry sakaður
um svall
Forsetaframbjóðandinn
John Kerry hefur nú verið
tengdur við kynlífshneyksli
en slíkt virðist ætíð koma
upp á yfirborðið hjá þeim
pólitíkusum sem líklegir
eru til að ná frama í Banda-
ríkjunum. Kerry er sagður
hafa fengið sér á broddinn
með ungri fréttakonu AP
fréttastofunnar en ffá þessu
var skýrt á vefsíðunni
Drudge Report. Þaðan
komu líka upphaflega ásak-
anirnar á hendur Bill Clint-
on um að hann hefði átt í
ástarsambandi við Monicu
Lewinsky.
Ógnaröld
á Haiti
Tæplega 40 manns hafa
látist á Haiti síðustu vikuna
eftir að stjórnvöld í landinu
réðust gegn mótmælend-
um sem kröfðust þess að
forseti landsins segði af sér.
Lét herinn og önnur sam-
tök hlynnt forsetanum til
skarar skríða eftir miklar
mótmælagöngur svo dög-
um skipti. Óttast er að
átökin eigi eftir að harðna
enn frekar með tilheyrandi
dauðsföllum.
Fyrstu
verðlaun
Tilkynnt hefur verið
hvaða ljósmyndir eru taldar
hafa borið af á síðasta ári af
samtökum fjölmiðlaljós-
myndara, World Press
Photo. Er þetta í 47. sinn
sem keppnin er haldin en
myndirnar sem valdar eru,
eru sýndar víða um heim.
Þykir afar mikill heiður að
sigra enda er hún dæmd af
kollegum í ljósmyndastétt-
inni.
Fyrstu verðlaun fyrir
náttúrumynd hlaut þessi
frá Kaliforníu en þar barð-
ist slökkvilið til skógarelda
seint á síðasta ári.
Niður með
Frakka
Sú ákvörðun franskra
stjórnvalda að banna notk-
un veíjarhatta í ffönskum
skólum hefur vakið mikil
viðbrögð meðal margra
þjóða. I Indlandi dreif fólk
út á götur þar sem hróp
voru gerð að Frökkum og
þessari ákvörðun þeirra.
Vefjarhatturinn, eða
túrbaninn, eins og margir
þekkja hann er þekkt trúar-
legt tákn íyrir stöku hópa í
Indlandi og víðar.
Pétur Pétursson fyrrverandi þulur fær aðstoð heimahjúkrunar í hverri viku. Hann
segist síst af öllu vilja vera án þeirra sómamanneskja sem heimsækja hann. Og
ekki nóg með það þá hefur hann myndað góð tengsl við stúlkurnar og myndi sakna
þeirra mikið ef þær kæmu ekki eftir 1. mars.
Stúlkurnar í heimahjúkr-
un og heimilishjálpinni
Gera Pétri Péturssyni þulkleift
að búa einn eftirað kona
hansléstá síðasta ári. Þær
koma og gefa honum sprautu
og aðstoðo hann við aðfara i
bað. Þær heita frá vinstri,
Guðbjörg Halldórsdóttir og
Jóna Olsen.
Pétur Pétursson, fyrrverandi þulur, nýtur að-
stoðar heimahjúkrunar. Hann er alfarið háður því
að þær komi í heimsókn nokkru sinnum í viku og
líst illa á ef þeirra nýtur ekki við eftir 1. mars næst
komandi en þá verða hjúkrunarffæðingar
skikkaðir til að aka á bflum Heimahjúkrunar og
mega ekki nota sinn eigin bfl nema taka á sig
kjaraskerðingu. Það eru þær ekki sáttar við.
Pétur er 85 ára og missti eiginkonu sína á síð-
asta ári. „Hún lést þann 7. maí og ég vakna oft á
næturnar og finnst hún vera við hlið mér. Auðvit-
að fæ ég engin svör þegar ég ávarpa hana og spyr
hvers vegna hún svari ekki,“ segir hann og bætir
við að það sé engin furða, hann hafi haft konuna
sér við hlið í yfir 60 ár.
Þær koma og sprauta í mig fjörefnum
Pétur fær stúlkur frá heimilishjálpinni á
hverjum morgni alla virka daga sem laga kaffi
og taka til fyrir hann hádegisverð. „Svo koma
þær öðru hvoru og sprauta í mig fjörefnum sem
ég má illa vera án. Þetta eru mestu sómamann-
eskjur sem ég hef myndað við góð tengsl og það
þarf ekki að spyrja hve mikið ég myndi sakna
þeirra," segir Pétur og bendir á hve miklar
breytingar hafi orðið á tengslum Ijölskyldna á
umliðnum árum. „Ég þakka svo sannarlega fyr-
ir þessar yndislegu konur sem koma til mín. En
mér er til efs að börn á leikskólum þekki lengur
ömmur og afa, langömmur eða langafa eins og
var hér á árum áður. Þegar ég hóf búskap með
minni konu minni fyrir rúmum sextíu árum þá
stóð á dyraþröskuldinum kona sem hafði verið
hjá afa hennar og ömmu. Hún taldi sig vera
eign því hún var frá dögum vistarbanda þar
sem hjú urðu að vera vistráðin frá vinnuhjúa-
skildögum. Henni þótti sjálfsagt að fylgja okkur
og velti því ekki meira fyrir sér. Þessi kona var
hjá okkur í fjörutíu ár þangað til hún dó,“ segir
Pétur.
Hann fór nýlega í aðgerð á mjöðm og gengur
illa án sérstakrar grindar. „Ég hafði það samt af að
ganga niður í Ráðhús og heim aftur," segir hann
og er á því að hann hafi það ágætt enda vel um
hann hugsað af starfsfólki heimahjúkrunar og á
Vesturgötu 7.
Ósvífni Tryggingastofnunar
Pétur sér ýmislegt athugavert við þjónustu
Tryggingarstofnunar ríkisins. „Hún er ekki
samboðin stofnuninni. í ágúst árið sem kona
mín lést fékk ég bréf frá þeim og þar stóð að ég
geti búist við að lífeyririnn yrði skertur þar sem
ég hafi ekki leyft maka mínum að sjá skatt-
framtalið. Mér þótti heldur mikil ósvífni að fá
svona bréf og þeir ættu að vita hvað þeir eru að
gera!“ segir hann og bætir því við að Trygg-
ingastofnun fái alla reikninga frá öllum lækn-
unum hans en samt borgar hún ekki krónu
nema hann, orðinn 85 ára gamall, safni þessu
saman og færi þeim í eigin persónu. Hann er
ekki í vafa um að Tryggingastofnun steli frá
elliglópum milljóna tugi á ári hverju. „Auðvit-
að geta þeir sent okkur afláttarkortið um leið
og þeir hafa fengið kvittanirnar frá læknunum.
Mér þætti gaman að fá svör við þessu frá þess-
um „sómamönnum," segir Pétur Pétursson
sem þrátt fyrir allt er alltaf jafn hress og ekki
orða vant fremur en fyrr.
bergljot@dv.is
Formaður segir alla vilja að umsækjendur fái umsagnir Kvikmyndamiðstöðvar
Afneitar samstöðu með Einari Þór
„Það verður að teljast nokkuð of-
sagt að stjórn Félags Kvikmynda-
gerðarmanna hafi tekið sér stöðu við
hlið Einar Þórs,“ segir Björn Brynj-
úlfur Björnsson, fomaður Félags
Kvikmyndagerðarmanna.
í frétt DV á miðvikudag var sagt
frá bréfi sem Félag Kvikmyndagerð-
armanna (FK) sendi á mánudag til
Einars Þórs Gunnlaugssonar kvik-
myndagerðarmanns hjá Passport
Kvikmyndum:
„Fyrra atriðið sem þú fjallar um
er að KMI telji að umsækjendur hafi
ekki sjálfvirkan rétt til að fá umsagn-
ir um verk sín. Við erum þér sam-
mála um að slfkt sé ótækt," sagði í
bréfi FK til Einars Þórs.
í DV var ofangreind setning tekin
til marks um að FK hefði tekið sér
stöðu með Einari Þór í deilum við
Laufeyju Guðjónsdóttur, forstöðu-
mánn Kvikmyndamiðstöðar íslands
(KMÍ). Björn Brynjúlfur segir það hins
vegar af og frá. Lög og reglugerðir sýni
að Kvikmyndamiðstöðinni sé ekki
skylt að sýna umsagnir. Það sé einfald-
lega óumdeild staðreynd en ekki skoð-
un forstöðumannsins. Skoðun Lauf-
eyjar sé einmitt sú að styrkumsækj-
endur eigi að hafa aðgang að umsögn-
un um eigin verkefni „þótt Einari henti
að láta annað í veðri vaka.“
„Það er með öðrum orðum sam-
eiginlegt viðhorf forstöðumanns
KMÍ, Félags kvikmyndagerðar-
manna og Einars Þórs að afgreiða
eigi umsóknir með umsögnum,"
segir Björn Brynjúlfur.
gar@dv.is
Björn Brynjúlfur Björnsson og Einar Þór Gunnlaugsson Sameiginlegt viðhorfallra að
afgreiða eigi umsóknir með umsögnum þótt iögin segi það ekki vera skyldu Kvikmyndamið-
stöðvarinnar, segir formaður Félags Kvikmyndagerðarmanna.