Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Side 43
■PV Fókus LAUGARDAGUR U.FEBR0AR20Q4 Edda Andrésdóttir og Páll Magnússon eru sameinuð á skjánum að nýju. Samstarf þeirra hefur verið ótrúlega langlíft þrátt fyrir hlé og eyður og þau virðast ætla að færa þjóðinni tíðindi dagsins nánast að^ eilífu. Páll segir helstu kosti Eddu vera ótrúlega þægilega nærveru hennar og Edda segir á móti að fas Páls og örugg framsögn geri það að verkum að fólk treysti því sem hann segi. Bráðum tuttugu ár eru liðin síðan þau Páll Magnússon og Edda Andrésdóttir birtust á sjónvarps- skjánum í því hlutverki að segja þjóðinni fréttir. Það var haustið 1985 á Sjónvarpinu í fréttastjóratíð Ingva Hrafs Jónssonar, sem valdi þau tvö sem einskonar par í fréttalesturinn. Þetta var hluti af nýjum áherslum Ingva í fréttastjórninni, en fyrir- rnyndir hans voru meðal annars sóttar til BBC í Bretlandi og vestur um haf til sjónvarpsstöðvanna NBC og CBS. Þær voru meðal annars að karl og kona læsu fréttirnar og til þessa hlutverks hér heima valdi Ingvi þau Pál og Eddu, sem þá áttu fyrir langan feril á fjölmiðlum. En sjálfsagt hefur Ingva Hrafn á þessum tíma aldrei grunað að bráðum tutt- ugu árum síðar sætu þau enn fyrir framan myndavélarnar og segðu þjóðinni fréttir að kvöldi sérhvers rúmhelgs dags vikunnar. Erfitt að reiðast elskulegri Eddu „Það hafa komið allskonar hlé og eyður í þetta samstarf okkar, sem engu að síður ætlar að verða býsna langlíft," sagði Páll Magnússon þeg- ar DV ræddi við hann í vikunni. Hann snéri aftur til starfa á Stöð 2 fyrir fáeinum vikum, eftir að hafa um þriggja ára skeið starfað við upp- lýsingamál hjá íslenskri erfðagrein- ingu. „Reyndar finnst mér þetta svo stuttur tími að engu er líkara en ég hafi aldrei farið héðan af Stöðinni," segir Páll kíminn. Hann hefur starf- að við fjölmiðla í áratugi. Byrjaði á Vísi um 1980 en hefur síðan komið víða við, en lengst af verið á Stöð 2 og komið víða við þar á bæ. Frétta- stjóri Stöðvar 2 gerðist hann þegar stöðin var stofnuð árið 1986. „Það var einmitt þegar ég færði mig yfir á Stöð 2 sem ég gerði sem frægt var tilraun tii að fá Eddu með mér yfir,“ segir Páll. „Hún var búin að undirrita samning við mig sem hún síðan rifti, það var eftir að Ingva „Hún var búin að und- irrita samning við mig sem hún síðan rifti, það var eftir að Ingva Hrafni tókst að fá hana yfir á sitt band um að vera áfram um kyrrt á Ríkissjónvarp- inu." Hrafni tókst að fá hana yfir á sitt band um að vera áfram um kyrrt á Ríkissjónvarpinu. Þetta voru mér Edda brosir „Eddu Andrésdóttur er hinsvegar gefið nokkuð sem sem fáir hafa og það er þessi þægilega nærvera á sjónvarpsskjánum," seg- ir Páll Magnússon um samverka- konu sina, sem hann telur fréttaþul á heimsvisu. mikil vonbrigði og er ltklega það skipti þegar ég hef komist næst því að verða reiður út í Eddu, sem ann- ars er óskaplega erfitt sakir þess hversu elskuleg manneskja hún er og þægileg í öllu samstarfi." Þessi þægilega nærvera Páll segir þessa aðalskosti ekki bara njóta sín í daglegu samstarfi, heldur skili þeir sér alla leið heim í stofu til áhorfenda. „Þeir sem starfa í sjónvarpi þurfa helst að hafa marga kosti, ýmis meðfædda eða áunna. Til dæmis gott útlit, góðan og skýran talanda, vera vel með á nótunum og svona gheti ég haldið áfram. Eddu Andrésdóttur er hinsvegar gefið nokkuð sem sem fáir hafa og það er þessi þægilega nærvera á sjónvarps- skjánum. Er alltaf velkomin á heimil- ið þegar hún birtist fólkinu f landinu til að flytja okkur fréttir," segir Páll. Hann bætir við að í rauninni komist hann í hrakningar við að út- skýra í hverju þessir hæfileikar Eddu felast. Þeir séu þó tvímælalaust til þess fallnir að skipa henni í fremstu röð fréttaþula, hvort heldur er hér á landi eða á heimsvísu - ef því væri að skipta. Bæjarstjórasonur á rúntinum Edda Andrésdóttir segist fyrst muna eftir Páli Magnússyni sem unglingspilti í Vestmannaeyjum, en þar dvaldist hún oft sem barn og unglingur hjá ömmu sinni. „Ég man eftir þessum töffara og bæjarstjórasyni á rúntinum, en þetta var á þeim tíma þegar menn nutu þeirra mannvirðinga mestra að komast í reikning í BÚR-sjoppunni. Að vera sýnt það traust í sjoppunni voru þær mestu mannvirðingar sem nokkur gat notið," segir Edda, sem næst kveðst muna eftir Páli þegar hún vann á Vísi. Þangað kom hann til starfa um það leyti sem Edda var á förum þaðan eftir átta ára starf. „Við hreinlega mættumst í dyr- unum, ég og þessi strákur með blá augu sem gekk um á ritstjórninni í „Við hreiniega mætt- umst í dyrunum, ég og þessi strákur með blá augu sem gekk um á rítstjórninni í smekkbuxum/' smekkbuxum," segir Edda og hlær. Tímamót með Ingva Hrafni Leiðir þeirra Páls áttu síðan eftir að liggja næst saman þegar Edda réðist til starfa á sjónvarpinu árið 1985; það er þegar Ingvi Hrafn tók við starfi fréttastjóra af sr. Emil ..m mm í návígi Páll Magnússon á frumbýl- ingsárum Stöðvar 2, hér i umgjörð þáttarins í návígi. Fréttastefna Stöðvar 2 var mótuð afPáli, en þar voru ráðamenn teknir á beinið i meira návígi en áður hafði tiðkast i islensku sjónvarpi. Björnssyni, presti Óháða safnaðar- ins. „Þegar Ingvi tók við urðu afar miklar breytingar á öllum starfshátt- um í sjónvarpi hér á landi. Þær hefð- ir og starfsvenjur sem mótast höfðu í tímans rás voru brotnar niður þegar hann tók við. Ef til vill má segja að þarna hafi orðið tímamót í vinnslu og framsetningu sjónvarpsfrétts^t íslandi og að við séum enn á sömu línu. Að minnsta kosti hafa breyting- ar í veigamestu atriðunum ekki átt sér stað síðan," segir Edda sem var fréttamaður á Sjónvarpinu fram til 1989, að hún réði sig til starfa á Stöð 2. Var fyrstu árin í dagskrárgerð en hefur verið fréttaþulur lengst af. Staðið þar vaktina meðal annars með Sigmundi Erni Rúnarssyni, Karli Garðarssyni og síðast en ekki síst Páli Magnússyni. Trúverðugleiki og örugg framsögn Edda segir að þegar hún sá fyrst til Páls Magnússonar hafi hún ályktað sem svo að þar færi maður sem tæki sig kannski full hátíðlega. Fljótt hafi hún hinsvegar sannfærst um hið gagnstæða - og hafi lært að meta húmoristann Pál Magnússon sem sé þess utan afar traustur og góður félagi, sem geti verið harcji^Á, horn að taka þegar það eigi við. „Ég man kannski ekki eftir neinu sérstaklega eftirminnilegu úr okkar samstarfi, til að mynda einhverjum þeim mistökum sem hafa sést alla leið heim í stofu hjá fólki. En hitt get ég sagt þér að ég fagna því að Páll er aftur kominn í sjónvarpið og frétta- lesturinn. Hann er frábær fréttales- ari og hefur þess utan þetta fas og öruggu framsögn sem gera það að verkum að áhorfendur trúa og treysta því sem hann segir. Trúverð- ugleikinn skapast meðal annars með árunum og reynslunni sem aldrei ætti að vanmeta í starfi fjöl- miðlafólks," segir Edda Andrésdóttir fréttaþulur að síðustu. sigbogi@df}íG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.