Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Síða 36
36 LAUQARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 ■>■ ... ....................... Sport DV Góður endir Tijá Haukum Haukar báru sigurorð af Blikum, 74-70, í Smáranum á fimmutdagskvöldið. Það leit þó allt út fyrir sigur Blika því þeir höfðu fjög- urra stiga forystu, 70-66, þegar þrjár mínútur voru eftir. Þá tóku Haukar sig til og skoruðu átta síðustu stig leiksins og tryggðu sér sigur. Kyle Williams skoraði 25 stig fýrir Breiðablik og Mirko Virijevic skoraði 21 stig og tók 17 fráköst. Michael Manciel var stigahæstur hjá Haukum ttseð 18 stig. Einn litríkasti knattspyrnustjóri ensku úrvalsdeildarinnar er hættur í starfi hjá Southampton. í janúar hafði lekið út til ensku blaðanna að Gordon Strachan ætlaði að hætta með liðið í lok tímabils en sterkur orðrómur um endurkomu Glenn Hoddle á St Mary's átti örugglega sinn þátt í að Strachan hætti í gær. Fyrsta tap KR á heimavelli í sjö leikjum Páll Axel og Lewis drógu vagninn Sigurganga KR-inga á heimavelli í Intersportdeildinni í körfuknattleik var stöðvuð á fimmtudagskvöldið þegar Grindvíkingar komu í heimsókn í DHL-höllina á fimmtudagskvöldið. KR-ingar, sem höfðu unnið sex heimaleiki í röð, áttu aldrei möguleika og töpuðu að lokum með fjórtán stiga mun, 104-90. KR-ingar réðu ekkert við Darrell Lewis og Páll Axel Vilbergsson sem skoruðu þegar þeir vildu. Grind- víkingar leiddu allan leikinn ef undan eru skildar fyrstu tvær mínútur leiksins. Þeir höfðu leikinn í hendi sér og í hvert sinn sem KR-ingar nálguðust þá óþarflega mikið settu þeir í gír á nýjan leik. Eins og áður sagði áttu Páll Axel Vilbergsson og Darrell Lewis frábæran leik í liði Grindavíkur. Lewis fór sérstaklega á kostum í fyrri hálfleik en þá skoraði hann 29 stig. Eini KR-ingurinn sem gat haldið í þá félaga var Josh Murray en hann skoraði 41 stig í leiknum. Murray bar nánast einsamall uppi sóknarleik KR-liðsins og voru aðrir leikmenn hálf meðvitundarlausir í kringum hann. Leikmenn eins og Magni Hafsteinsson, Skarphéðinn Ingason og Baldur Ólafsson voru úti á þekju og hinn Bandaríkjamaðurinn í liði KR, Trevor Diggs, er einfaldlega ekki nógu góður til að réttláta veru sína í Vesturbænum. Grindvíkingar tefldu ffam nýjum Bandaríkjamanni, Jackie Rodgers í leiknum. Rodgers sýndi ágæta takta en hann er í lélegu formi og stóð oft á öndinni þegar hraðinn var sem mestur. Hann styrkir liðið nokkuð og það er ekki ólíklegt að hann klári tímabilið með Grindvíkingum enda hafa vandræði þeirra með erlenda leikmenn eftir áramót ekki riðið við einteyming. Darrell Lewis var stigahæstur hjá Grindavík með 38 stig og 9 fráköst, Páll Axel Vilbergsson skoraði 29 stig, Jackie Rodgers skoraði 12 stig og Guðmundur Bragason skoraði 10 stig og tók 10 fráköst. Josh Murray skoraði 41 stig og tók 15 fráköst fýrir KR og þeir Magni Hafsteinsson og Trevor Diggs skoruðu 10 stig hvor. oskar@dv.is Lewis sjóðandi heitur Darrell Lewis átti frábæran leik iliði Grindavikur gegn KR á fimmtudaginn. Hann skoraði 38 stig og hitti úr öllum 5 þriggja stiga skotum sínum i leiknum. Átta sigrar íröð Snæfell heldur áfram sigurgöngu sinni í Inter- sportdeildinni í körfuknatt- leik en liðið vann sinn átt- unda sigur í röð í deildinni á fimmtudagskvöldið þegar það lagði Hamar, 86-69 í Hveragerði. Það var fyrst og fremst frábær varnarleikur leikmanna Snæfells sem skóp sigurinn en liðið hafði tíu stiga forystu í hálfleik, 42-32. Chris Dade var stigahæstur hjá Hamri með 17 stig, Marvin Valdimars- son skoraði 12 stig, Lárus Jfmsson skoraði 11 stig og Faheem Nelson skoraði 10 stig og tók 9 fráköst. Corey Dickerson var atkvæða- mestur hjá Snæfelli með 28 stig og 7 stoðsendingar, Dondrell Whitmore skoraði 16 stig, Edmund Dotson skoraði 14 stig og tók 19 fráköst og Hlynur Bærings- son skoraði 12 stig og tók 10 fráköst. Snæfell trónir á toppi deildarinnar með 28 stig, jafnmörg og Grindavík en betri árangur í inn- byrðis viðureignum liðanna. fállfórá kostum Njarðvfkingar gerðu góða ferð í Seljaskólann í fyrrakvöld þegar þeir lögðu ÍR-inga að velli, 102-95. IR-ingar höfðu yfirhöndina allt fram í fjórða leikhluta en þá gáfu Njarðvíkingar í °g tryggðu sér að lokum sjö stiga sigur og fjórða sætið í deildinni. Maurice Ingram var atkvæðamestur hjá ÍR Jtáæö 27 stig og 16 fráköst, Eirfkur Önundarson skor- aði 20 stig og Eugene Christopher skoraði 16 stig. Páll Kristinsson átti frábær- an leik í liði Njarðvíkur og skoraði 31 stig og tók 6 fráköst. Brenton Birming- ham skoraði 22 stig og Friðrik Stefánsson skoraði 19 stig og 6 fráköst. Strachan hættur Gordon Strachan, hinn litríki framkvæmdastjóri Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hætti með liðið í gær og við tók aðstoðarmaður hans, Steve Wigley. Strachan ákvað þetta í samráði við stjórnarformann félagsins, Rupert Lowe, sem leitar nú að eftirmanni hans. Það er svo sem ekki ný frétt að Strachan væri að hætta með liðið en það kemur á óvart að hann skyldi ekki klára tímabilið eins og hann hafði ætlað að gera, heldur hætta með það þremur mánuðum fyrr en áætlað var. Hættur Gordon Strachan, hinn litriki framkvæmdastjóri Southampton i ensku úrvalsdeildinni i knattspyrnu, hætti með liðið í gær. Reuters Það hefur verið mikið fjölmiðlafár í kringum framtíð fram- kvæmdastjórastöðu Southampton og það er ljóst að óvissan hefur ekki haft góð áhrif á gengi liðsins sem hefúr verið á hraðrj niðurleið í töflunni að undanförnu. Mikil eftirsjá „Þetta er frábært félag með góðan hóp af atvinnumönnum innan sinna raða og það er því með mikilli eftirsjá sem ég hætti í þessu starfi en ég tek það fram að ég hætti vegna persónulegra ásfæðna," sagði Strachan í viðtali við heimasíðu Southampton en þessi 47 ára Skoti kom til liðsins frá Coventry í október 2001. „Ég er viss um að Steve Wigley mun standa sig vel í þessu starfi og ég styð hans stöðuhækkun. Ég og stjórnarmaðurinn erum sammála um að þetta sé besta lausnin fyrir liðið og vonandi leyfa fjölmiðlamenn nú leikmönnum Southampton að einbeita sér að þeim leikjum sem eru eftir á meðan að stjórnarmaðurinn leitar að eftirmanni mínum,“ sagði Strachan en fréttir af endurkomu Glenn Hoddle á St Mary's hafa örugglega ekki farið framhjá honum eða öðrum sem fylgst hafa með málefnium liðsins að undanförnu. Fyrstu bikarúrslit í 27 ár Gordon stjórnaði síðasta leiknum í 0-2 tapi gegn Arsenal í vikunni en gegn Arsenal spilaði Southampton líklega stærsta leikinn undir hans stjórn því Strachan kom liðinu í bikarúrslit í fyrra í fyrsta sinn í 27 ár. Undir hans stjórn hafnaði liðið í áttunda sæti ensku úrvals- deildarinnar í fyrra og 11. sæti árið á undan sem er það besta hjá félaginu í langan tíma. Southampton er núna í 12. sæti deildarinnar en hefur aðeins unnið einn af átta leikjum sínum frá jólum og fallið úr 5. sæti niður í það 12. á þeim tíma. Það besta fyrir liðið „Ég hitti Gordon og okkur fannst báðum það vera best fyrir félagið að hann hætti strax. Hann hefur unnið frábært starf fyrir okkur á þessurn tveimur og hálfa ári og við skiljum á góðum nótunum. Skotinn var vel liðinn og mjög vinsæll og verður saknað af öllum þeim sem koma nálægt félaginu. Frá því að fréttirnar láku út að hann ætlaði að hætta með liðið í vor hefur ástandið orðið verra og verra með hverjum deginum og það ástand gerði leikmönnum erfitt fyrir,“ sagði stjórnarmaðurinn Rupert Lowe og bætti síðan við. „Gordon og fjölskylda hans eru alltaf velkomin á St Mary's á meðan ég er formaður." ooj@dv.is tfSkotinn vnt vel íiðinn og mjög vinsæil og verður saknað af tilium þeim sem koma nalægt félaginu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.