Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Page 34
Árni Gautur Arason mun standa í marki Manchester City gegn Manchester United á Old Trafford í dag þega:
-þátt í því að Manchester City komst áfram í bikarnum en hann varði oft á tíðum stórkostlega gegn Tottenhai
Hræoist ekk Van
Fimmta umferð ensku bikarkeppninnar hefst í dag með fimm leikjum. Stórleikur dagsins er grannaslagur
Manchester United og Manchester City á Old Trafford. íslenski landsliðsmarkvörðurinn Árni Gautur Arason mun
að öllum líkindum standa á milli stanganna hjá Manchester City og mæta stórstjörnum Manchester United,
mönnum á borð við Hollendinginn Ruud Van Nistelrooy, Ryan Giggs og Paul Scholes. Árni Gautur prísar sig
væntanlega sælan að Frakkinn Louis Saha, sem hefur farið á kostum sfðan hann kom til félagsins frá Fulham, má
ekki spila í leiknum í dag þar sem hann lék með Fulham gegn Cheltenham í þriðju umferð bikarkeppninnar. Það
mun væntnalega mikið koma til með að mæða á Árna Gauti í leiknum enda er töluverður munur á stöðu liðanna
í deildinni, Manchester United í öðru sæti og Manchester City í því sextánda.
Paul Scholes
Það er skammt stóra högga á
milli hjá íslenska landsliðs-
markverðinum Árna Gauti Arasyni
þessa dagana. Það eru ekki nema
nokkrar vikur síðan hann var
atvinnulaus meiddur markvörður
en í dag mun hann standa á milli
stanganna hjá Manchester City í
grannaslagnum gegn Manchester
United í fimmtu umferð ensku
bikarkeppninnar á Old Trafford,
Leikhúsi draumanna.
Býst við að byrja
DV Sport ræddi við Árna Gaut í
gær um leikinn gegn Manchester
United og þá tilhugsun að mæta
leikmönnum á borð við hollenska
markahrókinn Ruud van Nistelrooy,
Paul Scholes, Diego Forlan og Ryan
Giggs.
eru 50 þúsund eða 67 þúsund. Ef
stemningin er góð þá skilar það sér
til leikmannanna inni á vellinum."
Hræðist þá ekki
Árni Gautur er ekki
að fara að mæta
neinum
meðaljónum í dag
því í liði andstæð-
inganna eru
leikmenn eins og
Ruud van
Nistelrooy, sem
hefur skorað 23 mörk
í 29 leikjum fyrir
Manchester United á
þessu tímabili, væng-
maðurinn frábæri Ryan
Giggs, miðjumaðurinn
Paul Scholes og fleiri
Formið að batna
Árni Gautur var skorinn upp við
axlarmeiðslum fyrir skömmu og er
þvf ekki enn kominn í toppform
líkamlega.
„Leikurinn gegn Tottenham var
fyrsti alvöruleikur minn síðan ég
spilaði gegn Mexíkó í Banda-
ríkjunum í lok nóvember. Síðan fór
ég í aðgerð á öxl og hef verið að
byggja mig upp síðan. Það getur
tekið nokkuð langan tíma
og ég finn að ég er ekki
ai«eg kominn í mitt
:sta form. Ég hef
íns vegar engar
áhyggjur af því
að það eigi eftir
að koma mér
í koll á
morgun. Ég
er þvert á
móti
„Ég veit þó að stuðn-
ingsmenn okkar trúa
á sigur og sætta sig
ekki við neitt annað
en ég held að við
getum mætt nokkuð
afslappaðir í þennan
leik."
staðráðinn í því að standa mig enda
virðist staðan vera þannig hjá okkur
í dag að það verður erfitt fyrir mig að
spila aðra leiki en bikarleikina. Það
er ekki hlaupið að því að slá David
James út úr liðinu en ég get sett
pressu á hann með því að standa
-
Ryan Giggs
Diego Forlan
„Eg
býst fastlega
við að vera í liðinu á
morgun. Keegan hefur
reyndar ekki gefið upp liðið en það
kæmi mér óvart ef ég verð ekki í
liðinu,“ sagði Árni Gautur í gær.
Mikil spenna í borginni
Hann sagði að það ríkti mikil
spenna í borginni og hann yrði var
við áhuga fólks á leiknum hvar sem
hann færi.
„Það ríkir mikil eftirvænting og
það eru allir að tala um leikinn hvar
sem ég kem. Stemningin fyrir
þessum leik er alveg ótrúleg og það
verður spennandi að spila fyrir
fullu húsi á Old Trafford. Ég hef
aldrei spilað þar áður og það verður
frábært að kynnast andrúmsloftinu
þar enda talið einstakt. Þetta er
völlur sem mig hefur alltaf dreymt
um að spila á. Ég man ekki aíveg
hvort ég hef einhvern tíma spilað
fyrir framan 67 þúsund áhorfendur
áður, það gæti hafa gerst með
Rosenborg í meistaradeildinni en
það skiptir reyndar ekki svo miklu
máli, held ég, hvort áhorfendurnir
„Ég held að pressan
sé öll á þeim í þessum
leik. Þeir eru enskir
í
meistarar, miklu ofar1
en við í deildinni og
ég held að það búist
enginn raunverulega
við því að við eigum
möguleika gegn
þessu liði á þeirra
heimavelli."
Árni
Gautur sagðist ekki
hræðast neinn þeirra þótt
allir í United-liðinu væru
frábærir leikmenn.
„Ég hræðist ekki Ruud van
Nistelrooy. Hann er frábær leik-
maður en ég þarf bara að hugsa
um að standa mig vel og reyna að
stoppa hann með öllum tiltækum
ráðum. Þetta United-lið er frábært
og það er Ijóst að þeir mæta brjálaðir
í þennan leik eftir tapið gegn
Middlesbrough í vikunni. Sá leikur
sýndi okkur að það er allt hægt en ég
held samt að við þurfum að eiga
algjöran toppleik til að eiga
möguleika á því að slá þá út. Það
hefur hins vegar sýnt sig að það er
allt hægt í bikarnum og því tel ég að
við eigum möguleika," sagði Arni
Gautur.
Pressan á þeim
Árni Gautur sagði einnig að
hann og félagar hans væru í
þægilegri stöðu að því leytinu að
það byggist enginn við því að þeir
gætu unnið leikinn.
„Ég held að pressan sé öll á
þeim í þessum leik. Þeir eru enskir
meistarar, miklu ofar en við í
deildinni og ég held að það búist
enginti raunverulega við því að við
eigum möguleika gegn þessu liði á
þeirra heimavelli. Eg veit þó að
stuðningsmenn okkar trúa á sigur
og sætta sig ekki við neitt annað,
en ég held að við getum mætt
nokkuð afslappaðir í þennan leik -
ég ætla í það minnsta ekki að vera
stressa mig á þessum leik heldur
njóta þess að spila við þessar
aðstæður."
istiano Ronaldo