Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004
Fréttir DV
Líkkistu-
smiðja í
kaldakol
Líkkistusmiðjan að Mið-
ási 14 á Egilsstöðum brann
í gærdag. Að sögn lögregl-
unnar á Egilsstöðum barst
tilkynning um brunann um
tvöleytið. Erfiðlega gekk að
slökkva eldinn vegna mikils
hvassviðris og blossaði eld-
urinn upp aftur og aftur af
þeim sökum. Eldurinn kom
upp f kyndiklefa sem er
byggður við líkkistusmiðj-
una. Þaðan barst hann með
röri yfir í þakklæðningu
hússins. Slökkviljðið þurfti
að rffa þakið af við erfiðar
aðstæður og tók því
nokkurn tíma að ráða
niðurlögum eldsins.
Slökkviliðið hafði svo vakt
við húsið fram eftir kvöldi
þar sem talið var að eldur
gæti blossað upp á ný.
Eldsupptök eru ókunn.
Þjófur dæmd-
urífangelsi
Karlmaður á fertugsaldri
hefur verið dæmdur í 18
mánaða fangelsi fyrir fjölda
innbrota og fíkniefnabrot.
Innbrotin framdi maðurinn
á tímabilinu frá maí til sept-
ember í fyrra. Hann braust
meðal annars inn í smurstöð
Heklu þar sem hann stal
ýmsum vamingi og inn í
Heimsmyndir í Kópavogi þar
sem hann stal tölvubúnaði.
Hann lét greipar sópa á
nokkmm heimilum og í eitt
skiptið hafði hann skartgripi
sem voru tveggja milljóna
króna virði upp úr krafsinu.
Maðurinn var vistaður á Litla
Hrauni í haust og var þá tek-
inn með hass. Honum er gert
að greiða þremur trygginga-
félögum skaðabætur að upp-
hæð tæpar þrjár milljónir
króna. Maðurinn á að baki
langan brotaferil og hefur
áður verið dæmdur í fang-
elsi.
Fjórir með
fíkniefni
Lögreglan í Hafnarfirði
handtók í fyrradag fjóra
einstaklinga á aldrinum
milli tvítugs og þrítugs
vegna meints fíkniefnamis-
ferlis. í kjölfarið var lagt
hald á rúmlega 850 grömm
af hassi, 160 grömm af am-
fetamíni, 10 grömm af
kókaíni og um 400 e-töflur.
Samkvæmt upp-
lýsingum frá lög-
reglunni var í gær-
dag gerð krafa um
gæsluvarðhald yfir
tveimur þeirra
sem handtekin
voru, karlmanns
og konu, en
tveimur var sleppt
úr haldi. Lögregl-
an í Hafnarfirði segir að
fylgst hafi verið með hús-
næði í iðnaðarhverfi í
Hafnarfirði í allnokkurn
tíma og var fólkið hand-
tekið í tengslum við það
eftirlit. f framhaldi af hand-
tökunum voru tvær húsleit-
ir gerðar auk þess sem
leitað var í þremur bflum.
Blóö úr Vaidas Jucevicius fannst í bíl sem Grétar Sigurðarson á og Tomas Mala-
kauskas hafði til umráða. Lögregla segir að Vaidasi hafi verið gefin deyfilyf.
Einnig að átök kunni að hafa átt sér stað. Gæsluvarðhaldsfangarnir þrír séu nú
jafnvel grunaðir um manndráp sem við liggi 12 - 16 ára fangelsi. Varðhaldið yfir
þeim er framlengt um þrjár vikur.
Jónas Ingi Ragnarsson Enginsvör
bárust frá Jónasi Inga Ragnarssyni
áður en hann gekk inn í Héraösdóm
Reykjavikur i gær.
Grétar Sigurðarson Þreytumerki voru á Grétari Sigurðar-
syni þegar hann mætti i Héraðsdóm Reykjavikur i gær. Grétar
svaraði engu þegar DV spurði hann hvort hann hefði játað.
Tomas Malakauskas Litháinn Tomas Maiakauskas var
sem fyrr þögull undir úlpuhettu sinni utan við Héraðsdóm i
gær og virti blaðamenn ekki viðiits. DV-Myndir GVA
Domara grunar dráp
á Vaidasi
Hver, sem sviptir annan
mann lífi, skaisæta
fangelsi, ekki skemur en
5 ár, eða æviiangt."
Blóð úr Vaidasi Jucevicius fannst í BMW bfl
Grétars Sigurðarsonar. Lögregla fullyrðir að
játning liggi fyrir í málinu.
Að því er lögregla segir hefur Tornas Mala-
kauskas haft þennan bfl Grétars til umráða að
undanförnu. í bflnum fannst einnig blóð úr
Grétari. Lögregla segir blóðblettina benda til
átaka. Dómari segir rökstuddan grun um að Vai-
das hafi verið sviþtur lífi
Ætlaði heim en dó í Kópavogi
Að sögn lögreglu gáfu grunuðu mennirnir þrír
Vaidasi deyfilyf í kjölfar þess að hann veiktist eftir
komuna til landsins 2. febrúar. Lögregla telur
ámælisvert að það skuli mennirnir hafa gert án
þess að ráðfæra sig við fagmann í þeim efnum.
Mennirnir hafi allir vitað að Vaidas var með
amfetamínhylki í iðrum sér. Þeir hafi talið að þeir
gætu losað um stíflu í meltingarvegi hans með lyf-
inu. Mennirnir hafa skipst á að vakta Vaidas í
veikindum.
Kenning lögreglu er sú að ákveðið hafi verið að
Vaidas færi aftur úr landi með flugi föstudaginn 6.
febrúar. Á leiðinni til Keflavíkurflugvallar hafi
Vaidas hins vegar veikst alvarlega og mennirnir
snúið á heimili Tomasar í Furugrund 50. Þar hafi
Vaidas heitinn andast að morgni þessa föstudags.
Þremenningarnir hafi afráðið að flytja lflcið austur
í Neskaupstað og koma því fyrir þar. Vitni beri um
að mikill teppastrangi hafi verið í jeppanum sem
þeir Jónas Ingi óku austur í land.
Dómari segir rökstuddan grun um dráp
Nú telur lögregla málum svo komið að menn-
irnir þrír séu ekki aðeins grunaðir um ffkniefna-
smygl og um að hafa látið hjá líða að korna Vaidasi
til hjálpar auk þess að vanvirða lík hans heldur
kunni þeir að vera sekir um manndráp. Það varði
12 til 16 ára fangelsi.
Lögmenn þeirra Jónasar Inga Ragnarssonar og
Grétars Sigurðarsonar kærðu strax í gær úrskurð
Héraðsdóms Reykjavíkur um þriggja vikna fram-
lengingu á gæsluvarðhaldi þremenninganna. Lög-
maður Tomasar Malakauskas tók sér hins vegar
frest til að ákveða sig.
í úrskurði héraðsdóms segir að rökstuddur
grunur sé fyrir því að mennirnir hafi gerst brot-
legir við 211. grein hegningarlaga. í henni seg-
ir: „Hver, sem sviptir annan mann lífi, skal
sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævi-
langt."
Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður
Jónasar Inga, segir algerlega skorta rök
fyrir áframhaldandi gæsluvarðhaldi.
„Málið hefur verið rannsakað mjög ít-
arlega af íjölda mjög hæfra lögreglu-
manna sem hafa haft drjúgan tíma
til að hafa lokað hringnum þannig
að sakbomingar fái ekki spillt máls-
gögnum," segir Sveinn Andri.
Tilkynnt var í gær að embætti
ríkislögreglustjóra hefði nú form-
lega tekið við forræði rannsóknar
málsins af
Inger Jóns-
dóttur
sýslumanni á
Eskifirði.
gar@dv.is
Skápurinn í Krossinum
Svarthöfða rak í rogastans þegar
hann fór framúr í morgun og teygði
sig í DV. Svo sem ekki í fyrsta sinn og
þetta þekkja fleiri nú orðið. Á baksíð-
unni var Gunnar í Krossinum að tjá
sig um hjónabönd samkynhneigðra í
Kaliforníu sem fara eins og eldur í
sinu um allt fylkið í óþökk Bush sem
er kirfilega gagnkynhneigður og vill
að aðrir séu það líka. Eins og Gunnar.
Merkilegast var þó að þarna sá
Svarthöfði það svart á hvítu að sam-
kynhneigð er Guði þóknanleg svo
lengi sem hún snýst ekki upp í kyn-
villu eins og Gunnar orðar það.
Hommar og lesbíur eru ágætis fólk
svo lengi sem það heldur sig f skápn-
um og er ekki að abbast upp á aðra
af sama kyni. Gunnar í Krossinum er
sama sinnis og Bush Bandaríkjafor-
seti um að fólk verði einfaldlega að
koma böndum á hneigðir sínar. Játa
Svarthöfði
syndir sínar og reyna svo eftir
fremsta megni að haga sér eins og
almennilegt fólk sem giftir sig og
kemur sér upp húsi, bfl og börnum.
Hamingjan í hnotskurn þó hún
breytist stundum í tóma skurn sem
dreifist víða.
Svarthöfði gæti svo sem kennt
bæði Gunnari og Bush ýmislegt urn
hamingjuna. Sjálfur gekk hann í
Krossinn fyrir mörgum árum þegar
svartnættið eitt beið hvert sem litið
var. Þar reyndi hann að syngja sig út
úr ógöngum og sótti samkomur ótt
og títt. En allt kom fyrir ekki. Það var
ekki fyrr en Svarthöfði kom út úr
skápnum og játaði sanna kynhneigð
sína að landið fór að rísa og sól að
skína. Jafnvel um miðjar nætur. Þá
varð lífið fyrst þess virði að því væri
lifað. Og hvflíkt fjör á stundum.
Það skiptir Svarthöfða í sjálfu sér
engu máli hvort Gunnar í Krossinum
kalli hann kynvilling því Gunnar ætti
að vita sem er að kynvillingar geta
lflca verið kristnir kjósi þeir það og
finni með sjálfum sér. Sjálfur getur
Gunnar verið trúvillingur með allt í
kross og klessu í kollinum.
Svarthöföi.