Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004
Fókus TfV
Breska listakonan Suzy Malin hefur eytt síðustu þrjátíu árum í að kanna hvort eitthvert mynstur sé að
finna í því af hverjum fólk verður ástfangið. Niðurstöðurnar liggja nú fyrir og þær eru einfaldar; við
erum ástfangin af sjálfum okkur og leitum markvisst að mökum sem við getum speglað okkur í.
Samkynhneigt par Felix og Baldur
eru ólikari en maður hefði haldið.
Sjónvarpsparið Hvernig pareru
Logi og Svanhildur? Svipuð neðri vör,
enni og haka en mjög ólik augu.
Konunglegt par Diana prinsessa
og Kalli voru sláandi lik en höfðu
mjög ólikan innri mann að geyma.
Tennisparið Tennisparið Andre
Agassi og Steffi Graferu góðir vinir og
flokkast sem„bergmáispar“.
Fjölnir og Marín Manda Það var
ekki skrýtið að samband þeirra entist
lengi - bæði hafa verið hæstánægð.
Fjölnir og Linda Pé
Það er nú ekki dónalegt fyrir Fjölni að
vera sagður likur fegurðardrottningu.
Fjölnir og Mel B Merkilega likþrátt
fyrirallt.
Bergmalspar Þar sem Elizabet
Hurley og Hugh Grant eru„bergmáls-
par“gátu þau verið vinir áfram.
Samstillt par Beckham og Victoria
eru „samstillt par"og hrifust afútliti
hvors annars í byrjun.
ii .
Nú geta allir
hætt að örvænta.
Lausnin við ástleysi
er fundin og upp-
skriftin er einföld. Við
erum ástfangin af sjálfum
okkur.
Þetta er niðurstaða 30 ára
rannsóknar bresku listakon-
unnar Suzy Malin en hún segir
að oft sé sláandi svipur með pörum
og að við leitum markvisst en ómeð-
vitað af mökum sem við getum speglað
okkur í. Manneskjan sé svo upptekin af
sjálfri sér að við þráum að geta speglað okk-
ur í þeim sem við ætlum að eyða lífinu með og
viljum bæði geta séð okkar andlega atgervi og
ekki síður líkamlegt útlit. Svipurinn er ekki
alltaf auðséður en ef gamlar íjölskyldumyndir
eru skoðaðar kemur oft ýmislegt í ljós.
Fegurð er því ekki aðalatriðið í makaleit
heldur sú tiifmning að okkur finnist við kann-
ast við ákveðin atriði í útliti hugsanlegs lífs-
förunautar.
Gleyma útlitinu með árunum
Malin flokkar pörin, sem hún heíúr rannsak-
að, í þrjá hópa. „Samstillta parið", en gott dæmi
um það er fótboltakappinn David Beckham og
Victoria kona hans. Andlitsfall þeirra er svipað,
svo sem nef, enni og neðri vör. Samkvæmt
kenningum Malin er það útlitið sem dregur
þetta fólk hvað að öðru í byrjun en ekki sú per-
sóna sem það hefur að geyma. Með árunum
gleymi það útlitinu og fari að horfa meira á hinn
innri mann.
Makinn
minnir á
barnæskuna
Hugh Grant og
Liz Hurley eru dæmi um
par sem flokkast sem
„bergmálspar“. Þau eru slá-
andi lík ef vel er að gáð. Efrivör,
augabrúnir og hakan eru nákvæm eftir-
líking. „Bergmálspör" eru mjög góðir vinir og
eiga vel saman í ástarlífínu og vinskapurinn
langlífur þrátt fyrir mörg áföll sem upp kunna
að koma.
Þriðji ílokkurinn er hin svokölluðu „fyrir-
takspör“. Þau eiga það sameiginlegt að ann-
ar
aðilinn
sér per-
sónu í maka
sínum sem
minnir hann á
barnæskuna. Þessi
persóna getur verið
móðir eða jafnvel barn-
fóstra og endurskapar öryggi
barndómsins fyrir þann ást-
fangna. Dæmi um „fyrirtakspar" eru
tilvonandi bresku konungshjónin en Camilla
Parker Bowles, ástkona Karls Bretaprins,
þykir sláandi lík barnfóstru ríkisarfans.
íslendingar engin undantekning
En það er ekki bara hægt að finna dæmi
um þetta erlend-
is. Eitt heitasta
parið í bænum í dag
er sjónvarpsfólkið
Logi Bergmann Eiðs-
son og Svanhildur Hólm
Valsdóttir. Eins og sjá má
af myndinni eru þau með
afar svipaða neðri vör, enni og
höku þótt augun séu ólík. Leik-
arinn Felix Bergsson og stjórn-
málafræðingurinn Baldur Þórhalls-
son eru einnig líkir, að minnsta kosti
þegar Felix er í gervi sínu í leikverkinu
Hinn fullkomni maður. Að síðustu ber að
geta eins af helstu piparsveinum landsins
síðustu ár, Fjölnis Þorgeirssonar. Fjölnir hef-
ur verið með nokkrum glæsilegum konum
sem eiga það allar sammerkt að vera sláandi
líkar honum í útliti. Ekki satt? Nú er bara að
íletta vel í gegnum gömlu fjölskyldualbúmin
og drífa sig svo út að leita að hinum/hinni
eina/einu rétta/réttu.
,Bergmálspör" eru mjög
góðir vinirog eiga vei
saman í ástarlífinu og
vinskapurinn langlífur
þrátt fyrir mörg áföll sem
upp kunna að koma.