Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Side 19
r DV Fókus LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 19 Líkið var þannig á sig komið, að báðir fram- handleggirnir voru dottnir afþví, en naktar beinapípurnar voru eftir af upphandleggjun- um. ailt hár og hold var skafið burt afhöfðinu, svo að einungis nakin hauskúpan var eftir. skrifstofunni. Kemur þá inn til mín Ernst lyfsali. Spyr hann mig að því, hvort mér hafi ekki verið tilkynnt, að lík hafi slæðzt upp á línu úti í mynni Seyðisfjarðar ... Eg segi, að mér hafi ekkert verið til- kynnt um þetta, og eg kvaðst ekki leggja neinn trúnað á sögu þessa, því að það væri skylda að láta sýslumann vita, þegar slíkir fundir fyndust. Rétt á eftir fer eg að hátta. En eg get með engu móti sofnað. Ligg eg andvaka lengi fram eftir nóttu af umhugsun um það, að sagan hlyti líklega að vera sönn, og sannfærð- ist eg meira að segja um það þá um nóttina, að líkið hlyti að vera af vél- stjóranum frá Aberdeen. Á sjötta tímanum vakna eg og fer á fætur. Er eg þá algerlega sann- færður um, að sagan um líkfund- inn sé sönn. Fer eg því til og fæ léð- an lítinn gufubát hjá Otto Wathne [kaupmanni] og tek með mér nokkra menn, þar á meðal Eyjólf Jónsson ljósmyndara. Héldum við síðan út að Brimnesi. Eg geng þar á land og er þá svo sannfærður um likfundinn, að eg spyr fyrsta mann- inn, sem eg hitti: „Hvar er líkið?1' Hann vísar mér í hjall þar á túninu og segir, að það sé þar. Förum við svo þangað allir, berum líkið og leggjum það á túnið. Þar tók Eyjólf- ur mynd af því... INGI Hræðilega útleikið lík Líkið var þannig á sig komið, að báðir framhandleggirnir voru dottn- ir af því, en naktar beinapípurnar voru eftir af upphandleggjunum. Allt hár og hold var skafið burt af höfðinu, svo að einungis nakin hauskúpan var eftir. Sömuleiðis voru og allir vöðvar kroppaðir burt af hálsliðunum. Að öðru leyti var búkurinn lítt skemmdur. Var það því að þakka, að fötin tolldu enn þá utan á honum, en þau virtust hafa verið gegnsósa af olíu eða feiti. Það voru venjuleg sjómannsföt, en á fótunum voru íjaðrastígvél. Búningurinn og þó einkum stígvélin virtist mér benda á, að þetta hefði verið véla- maður. Á buxnahnöppunum stóð nafnið Aberdeen, og í öðrum buxna- vasanum fundum við einn penny. Allt útlit líksins var hið hvumleið- asta, og svo megnan ódaun lagði af því, að við tókum töluvert nærri okk- ur að koma í námunda við það." Allt benti þegar í stað til þess að hugboð Axels um að þetta væri vél- stjórinn frá Aberdeen væri rétt. Líkið var flutt á gufubátnum til Aberdeen og þar var það rannsak- að af Guðmundi Scheving héraðs- lækni á Seyðisfirði og Jóni Jónssyni lækni Fljótsdalshéraði. Þeir krufu líkið og Axel lagði sérstaklega fyrir þá að kanna hvort maðurinn hefði verið dáinn áður en hann lenti í Hús Hans Ernst lyfsala á Seyðisfirði Þarna hafði Axel Tulinius aðsetur og þarna sótti draugur hins myrta vélstjóra að honum. Myndin er frá 1920. sjónum eða hvort hann hefði drukknað. Sorgarathöfn á Seyðisfirði „Sannaðist það við uppskurðinn, að því er læknarnir fullyrtu, að hann hefði þá verið dáinn eða meðvitund- arlaus," sagði Axel. „Að uppskurðinum loknum lét eg þvo fötin af líkinu og rannsakaði á þeim sauma og bætur. Má geta þess hér, þótt það varpaði í sjálfu sér ekki miklu ljósi yfir rannsókn mína, að eg lagði það undir úrskurð tveggja greindra kvenna, hvort bætur sem voru á buxnarassinum væru bættar af karli eða konu. Staðhæfðu þær hiklaust að þær væru bættar af kvenmanni." Það hefði morrað lengi stjórnlaust úti á Seyðisfirði. Þarhefði hver höndin verið uppi á móti annarri og áflog og háreysti hefðu bergmálað þaðan í land. Stór hundur hefði verið á skipinu er hefði verið sígeltandi meðan á þessum ólátum stóð. Þess má geta að lýsing sú sem Axel Tulinius skráði af fötunum sem lfkið var klætt í var svo nákvæm að eiginkona hins látna vélstjóra frá Aberdeen vitnaði síðar að þarna væri augljóslega um að ræða föt eig- inmanns hennar, þótt það hafi þá reyndar lítt farið milli mála. Hinn látni var síðan kistulagður og fluttur til greftunar í heimalandi sínu. Líkið var flutt til skips á Seyðis- firði með mikilli viðhöfn. Austri sagði á þessa leið frá þeirri útför, sem kölluð var: „Sýslumaður og hinn brezki [vararæðismaður] L.M.Hansen gjörðu útförina mjög heiðarlega. Hélt sóknarprestur, síra Björn Þor- láksson ræðu, en þeir sýslumaður og konsúlarnir, Hansen og lyfsali Ernst, fylgdu líkinu til grafar. En bæjar- menn fylgdu því til skips, og höfðu skreytt líkkistuna með mörgum fögrum blómsviegum og alstaðar dregið fána í hálfa stöng. - Fór sorg- arathöfn þessi öll mjög vel og hátíð- lega fram." Axel Tulinius segir raunar í sinni frásögn að vélstjórinn hafi verið jarðaður á Seyðisfirði en þar mun vera um misminni að ræða. Þetta var morð Hann sagði síðan um framhald málsins: „Þessu næst tek eg að rannsaka málið að nýju. Kemur nú ýmislegt upp úr kafinu, sem enginn þóttist hafa neina hugmynd um við fyrra réttarhaldið. Meðal annars er mér sagt, að óregla mikil og ölæði hefði verið á skipinu. Það hefði morrað lengi stjórnlaust úti á Seyðisfirði. Þar hefði hver höndin verið uppi á móti annarri og áflog og háreysti hefðu bergmálað þaðan í land. Stór hund- ur hefði verið á skipinu er hefði ver- ið sígeltandi meðan á þessum ólát- um stóð. Þetta bar sama fólkið sem ekkert mundi við fyrra réttarhaldið. Um sömu mundir, sem eg lauk réttarhöldunum, kom eimskip frá útlöndum til Seyðisfjarðar. Minnir mig það vera frá Zöllner stórkaup- manni og kæmi til að sækja lifandi fénað. Eg greip nú tækifærið, snar- aði öllum réttarprófunum í snatri á ensku og sendi þau með fjártöku- skipinu til lögreglustjórans í Aber- deen. Var þá málið tekið þar fyrir á nýjan leik. Sannaðist nú, að mann- inum hafði verið varpað fyrir borð úti á Seyðisfirði og höfðu járn verið bundin við framhandleggi hans. Þess vegna hafði líkið haldizt svona lengi við botninn og ffamhand- leggirnir slitnað af er það var dregið upp." Þannig komst um síðir upp um morðið á vélstjóranum frá Aber- deen. Því miður hafa ekld fundist í íslenskum heimildum neinari frek- ari upplýsingar um málið - hvorki náJcvæmlega hvernig eða af hvaða sökum. vélstjórinn var drepinn og hver það verk vann, né hvers vegna öll áhöfnin (að einum háseta und- anskildum) sammæltist um að leyna morðinu. Ekki hafa heldur fundist neinar upplýsingar um niðurstöðu réttarhalda yfir hinum seku úti í Skotlandi. Draugurinn kemur En þótt óhætt væri að segja að Axel Tulinius hafi staðið sig vel við rannsókn þessa máls, þá virtist nú vélstjóranum frá Aberdeen samt eitthvað uppsigað við hann - eða altént eiga eitthvað vantalað við hann. Hann lét Axel nefnilega ekki í friði nóttina eftir að niðurstaða var fengin og sýslumaður hafði sent réttargögn sín út til Skotlands. Axel sagði Þórbergi frá málinu á þessa leið: „Um kvöldið, þegar allt þetta var um garð gengið, gekk eg snemma til náða og hugði að njóta góðrar hvíld- ar eftir þetta rannsóknarvafstur. En nú brá svo við, að eg gat með engu móti sofnað. Úti var tunglskin og bjartviðri. Eg hafði dregið tjöldin frá glugganum, og herbergið var allt uppljómað af tunglsljósi. Klukkan þrjú til fjögur um nóttina hafði mér ekki runnið blundur í brjóst. Lá eg glaðvakandi með opin augu og horfði til dyra. Sé eg þá allt í einu, að herbergishurðin opnast ofurhægt og að í dyrunum stendur skozki vél- stjórinn, nákvæmlega eins ásýndum og líkið leit út. Hauskúpan var nakin og skinin, augnatóftirnar holar og auðar; glitti í hvítan tanngarðinn millis koltanna, Axel Tulinius sýslumaður Hann varð siðar stofnandi Sjóvár tryggingafélagsins og skjallhvítar beinapípurnar héngu niður með síðunum. Eg þóttist samt sjá, að hann væri reiður og bæri illan hug til mín. Harðvítugar stimpingar við draug Þessi ferlega mannsmynd þokast hægt og hægt inn eftir gólfinu, stefn- ir beint að rúmi mínu starblínir á mig holum augnatóftunum. Eg vildi ekki eiga á hættu að bíða lengur boðanna og snarast fram úr rúminu og út á gólfið á móti ófreskjunni. Eg var að eðlisfari myrkfælinn, en í þetta sinn fann eg ekki til neinnar hræðslu. Eg ávarpa hann á íslenzku og spyr, hvað hann sé að gera hér, og segist eg sízt hafa búizt við því af honum, að hann lofaði mér ekki að vera í friði. En hann gefur orðum mínum engan gaum, heldur mjakar sér steinþegjandi beint framan að mér, unz við mætumst á miðju gólfi og hann ræðst á mig með heljarafli. Slöngvar hann berum beinapípun- um yfir um handleggina á mér og utan um mig hálfnakinn. Eg tek á móti eftir föngum, og hefjast þarna milli okkar harðvítugar stimpingar. Þótt hann væri sterkur og illur við- skeytis, veitti mér samt betur, og fékk eg að lokum hrakið hann aftur á bak og út úr herbergisdyrunum, sem þá stóðu galopnar. Smelli eg síðan hurðinni í lás, gríp eldspýtustokk og kveiki og les, það sem eftir er nætur. Kom mér ekki dúr á auga, fyrr en fólk var komið á stjá í húsinu um morguninn. Tvær næstu nætur gekk draugur þessi ljósum logum á neðri hæðinni. Sótti hann þá svo ákaft að Ernst lyf- sala, að hann fékk ekki sofið með neinni værð. Eftir það varð hans ekki vart þar í húsinu." i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.