Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Qupperneq 18
78 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004
Fókus XXV
Líki hefur áður verið varpað í aust-
firskan fjörð, vafið í járn til að freista
þess að fela grimmilegt morð. „Vél-
stjórinn frá Aberdeen“ var myrtur á
Seyðisfirði og víðtækt samsæri gert til
að reyna að leyna morðinu. En allt
komst upp um síðir.
Vornótt eina árið 1894 lá skoskur
togari fyrir stjóra úti á Seyðisfirði.
Hann hafði verið að veiðum úti fyr-
ir Austfjörðum en var brátt á heim-
leið. Skipverjar settust að sumbli;
það heyrðust gleðilæti á bæina í
landi. Menn hristu höfuðið og
glottu kannski í barm sér; óskapar
fyllirí var þetta á þessum togara-
mönnum. Svo var togarinn farinn,
sigldur heim til Skotlands. Og ekk-
ert í frásögur færandi - gleðskapur
um borð í útlendum togara tolldi
mönnum ekki lengi í minni, svo al-
gengt sem slíkt var. Meira að segja á
þessum tímum þegar bindindis-
hreyfing var vaxandi á íslandi og
reyndar í Skotlandi líka.
Nema hvað, nokkrum vikum
síðar kom fyrirspurn frá Skotlandi
til Magnúsar Stephensens lands-
höfðingja í Reykjavík. Hún var frá
Aberdeen í Skotlandi og snerti
togarann M.A.Dodds, þann sem
legið hafði á Seyðisfirði nóttina í
maí. Þegar togarinn kom í heima-
höfn eftir siglinguna yfir hafið frá
íslandi tilkynntu skipverjar að einn
mann vantaði um borð. Það var vél-
stjórinn og skipverjar sögðu að
hann hefði fallið útbyrðis í vondu
veðri á hafinu milli Færeyja og
Hjaltlands. Sorglegt fyrir aðstand-
endur hans en varla fréttnæmt í
sjálfu sér; annað eins kom fyrir á
þessum árum þegar togararnir voru
litlir og létu illa í sjó - þeir áttu jafn-
vel til að hverfa sporlaust í hafið
með manni og mús, og skýringar
engar nema sjórinn sjálfur.
Maðkur í mysunni
En í þetta sinn vaknaði grunur
um að maðkur væri í mysunni.
Einn hásetanna hafði nefnilega
aðra sögu að segja. Hann hélt því
fram að ýmislegt gruggugt væri við
hvarf vélstjórans og hann hefði alls
ekki verið hrifinn burt af brotsjó
þegar komið var fram hjá Færeyj-
um, heldur hefði hann horfið með-
an dallurinn lá enn á Seyðisfirði. Og
nú báðu yfirvöld í Aberdeen Magn-
ús landshöfðingja að rannsaka
hvort austur á Seyðisfirði væri ein-
hverjar fréttir að fá um vélstjóra
þennan og örlög hans.
Magnús sendi erindið á Seyðis-
fjörð sem var í þá daga einn stærst-
ur bær á íslandi og veitti Reykjavík
allharða keppni um menningu og
margbreytilegt mannlíf. Þar, eins
og í fleiri austfirskum fjörðum,
höfðu útlenskir kaupmenn og út-
gerðarmenn hreiðrað um sig og
þorp voru að spretta upp kringum
flestalla útgerðarstaði þeirra og
verslanir, en Seyðisfjörður bar höf-
uð og herðar yflr þá alla. Þar hafði
sýslumaðurinn í Norður-Múlasýslu
aðsetur og einmitt í sumarbyrjun
þetta ár var nýr sýslumaður að taka
til starfa á Seyðisfirði. Það var Axel
Tulinius, rétt tæplega þrítugur og
hafði lokið lögfræðinámi með
nokkrum erfiðismunum frá Kaup-
mannahafnarháskóla tveimur
árum fyrr.
Axel Tulinius hefur rannsókn
málsins
Axel var sonur kaupmannsins og
ræðismannsins á Eskifirði, sem aft-
ur var upprunninn í Slésvík, her-
togadæmi því sem Danmörk og
Þýskalands bitust gjarnan um á fyrri
tímum. Axel hafði verið um skeið
lögregluþjónn í Kaupmannahöfn
eftir að hann lauk námi en var síðan
fulltrúi hjá bæjarfógetanum í
Reykjavík þar til hann var settur
sýslumaður á Seyðisfirði 1. júlí 1894.
Nýi sýslumaðurinn fékk til íbúðar
eitt herbergi uppi á lofti f öðrum
enda lyfjabúðar Hans Jörgens Ernst
lyfsala. Hann var danskur og hafði
útdeilt lyfjum til Seyðfirðinga síðan
1888.
„Hafði ég þar skrifstofu mína,"
sagði Axel síðar, „en í einu horni
herbergisins stóð rúm mitt, og var
dregið hengi fyrir. Á herberginu
voru tveir gluggar á gafli."
Það var eitt fyrsta verk Axels í
embætti að grafast fyrir um örlög
vélstjórans frá Aberdeen. Hann
sagði svo frá fyrstu eftirgrennslun-
um sínum í frásögn sem Þórbergur
Þórðarson rithöfundur skrifaði eftir
honum 1928:
„Skömmu eftir að ég kom til Seyð-
isfjarðar, fór eg bæði út með norður-
og suður-byggð fjarðarins til þess að
spyrjast fyrir um þennan togara frá
Aberdeen. En eg gat enga ffæðslu um
hann fengið aðra en þá, að skipverjar
höfðu gert sér glaðan dag, meðan
þeir stóðu við á Seyðisfirði, og að
einn íslendingur, kallaður Páll jökull,
hefði verið með þeim."
Þessar fátæklegu upplýsingar
sendi Axel Tulinius síðan til Magn-
úsar Stephensen í Reykjavík. Og var
lítt við þær gjörandi.
Fiskimenn fá lík á færi
Svo var það 2. október um haustið
að fiskimenn utarlega í Seyðisfirði fá
Breskur togari rétt fyrir aldamótin
1900 „Menn hér á Suðurbyggðinni heyrðu
óhljóð og ólæti á þessum Trawler," sagði
Seyðisfjarðarblaðið Austi um MA.Dodds frá
Aberdeen
Eirtn hásetanna hafði
aðra sögu að segja.
Hann héltþví fram að
ýmisiegt gruggugt
væri við hvarfvéi-
stjórans og hann
hefði ails ekki verið
hrifínn burt afbrotsjó
þegar komið var
framhjá Færeyjum
heldur hefði hann
horfíð meðan dallur-
inn lá enn á Seyðis-
fírði.
lík á línu sína, þar undan sem heit-
ir Brimnes og er norðanmegin í
firðinum. Axel Tulinius segir að
vísu í sinni frásögn að líkið hafi
fundist seint í september en Seyð-
isfjarðarblaðið Austri nefnir 2.
október. Nánar segir Axel frá lík-
fundinum á þessa leið:
„Þá er það eitt sinn snemma
nætur, að eg sit að vinnu minni í