Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Side 33
DV Sport LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 33 Man. Utd-Man. City Stórleikur helgarinnar. Vertíð hjá vertum Manchesterborgar enda verður vandfundinn sá einstaklingur sem verður ekki á sneplunum þegar leikurinn fer fram. Blóðug slagsmál innan vallar og eflaust verða þau ekki minni eftir leik þegar stuðningsmennirnir fara að kasta Betra að vinna bjór en peninga Þeir eru eflaust fáir sem tengja Sverri Stormsker við fótbolta og eflaust enn færri sem vita að hann var eitt sinn efnilegur leikmaður. Svo LIÐIÐ MITT bjórglösunum hver í annan. Þetta er leikur til að sjá á pöbbnum. Lau. Sýn kl. 12.30 Fulham-West Ham Það verður væntanlega minna áfengi í blóðinu hjá stuðnings- mönnum þessara liða þótt um nágrannaslag sé að ræða. Fyrsta, og væntanlega eina, tækifærið í vetur til þess að sjá nýtt West Ham-lið. Skemmtanagildi Hamr- anna er þó ívið minna eftir að Roeder hvarf af hliðarlínunni í tuddanum góða. Lau.stöð2 kl. 15.00 Sunderland-Birmingham „Boooorrrrriiiiinnnggg" myndi Homer Simpson segja ef hann fylgdist með enska boltanum og væri spurður að því hvort liann ætlaði að koma með á leikinn. Það segir allt sem segja þarf. Lau.Sýn kl. 17.30 Arsenal-Chelsea Fautarnir í Arsenal mæta glaumgosunum í Chelsea. Það má með sanni segja að Arsenal-andinn kristallist í Ashley Cole sem hefur sagt að Arsenal ætli að vinna Chelsea tvisvar á næstu dögum og þar með verði Claudio Ranieri rekinn frá Chelsea. Vel innrættur og góður drengur þar á ferð. Sun.Sýnkl. 12.30 Liverpool-Portsmouth DV mælir ekki með því að fólk horfi á þennan leik illa sofið - það gæti endað illa. Fastlega má búast við rólegum leik, fáum færum og engum mörkum. Nokkrar ruddatæklingar eru þó vel inni í myndinni og það gæti gert það þess virði að horfa á þennan leik sem eflaust þarf að leika aftur þar sem hann endar með markalausu jafntefli. Sun. Sýn kl 16.00 BOLTINN EFTIRVINNU Hrækti á stelpu? efnilegur að hann var valinn besti leikmaður 4. flokks KR. Sverrir var ákaflega eigingjarn vinstri kantmaður sem aldrei gaf boltann. Þess í stað sólaði hann mikið og að eigin sögn var hann kallaður „saumavélin". Knattspyrnuáhuginn hefur eilítið dvínað síðustu ár en Sverrir fylgist þó aðeins með boltanum. „Ég hef alltaf verið hriflnn af Man. Utd. Reyndar má ekki gleyma því að þegar ég horfi á fótbolta þá er það með öðru auganu á fimmta glasi,“ sagði Sverrir en United hefur oft reynst honum vel. „Þegar ég hef veðjað á leiki þá hef ég veðjað á sigur hjá United. Ég fór sfðan að halda með þeim því þeir unnu alltaf." Sverrir er þó ekki að leggja peninga undir - enda er það bannað - heldur veðjar hann upp á bjór. „United hefur skilað mér ófáum bjórunum. Það er miklu betra að vinna bjór en peninga." George Best var fyrirmyndin Sverrir neitaði því í fyrstu að hafa haldið lengi með United en eftir að blaðamaður hafði kafað djúpt ofan í sál hans kom í ljós að hann er búinn að halda með liðinu f tugi ára. „Svei mér þá, en ég held það sé bara rétt hjá þér að það hafi blundað í mér ákveðin aðdáun á liðinu alveg frá því George Best spilaði. Hann var alltaf maður að mínu skapi. Best spilaði fótbolta eins og mér fannst að ætti að spila hann. Hann gat sólað menn alveg út og suður,“ sagði Sverrir, en rétt er að fram komi að DV tók engan pening íyrir sálfræði- þjónustuna. „Best var líka góður drykkjumaður og vægt til orða tekið þokkalegasti kvennamaður og er það reyndar enn. Hann er aftur á móti kominn í þá deild sem eng- inn vUI vera í en það er að berja kon- urnar sínar." Bjartasta von Englands knattspyrnunni, hinn 18 ára gamli Wayne Rooney, er í vand- ræðum með að höndla frægðina sem fylgir velgengn- inni í knatt- spyrnunni. Hann hefur verið fjarri ; 0 sínu besta á vell- inum í vetur og nú p er hann farinn að koma sér í vandræði utan vallar. Hann verður yfirheyrður á næstunni af lögreglunni í Manchester eftir að stúlka ákærði hann fyrir að kalla sig ljótum nöfnum og hrækja á sig. Atvikið átti sér stað nóttina eftir leik ÍManchester United og Everton en Rooney ákvað að lyfta sér upp eftir tapið gegn United með því keyra til Manchester og sletta ærlega úr klaufunum á vinsælum skemmtistað þar í borg. Vitni hafa stað- fest að Rooney var Stúlkan hrækti á Wayne „Þessar ásakanir á hendur Wayne eru algjörlega úr lausu lofti gripnar og með öllu ósannar," sagði Paul Stretford, umboðsmaður Rooneys. „Það var stúlkan sem lét ófriðlega og hún lét sig ollum tllum notn- um. Hann brást ekki við þessu áreiti hennar og þá hrækti hún á hann og var fyrir vikið kastað út af skemmtistaðnum. Wayne var eingöngu að skemmta sér á löglegan hátt og var edrú.“ Trúi þvf svo hver sem vill. Hver hrækti á hvern? Rooney neitar dsökunum um skyrpingar og segir að stúlkan hafi hrækt á hann. skemmtistaðnum í það minnsta til þrjú um nóttina. Hann hafði það náðugt í VlP-herberginu með félögum sínum og segja vitnin að stúlkan hafi verið að gera hosur sínar grænar fyrir Rooney. Drullaðu þér í burtu „Stúlkan var augljóslega búin að fá sér vel neðan í því og hún hékk utan í Wayne. Ég held að á endanum hafi hann fengið nóg af henni og sagt henni að drulla sér í burtu," sagði vitni á skemmtistaðnum. Lögreglan staðfesti í gær að kæra lægi fyrir en stúlkan kærði ekki fyrr en fjórum dögum eftir atvikið. „Kæra hefur verið lögð fram á hendur þekktum einstaklingi og málið er í rannsókn," sagði í yfirlýsingu frá lögreglunni. Umboðsmaður Rooneys vinnur yfirvinnu þessa dagana til þess að hreinsa nafn skjólstæðings síns og hann segir að Rooney haft ekki hrækt á stelpuna - hún hafl hrækt á hann. Hefur þú áhuga á 5000 dollurum? Sportbarinn Players f Kópavogi hleypir um næstu helgi af stokkunum stórskemmtilegum leik sem ekki hefur áður verið spilaður hér á landi. Leikurinn er einfaldur. Skjóttu fótbolta í gegnum gat af 11 metra færi og þú færð 5000 dollara eða tæplega 350 þúsund íslenskar krónur. „Það er allt klárt og við hefjum keppni um næstu helgi,“ sagði Oddur Hauksson hjá Players. „Leikurinn er sáraeinfaldur. Þú kaupir Carlsberg hjá okkur og ferð þá í pott. Síðan em fjórir dregnir úr pottinum hverju sinni og þeir fá tækifæri til þess að skjóta. Þannig að því oftar sent þú kaupir Carlsberg því meiri líkur em á því að þú fáir að skjóta," sagði Oddur en gatið er 18 tommur að stærð þannig að það er góður möguleiki á að hitta í gegn. „Stefnan er að vera með þennan leik svona einu sinni í viku eða þegar góðir leikir eru í gangi.“ Klárir í slaginn ÞeirOddur Hauksson og Árni Björnsson hjá Players eru klárir i slaginn og standa hér við skiltið góða sem hitta þarf ígegnum. Millwall-Burnley Jæja, alltaf í boltanum, er það ekki?*' Tranmere-Swansea John Aldridge lék einu sinni með Tranmere. Hann var líkur Ian Rush í úditi og gat líka skorað. Sheff. Utd-Colchester Parkinson, stjóri Colchester, verður án stórstjarnanna Craig Fagan og Wayne Andrews. Ekki er samt öll von úti því hinn eini sanni Paul Tierney er klár í slaginn. Eitt af lykil- atriðunum í því að njóta enska boltans til fulls er að eiga gott sjónvarp. Það er eitt að horfa á 14“ tækið í eldhúsinu eða horfa á risastórt breiðtjaldssjónvarp í stofunni. Þú færð einfaldlega ekki_ það sama út úr leiknum. Við tókum hús á tveimur mönnum sem eru vel meðvitaðir um þessa staðreynd og klikka ekki á lykilatriðum. Tækið fær fullt hús Arnar Gunnlaugsson lék til margra ára á Bretlandseyjum og hann eyðir drjúgum tíma í það að fylgjast með leikjum í enska bolt- anum heima hjá sér. Til þess að njóta leikjanna til fulls dugar ekkert slor. „Ég er með virkilega gott tæki. Það er 32“ tæki frá Bang & Olufseiv^ sem ég keypti mér úti í Bretlandi 1999, að mig minnir," sagði Arnar. „Það hefur reynst mér mjög vel og uppfyllir mínar kröfur. Ég gef þessu tæki tvímælalaust fullt hús.“ Arnar lætur sér ekki nægja að vera með gott tæki heldur er hann líka með gervihnattadisk svo hann geti nánast séð alla leiki sem eru spilaðir á Englandi. „Með disknum næ ég Sky Sports sem sýnir ansi marga leiki og má segja að maður geti fullbókað sig fyrir framan tækið með þessar græjur. -dBi Þetta er eðalgræja Bjarki Gunnlaugsson er enginn eftirbátur bróður síns þegar kemur að sjónvarpsmálunum. „Ég er með Bang & Olufsen eins og Arnar. Við erum nú einu sinni ^ tvíburar," sagði Bjarki léttur í lund en það er þó örlítill munur á tækjum þeirra bræðra. „Ég er með sömu stærð og hann en mitt er þannig að það fellur inn í innrétt- inguna en hans er frístandandi." Bjarki er ekki í nokkrum vafa um að menn verða að vera með ai- mennilegt tæki til þess að njóta boltans til hins ítrasta. „Það verða að vera almennileg gæði. Ég er virkilega ánægður með tækið mitt - þetta er eðalgræja. Manni líður virkilega vel uppi í sófa að horfa á leiki í tækinu. Að sama skapi er líka hundleiðinlegt að horfa á ömurlegan leik í góðu tæki. Hann verður virkilega leiðinlegur fyrir vikið þannig að þetta helst allt í hendur."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.