Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004
Fyrst og fremst DV
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
Gunnar Smári Egiísson
Ritstjórar:
lllugi Jökulsson
MikaelTorfason
Fréttastjórar
Kristinn Flrafnsson
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm:
550 5020 - Fréttaskot: 550 5090
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
ar auglysingar@dv.is. - Dreifing:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: (safoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Árnifærvinnu
Ste£nt er að því að Ami
Johnsen, fýrrver-
andi alþingismað-
ur, komi til starfa
hjáVesturbyggð
og taki að sér
tímabundin verk-
efni í atvinnu- og
ferðamálum. Hef-
ur Arni verið fyrir
vestan til skrafs óg ráða-
gerða.
Innfluttir Indverjar
verspyrna læknafélagsins gegn inn-
flutningi á indverskum Iækni stafar
ekki af ótta við, að hann kunni ekki fag-
ið. Þvert á móti óttast félagið, að í ljós komi, að
sá indverski sé hæfari en þeir, sem fyrir eru.
Eins og í Bredandi, þar sem hámenntaðir Ind-
verjar eru að taka við læknisþjónustunni.
Bretar hafa góða reynslu af Indverjum á
fleiri sviðum. Þeir eru að taka við hlutverki
kaupmannsins á horninu, hugsa vel um við-
skiptavininn og hafa alltaf opið, þegar hann
kærir sig um að verzla. Þetta er iðið og heil-
steypt fólk, sem vinnur sig ört til vegsemdar
og virðingar í brezku samfélagi.
Við höfum fleiri dæmi um eftirsótta Ind-
verja. Þýzka stjómin ákvað að auglýsa eftir
10.000 indverskum tölvumönnum. Þeir áttu
að verða ríkisborgarar með hraðferð gegnum
kerfið, ef þeir vildu gera svo vel að nýta hæfni
sína í þágu lands, sem hefur sjálft alið upp of
fáa tölvumenn og tölvusnillinga.
Nú er ekki svo, að Indverjar séu einir um
hituna. Margar rannsóknir í Bandaríkjunum
sýna, að fólk frá Austur-Asíu stendur sig bet-
ur en heimamenn, fær hærri einkunnir í skól-
um, skilar meiru í vinnunni og klifrar þjóðfé-
lagsstigann á sama hátt og Indverjar gera í
Bretlandi og Þýzkalandi.
Okkur vantar raunar ekki bara einn ind-
verskan lækni, heldur marga. Okkur vantar
marga indverska kaupmenn á horninu. Og
ekki síður marga indverska tölvusnillinga.
Þeir þurfa ekki einu sinni að vera indverskir,
heldur mega þeir líka vera frá Kína eða Taív-
an, Kóreu eða Japan, Víetnam eða Malasíu.
Aðalatriðið er að fá hingað menntað og
duglegt fólk, sem spjarar sig. Það vilja hags-
munaaðilar hins vegar alls ekki. Helzt vilja
menn fólk, sem kann ekki neitt, svo að hægt
sé að manna færibönd í fiskvinnslu, hreinlæti
í stofnunum og verkamannavinnu uppi á hel-
frosnum heiðum Austurlands.
Við eigum að losna við forneskju af þessu
tagi, koma okkur upp vélmennum í fisk-
vinnslu og skúringum og hætta að niður-
greiða orkuframkvæmdir á heiðum og skak í
álpottum niðri á Reyðarfirði. Með verndun
færibandavinnu allt frá fiski yfir í ál erum við
að hamla gegn bættum lífskjörum.
Bezt væri að leyfa frjálsan innflutning á
fólki, sem hefur yfir 130 stig í viðurkenndu
greindarprófi. Við þurfum ekki einu sinni að
hjálpa því að koma sér fyrir, því að það biður
bara um ríkisfang og vinnufrið í frjálsara
þjóðfélagi en er á heimaslóðum þess. Það
gerir þjóðfélagið ríkara og betra.
Ekki veitir af að fá nýja borgara til að halda
þjóðfélaginu gangandi meðan heimafæddir
tossar drepa tímann við að horfa á fullorðið
fólk gera sig að athlægi í raunveruleikasjón-
varpi.
Jónas Kristjánsson
Sumarvinna!
Vinnumiðlun ungs fólks
tekur tU starfa á mánu-
daginn. Þeir sem eru
fæddir 1987 eða fyrr og
eru með lögheimUi í
Reykjavík geta sótt um
hjá Vinnumiðluninni. í
boði eru sumarstörf hjá
stofnunum Reykjavíkur-
borgar. Einungis er hægt
að sækja um á Netinu á
heimasfðu Vinnumiðlun-
arinnar, www.vuf.is. Ef
umsækjendur hafa ekki
aðgang að netinu geta
þeir komið í Vinnumiðl-
unina og nýtt sér tölvur
þar með netaðgangi. Tek-
ið er á móti umsóknum
tU21.aprfl.
lausu lotti
liann
Og fer ekki tnilli mála að foríngjaræðið
í Framsóknarflokknum er orðið býsna
mikið þegar allir flokksmenn virðast
ekki aðeins sætta sig við, heldur bein-
línis taka sem eðlilegum hlut, að for-
maðurinn einn muni ráða þessu.
Dagskráin á enda
Dagskráin er hætt að
koma út íVestmannaeyj-
um. AfþvítU-
efni segir Lúð-
vík Bergvins-
son alþingis-
maður: „Ut-
gáfa Dagskrár
hefurverið
mikUvægur
hlekkur í fjöl-
miðiastarfsemi íVest-
mannaeyjum undanfarin
33 ár. Elja og atorka rit-
stjórans, Hermanns Ein-
arssonar, á sér vart líka,
enda ritstjórinn án efa
einn langlifasti einyrki
sem um getur.“
Kirkjuhálp
Sveitarstjómin á Raufar-
höfii hefúr ákveðið að
veita kirkjunni á
staðnum fjárstyrk .
sem nemur fast-
eignagjöldum af
kirkjunni. Er þetta i.
gert tU að mæta ósk
safnaðarins um niður-
feUingu á gjöldunum og
þótti við hæfi að hafa
þennan hátt á.
Borga laun
Launagreiðendum á
landinu hefur fjölgað um
þrjú prósent á undiðnum
árum. Þeir
voru um 22
þúsund tals-
ins í fyrra. f Vx,
Þeim hefúr íJv
fjölgað á höf- w
uðborgar-
svæðinu en fækkað að
sama skapi á landsbyggð
innL
Siv Friðleifsdóttir sagði í viðtali
við DV í fyrradag að engirm af ráð-
herrum Framsóknarflokksins væri
ömggur um embætti sitt þegar
stokkað verður upp I rfldsstjóminni (
haust, nema formaðurinn HaUdór
Ásgrímsson. Þá mun Halldór setjast
í stól forsætisráðherra en kostar því
til að ráðherrum framsóknarmanna
fækkar um einn. Umhverfisráðu-
neytið færist til Sjálfstæðisflokksins
þar sem Sigurður Anna Þórðardóttir
tekur við lyldavöldum og Siv verður
því atvinnulaus. Spumingin er því
sú hvort hún fái annað ráðherra-
embætti eða hvort einhver af hinum
„óbreyttu" ráðhemmum fiórum
verði íátínn hætta en hún fái starfið
hans.
Orð Sivjar um að enginn ráðherr-
anna vití hvað muni gerast þann 15.
september em athyglisverð. Nú er
að sönnu langt tíl hausts og út af fyr-
ir sig engin þörf á að ákveða þetta
strax. Hins vegar liggur í orðum Sivj -
ar - sem og annarra framsóknar-
manna sem tjáð hafa sig um málið -
að þetta verði einfaldlega ákvörðun
Halldórs Ásgrímssonar og einskis
annars.
Og fer ekki milli mála að for-
ingjaræðið f Framsóknarflokknum
er orðið býsna mikið þegar allir
flokksmenn virðast ekki aðeins
sætta sig við, heldur beinlínis taka
sem eðlflegum hlut, að formaðurinn
einn muni ráða þessu.
Sama er í reynd uppi á teningn-
um í Sjálfstæðisflokknum þar sem
þarf ekki einu sinni að ræða það að
auðvitað muni Davíð Oddsson ráða
því sem hann vill ráða um hvernig
ráðherrastólar flokksins verða skip-
aðir. „Það er þingflokkurinn sem
ræður þessu," sagði Geir Haarde að
vísu fyrir siðasakir á Pressukvöldi
Sjónvarpsins í hitteðfyrrakvöld þeg-
ar hann var spurður hvort hann yrði
utanríkisráðherra í kjölfar um-
ræddrar uppstokkunar. Það var auð-
Fyrst og fremst
vitað virðingarverð viðleitni hjá Geir
að orða þetta svona og sýnir að þeir
sjálfstæðismenn eru ekki alveg bún-
ir að gleyma lýðræðislegum fram-
gangi mála þótt þeir hafi með gleði
og ánægju framselt flestar sínar
skoðanir og allt vald í hendur Davíð
nú um stundarsakir.
En bæði þar Og í Framsóknar-
flokknum viðurkenna menn bara
hreinskilnislega í reynd - og í öllum
einkasamræðum - að það eru bara
foringjarnir sem ráða þessu. Þeir
einir og enginn annar. Það er til
dæmis furðuleg staðreynd að vara-
formaður Framsóknarflokksins skuli
vera í „lausu lofti" varðandi ráð-
herraembætti af því að Halldóri hef-
ur ekki enn þóknast að kveða upp úr
með að varaformaður hans fái að
vera ráðherra áfram.
Er ekki foringjaræðið í íslenskum
stjórnmálaflokkum farið að taka út
yfir allan þjófabálk?
XXX
Ásgeir Sverrisson á Morgunblað-
inu skrifaði í gær Viðhorfsgrein um
þær umræður um „leikreglur" sem
borið hefur á í þjóðfélaginu undan-
farið. Og hann spyr: „I hvaða að-
stöðu em íslenskir stjómmálamenn
tíl að setja almennar og réttlátar
leikreglur?" - og bendir síðan á að
svo vilji til að þjóðin hafi einmitt
fengið á umliðnum mánuðum ágæt
tækifæri til að velta því fyrir sér.
Annars vegar á hann við þingkosn-
ingamar á síðasta ári og hins vegar
við eftírlaunafrumvarpið alræmda.
Um það segir Ásgeir: „Enn á ný
era leikreglumar markaðar með til-
liti til hagsmuna þeirra sem þær
setja en ekki alþýðunnar sem landið
byggir. Umræðan sem fylgdi fram-
varpi þessu var í meira lagi átakan-
leg og líður seint þeim úr minni sem
með fylgdust. Loks náði stjóm og
stjómarandstaða að sameinast; í
siðferðislegu „harakíri" frammi fyrir
forviða almenningi í landinu."
Og sé þörf að rifja það upp fyrir
einhverjum, þá þýðir japanska orðið
„harakíri" yfhvegað sjálfsmorð...
En um alþingiskosningarnar og
hvaða sýn þær birta af umræðum
um leikreglur hér á landi segir Ás-
geir: „Þingkosningarnar fóru fram
samkvæmt forskriftum sem ekki
standast skoðun þar sem sú sjálf-
sagða leikregla að atkvæði manna
skuli vega jafn þungt þegar þjóðin
kýs sér fulltrúa var hunsuð enn á ný.
Því fyrirkomulagi sem ríkir í þessum
efnum á íslandi veðrur ekki lýst á
annan veg en þann að stórnmála-
stéttin sé ábyrg fyrir skipulögðu
mannréttindabroti gagnvart al-
menningi. Með því að sammælast
um að atkvæði kjósenda skuli vega
misþungt eftir því hvar viðkomandi
er búsettur hafa stjómmálamenn
sett hagsmuni sína og flokka sinna
ofar réttindum almennings. Þetta
fyrirkomulag er gjörsamlega for-
kastanlegt og íslenskum stjórn-
málamönnum til viðvarandi
minnkunar."
Leikreglurnar á þessu tiltekna
sviði eru óréttlátar vegna þess að
það fyrirkomulag hentar þeim sem
setja almennu leikreglurnar í sam-
félaginu, íslenskum stjórnmála-
mönnum."