Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Blaðsíða 45
DV Fókus
LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 45*
Kvikmyndarýnar um allan heim spá nú í spilin varðandi hver komi til með að
vinna Óskarinn á sunnudagskvöld. DV spáði í spilin með kvikmyndaáhugamannin-
um og rapparanum Ómari Erni Haukssyni úr Quarashi og ber skoðun hans saman
við tímaritið Rolling Stone.
Besta mynd
• Hringadróttinssaga: Hilmir snýr
heim
• Lost in Translation
• Master and Commander: The
Far Side of the World
• Mystic River
• Seabiscuit
Myndirnar þrjár um Hringa-
dróttinssögu hafa nú verið tilnefnd-
ar þrjú ár í röð, en aldrei unnið sem
besta mynd. Finnst mörgum kvik-
myndaaðdáendum það skjóta
skökku við, enda hafa lesendur bíó-
blaðsins Empire nýlega valið fyrstu
myndina í þrfleiknum sem bestu
mynd allra tfma. Hugsanlega hefur
akademían verið að bíða með verð-
launin þangað til allar myndirnar
væru komnar í hús.
Hvað segir Ómar?
„Ég geri ráð fyrir að Lord vinni.
Besta myndin í fýrra, fyrir utan City
of God sem er ekki tilnefnd."
Tímaritið Rolling Stone telur
einnig að LOTR eigi eftir að vinna,
en finnst Mystic River vera betur að
heiðrinum kominn. Aðrar myndir
sem blaðinu finnst vanta á listann
eru American Splendor, Elephant,
Kill Bill og Big Fish.
Leikari í
aðalhlutverki
• Johnny Depp - Pirates of the
Caribbean: The Curse of the Black
Pearl
• Ben Kingsley - House of Sand
and Fog
• Jude Law - Cold Mountain
• Bill Murray - Lost in
Translation
• Sean Penn - Mystic River
Margir velta því fyrir sér hvort
akademían sé í fýlu út í Russell
Crowe, þar sem hann er aldrei þessu
vant ekki tilnefndur þrátt fyrir góðan
leik í Master and Commander. Sam-
keppnin er samt sem áður hörð í ár.
Bill Murray sýndi á sér alvarlega hlið
í Lost in Translation og var alls ekki
fyndinn, og Johnny Depp fór á kost-
um sem Keith Richards sjóræningj-
ana. Sean Penn átti líka gott ár.
Hvað segir Ómar?
„Ég geri ráð fyrir að Bill Murray
vinni, en mér finnst Johnny Depp
með skemmtilegasta hlutverkið.
Mér finnst kannski helst vanta Paul
Giamatti á listann fyrir American
Splendor, þar sem hann sýnir virki-
lega að hann getur leikið og er ekki
bara grínari.“
Rolling Stone telur stöðuna svo
að segja alveg jafna á milli BUl
Murray og Sean Penn, en veðjar
frekar á Penn þar sem hann sýndi
Leikari í
aukahlutverki
• Alec Baldwin - The Cooler
Leikkona í
aðalhlutverki
• Keisha Castle-Hughes - Whale
Rider
• Diane Keaton - Something’s
Gotta Give
• Samantha Morton - In America
• Charlize Theron - Monster
• Naomi Watts - 21 Grams
Óskarnum fyrir bestu leikkonu í
aðalhlutverki er meir og meir farið að
svipa til verðlauna fyrir besta gervi. I
fyrra stóð keppnin á milli Nicole Kid-
man með gervinef og Sölmu Hayek
með gerviaugnabrúnir. í ár er ekki
nokkur vafi á að Charlize Theron er
með besta gervið, enda alveg óþekkj-
anleg. Eða, eins og Jay Leno sagði um
daginn: „Nú fá ljótir leikarar ekki
einu sinni að leika ljótt fólk lengur."
Hvað segir Ómar?
„Charlize Theron tekur þetta
pottþétt. Engin önnur leikkona hef-
ur undirgengist jafn miklar breyt-
ingar. Annars bjóst ég við að sjá
Scarlett Johansson þarna fyrir Lost
in Translation."
Rolling Stone finnst að Naomi
Watts ætti að vinna, en telur þó
möguleika hennar litla þar sem hún
er ekki í gervi, og spáir einnig Charlize
Theron sigri þar sem hún hafði vit á
að láta förðunarmeistarana taka sig í
gegn. Þeir sakna líka Johansson, en
einnig Umu Thurman úr Kill Bill og
Hope Davis úr American Splendor.
• Benicio Del Toro - 21 Grams
• Djimon Hounsou - In America
• Tim Robbins - Mystic River
• Ken Watanabe - The Last
Samurai
Alec Baldwin hefur uppgvötvað
áður óþekkta leikhæfileika í auka-
hlutverkum, en hann átti góða rispu
sem slíkur í David Mamet myndun-
um Glengarry Glen Ross og State and
Main og nú síðast í Along Came
Polly. Del Toro bætir upp The
Hunted með góðri frammistöðu í 21
Grams, Tim Robbins kiikkar seint og
Watanabe færir meiri dýpt inn í hlut-
verk japansks bardagamanns en yfir-
leitt er reyndin í amerískum mynd-
um. Keppnin er því hörð hér líka.
Hvað segir Ómar?
„Persónulega vildi ég sjá Ken
Watanabe vinna, enda mikill töffari
og góður í myndinni, én ég held nú
samt að Del Toro taki þetta. Ég hefði
líka viijað sjá þarna annan leikara úr
Last Samurai, Masato Harada sem lék
Omura. Hann var flottur þó hann hafi
ekki sagt mikið í myndinni."
Rolling Stone fmnst Tim Robbins
eiga sigurinn skilið og spáir að svo
muni fara. Mönnum þar á bæ flnnst
þó vanta meðal annars Albert Finn-
ey úr Big Fish og feita ofvirka
hobbitann með átröskunina, Sean
Astin.
Leikkona í auka-
hlutverki
• Shohreh Aghdashloo - House of
Sand and Fog
• Patricia Clarkson - Pieces of
April
• Marcia Gay Harden - Mystic
River
• Holly Hunter - Thirteen
• Renée Zellweger - Cold
Mountain
Marcia Gay Harden hefur átt gott
ár þar sem hún bar einnig af í Mona
Lisa Smile. íranska leikkonan
Shohreh er nú að leika írana sem býr
í Bandaríkjunum í fjórða sinn og virð-
ist vera að ná tökum á þessu. Renée
Zellweger var tilnefnd fyrir Chicago
og fyrir að bæta á sig aukakflóum sem
Bridget Jones, og tekst bærilega upp
að gera sig ljóta í Cold Mountain, en
ofleikur kannski svolítið.
Hvað segir Ómar?
„Þetta eru allt mikii dramahiut-
verk. Ég held þó að Renée vinni, þar
sem mest athygli hefur verið á
henni.”
Rolling Stone segir að Shohreh
ætti að vinna en spáir Zellweger sigri
þar sem löngu sé kominn tími á að
hún fái Óskar. Þeim fannst einnig
Nataiie Portman eiga Óskar skilið
fyrir sömu mynd, Melissa Leo fyrir
21 Grams og Geraldine McEwan fyr-
ir Magdalene-systurnar.
Besti leikstjóri
• Femando Meirelles - City of
God
• Peter Jackson - Hringadróttins-
saga: Hilmir snýr heim
• Sofia Coppola - Lost in
Translation
• Peter Weir - Master and
Commander: The Far Side of the
World
• Clint Eastwood - Mystic River
Hálf undarlegur flokkur. Hvernig
getur besta myndin ekki verið gerð
af besta ieikstjóranum? Þó gaman að
sjá City of God þarna frekar en
hestamannsdvergana úr Seabiscuit.
Hvað segir Ómar?
„Ég myndi veðja á Jackson en
finnst að City of God ætti að vinna
þetta. Það er ótrulegt hvað Meirelles
tókst að gera f þeirri mynd, og
hversu vel honum tókst til með að
leikstýra krökkunum.”
Ómar örn spáir í spilin
Hringadróttinssaga verður
sigursæl og Bill Murray og
Charlize Theron verða
valin bestu leikararnir.
einnig stórleik í 21 Grams. Blaðið er
sammála Ómari með að Paul Gi-
amatti ætti heima á listanum.
Stjörnuspá
Mats Wibe Lund Ijós-
myndari er 67 ára í dag.
„Ástin er honum um-
fram allt list og hann
dýrkar manneskjur sem
eru tignarlegar í hreyf-
ingum, næmarog
kröftugar. Hann
elskar að því er
virðist í einlægni,
en eftir eigin
höfði," segir í
stjörnuspá
hans.
Mats Wibe Lund
Mnsbemn (20.jan.-18.febr.)
\\ ---------------------------------------
Þótt þér finnist samskipti þín
við aðra ekki ganga of vel þá ættir þú
aldrei að efast um þinn stað í heiminum
og á það jafnvel við atburði helgarinn-
ar. Þú ert meðvituð persóna en ættir að
æfa þig í að koma á breytingum með
því að brjóta vanann meðvitað með já-
kvæðu hugarfari.
Fiskarnir (i9.febr.-20.mars)
H
Fiskurinn tekst á við hindranir
á opinn og hreinskilinn hátt. Þú birtist
sem góður vinur og á það ekki síður við
þegar fólkið sem þú umgengst hérna
stendur frammi fyrir erfiðleikum. Þú
verður til staðar þegar þín er þarfnast.
CY5 Hrúturinn (21.mars-19.apríl)
‘ Þú ert án efa þinn eigin gæfu
smiður. Taian átta sýnir gæfu þar sem
styrkur hrútsins á sér að nokkru upptök
í meðfæddri bjartsýni hans og óbilandi
þrautseigju.
ö
(20. april-20.maí)
Efldu ónæmiskerfi líkama þíns,
kæra naut, og ekki síður þitt eigið sanna
eðli. Njóttu hverrar stundar með þeim
sem þú elskarjafnvel þó að förykkar sé
án fyrirheits.
n
Tvíburamirr?/. mai-21.júnl)
Þú ert fær um að leiðbeina
öðrum samkvæmt eigin sannfæringu
og kennir náunganum að leita svara við
spurninum tilverunnar en átt það til að __
gleyma að hlusta á eigin líðan sem kall-^
ar hér á athygli þína. Unaðsstundir bíða
þín svo sannarlega þegar og ef þú hlúir
að sjálfinu.
K\ðbb\nn (22.júni-22.júh)
Þú birtist hér uppstökk(ur) en
hefur á sama stíma fulla stjórn á þér og
myndir án efa kjósa að gjörþekkja fram-
þróun ástar- og eða vinarsambandsins
sem þú ert jafnvel staddur/stödd í um
þessar mundir.
Lj Ó fl Í ð (21. júlí- 22. ágúíl)
Óvæntir hlutir stíga fram á
sjónarsviðið þegar hjarta þitt er skoðað
um þessar mundir þar sem umhyggja og
djúpur fögnuður þíns eigin anda verður
nánast áþreifanlegur af þinni hálfu.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.)
Þú ert opin(n) um þessar mund-
ir en ættir að njóta þess að deila lífsgæð-
um með ástvinum þínum. Það er að sama
skapi mikilvægt að þú kannir hér rækilega
þín eigin gildi og slítir þig lausa(n) frá
óheilnæmum hlutum úr fortíðinni.
VOgÍn (23. sept.-23.okt.)
Ekki gleyma kröfum þínum og
leyfðu þér að bera fram óskir þínar með
því að setja meðvitað af stað svokallað
orkusvið hins ótakmarkaða samræmis ’
þvi að viljaásetningur þinn leggur grunn-
inn að átakalausu flæði sem eflir hjarta-
stöðvar þínar á mjög öflugan máta.
ITi Sporðdrekinn (24.okt.-2t.n0v.)
Þú gætir átt það á hættu að
vera hrokafull(ur) ómeðvitað og dóm-
hörð/-harður en með auknum þroska
verður þú fær um að slaka á og upplifa.,
og njóta stundarinnar.
y? Bogmaðurinn (22. nóv.-2i.<&>
Fólk borið (heiminn undir
stjörnu bogamanns eflist hér svo sann-
arlega á tilfinningasviðinu. Jafnvægi og
þroski birtist. Þróaðu með þér þolin-
mæði og tileinkaðu þér að hlæja oftar
en þú ert vanur/vön því hláturinn mun
vissulega létta af þér sjálfsefanum og
þú nærð betra sambandi við sál þína.
Í5
Steingeitin (22.des.-19.jan.)
Hættu að reyna að eltast við
öll möguleg tækifæri á þessari stundu
og tileinkaðu þér að nýta hverja stund
til að vera heillandi og elskandi með
eigin líðan.
SPÁMAÐUR.ISr