Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Blaðsíða 47
DV Síðast en ekki síst
LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 4^
íslensk matargerð Meiri listgrein en iðn *
Sýningin Matur 2004 hófst í
íþróttahöllinni Fífunni í Kópavogi í
gær. Þetta er eins konar uppskeru-
hátíð matvælaiðnaðarins á Islandi
þar sem kokkakeppni fer fram og
fjöldi fyrirtækja kynnir þá þjónustu
sem í boði er, svo fátt eitt sé nefnt.
DV hafði samband við Sigmar B.
Hauksson, einn af þekktari sælker-
um landsins, og spurðist fyrir um
hvað honum þætti um matvæla-
iðnaðinn á fslandi.
„Þessi sýning hefur mikið að
segja fyrir greinina sem slíka og fyr-
ir atvinnureksturinn. Mér sýnist að
eftir að Hótel- og veitingaskólinn í
Kópavogi kom til sögunnar hafi
• Hagyrðingar leika á als oddi
þessa dagana, enda mörg þeirra
mála sem eru í
þjóðfélaginu
sprenghlægileg og
kalla beinlínis á að
hagyrðingar taki
þau til umfjöllunar.
Þeirra á meðal er
meðal annars for-
setaframboð Ast-
þórs Magnússonar, en vísa um það
eftir Hjálmar Freysteinsson hejteu-
gæslulækni á Akureyri flaut mamia
á milli á Netinu í gærdag.
Það er margt sem miður fer
mörgu þvívið kvíðum,
þó er verst hve Ástþór er
afleitur á skfðum.
• Það vakti athygli manna sem
flettu Viðskiptablaðinu í gær að sjá
þar frétt um og myndir af heimsókn
þingflokks sjálfstæðismanna í hinar
nýju höfuðstöðvar KB banka. Fyrir
það fyrsta var at-
hyglisvert að sjá að
sættir virðast með
þessu vera að nást
milli hins mikla
banka og Sjálfstæð-
isflokksins.sem á
stundum hefur nán-
ast iagt bankann í
einelti. Það sem helst vakti þó at-
hygli manna var að sjá Hannes
Hólmstein Gissurarson prófessor í
fylgd með þingflokknum, en síðast
þegar fréttist hafði hann ekki verið
kjörinn til setu á Alþingi.
• Væntanlega hefur ekki farið
framhjá nokkrum manni að Hrafn
Jökulsson, forseti Hróksins, blæs nú
til mikillar skákveislu sem fram
mun fara í dag. Þar
koma fram ýmsir
skemmtikraftar og
auðvitað verður teflt
af miklum móð.
Hrafn hefur einkum
beint sjónum sínum
að æsku landsins og
nú er í hans her-
búðum undrabarn sem nýtur leið-
sagnar Róberts Harðarsonar skák-
meistara. Um er að ræða Alfreð B.
Valencia, sem aðeins er fimm ára
gamall. Miðað við metnað Hrafns
og þá takta sem drengurinn þykir
sýna er þar á ferð heimsmeistara-
efni - í það minnsta unglinga...
• Guðbergur Bergsson virðist vera
að „meika það big time“ og fer fyrir
höfundum JPV í yfirlýstri útrás for-
lagsins. Tusquets-útgáfan á Spáni
gaf nýlega út fyrra bindi skáldævi-
sögu Guðbergs, Faðir, móðir og
dulmagn bernsk-
unnar, í þýðingu
Enrique Bernárdez.
Bókin hefur verið
rækilega kynnt í •
ýmsum fjölmiðlum
á Spáni og Jóhann
Páll Valdimarsson
er í skýjunum þar
sem hann sendir frá
sér tilkynningu þess efnis að bókin
fái frábæra dóma. Til dæmis í E1
País: „Það er engin leið að fjalla í
umsögn (dagblaðs) á tæmandi hátt
um allar uppgötvanir í jafn auðugu
og magnþrungnu verki og Faðir og
móðir er
orðið gríðarlegar framfarir í grein-
inni,“ segir Sigmar en í umræddum
skóla eru kjötiðnaðarmenn, kokk-
ar, bakarar og margir aðrir mennt-
aðir í sfnum greinum. „Fagmenn-
irnir í þessum geira eru orðnir ansi
klárir og menn eru farnir að líta
meira á þetta sem listgrein í stað-
inn fyrir iðn. Menn eru mikið að
sækja framhaldsmenntun og
starfsreynslu erlendis og fyrir vikið
höfum við eignast mjög góða fag-
menn sem eru ekkert síðri en geng-
ur og gerist í löndunum í kring.“
Sigmar segir það vera tilvalið
fyrir fólk að líta við á sýningunni
um helgina til þess að sjá hvað sé á
boðstólum. „Þessi sýning er hið
besta mál og gott fyrir neytendur
að líta þarna við og kynna sér hvað
sé á boðstólum. Það hafa nú flestir
einhvern áhuga á þessu þannig að
ég held að þetta sé tilvalið fyrir sem
flesta - ekki síst sælkera og áhuga-
fólk um góðan mat.“
Sigmar B. Hauksson Segirmiklarfram-
farir hafa orðið i matvælaiðnaðnum sið-
ustu ár. Fólk starfar erlendis og fer i fra-
hatdsnám og fyrir vikið eigum við fag-
menn sem eru ekkert siðri en gengur og
gerist i nágrannalöndunum.
II1EH0NG
með kjúkling
itsamankarrí og salthnetusc
o Van
Svínakjöt steikt í sætu grænu karrý (sterkt)
♦Pas Síú
Hrísnúðlur með kjúklingi, sprengdu eggi og
grænmeti
♦ Djúpsteiktar rækjur
Með súrsætri sósu
Xr.1130 á mann.Kr. 2260firrir 2
1 líter af Pepsi fylgir frítt með.
Eingöngu afgreitt fyrir 2 eða fleiri
THBOB 2
♦Paneng /
Nautakjöt steikt í paneng og kókósmg
(sterkt)
♦Svínakjöt í súrsætri sósu
♦Eggjanúðlur með kjúkling og grænmeti
•Kao Pad Ped
Chillí krydduð hrísgrjón með kjúkling
og grænmeti
Kr.1080á manit, Kr. 2160 fyrfr 2
1 líter af Pepsi fylgir frítt með.
Eingöngu afgreitt fyrir 2 eða fleiri
Bæjarlind Opið alla virka daga frá kl. 11:00 til kl. 21:00, lau. 12:00 til 21:00 og sun. frá kl. 17:00 til kl. 21:00
Sóltún Oplð alla virka daga frá kl. 11:00 til kl. 21:00, lokað lau. og sun.
Sóltúni 3 105 Reykjavík sími: 562 9060 - Bæjarlind 14-16 200 Kópavogi sími: 564 6111 www.mekong.is