Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 Sport DV Guðmundur til reynslu hjá Keflavík Framherjinn Guðmund- ur Steinarsson hefur gengið frá félagsskiptum úr Fram í Keflavík. Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnu- deildar Keflavíkur, staðfesti í samtali við DV Sport í gær að Guðmundur væri geng- inn í raðir Keflvíkinga en hefði ekki skrifað undir samning við félagið. „Hann verður til reynslu hjá okkur til að byrja með því hann hefur ekki verið að sýna neitt upp á síðkastið. Guðmundur var sáttur við þetta og síðan verður bara að koma í ljós hvernig hann stendur sig," sagði Rúnar. Hoddle tekur ekki við Sout- hampton Glenn Hoddle hafði sótt um knattspyrnustjóra- stöðuna hjá Southampton en flest hafði bent til þess að hann myndi taka við liðinu eftir að Gordan Strachan ákvað að hætta. Hoddle sagði að það væri hans mat að hann hefði ekki fullan stuðning stjórnar Sotuhampton og því hefði hann ákveðið að draga sig í hlé. „Þetta var erfið ákvörðun en ég veit að liðinu mun ganga vel í framtíðinni," sagði Hoddle. Eriksson velur hóp í maí Sven Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur gefið út þá yflrlýsingu að hann ætlar að velja 23 manna hóp fyrir Evrópukeppnina í Portúgal 17. maí næstkom- andi. Þetta þýðir að leikmenn enska liðsins hafa aðeins einn vináttuleik, gegn Svíum í Gautaborg 31. mars næstkomandi, til að sýna sig fyrir Eriksson. Hann hefur sagt að stærstur hluti hópsins sé þegar orðinn klár en aðrir berjast um lausar stöður. Það horfir til breyttra tíma á Stamford Bridge því stjórnarformaður Chelsea síðustu 22 hættur störfum hjá félaginu eftir viðburðaríka stjórnartíð. Hinn 72 ára gamli Ken Bates hefur ákveðið að hætta sem stjórnarformaður enska úrvals- deildarliðsins Chelsea eftir 22 ára starf. Þessa ákvörðun tók Bates á þriðjudaginn en umsvif hans og völd hafa stórlega minnkað síðan Peter Kenyon tók við sem yflrmaður knattspyrnumála hjá félaginu í byrjun sfðasta mánaðar. Tuttugu og tvö ár eru liðin síðan Ken Bates keypti félagið iyrir 128 krónur íslenskar, auk sem það dró á eftir sér langan skuldahala. Hann hefur eytt undanförnum tveimur áratugum í að byggja upp Chelsea- liðið og umgjörðina í kringum félagið og tekist nokkuð vel til. Stamford Bridge, heimavöllur Chelsea, er stórglæilegur völlur og Chelsea-þorpið, sem samanstendur af hótelum og verslunum, er hugarsmíð Bates frá upphafi til enda. Hann fékk Glenn Hoddle til að taka við liðinu og náði að lokka bæði Ruud Gullit og Gianluca Vialli til félagsins. Chelsea vann enska bikarinn tvívegis í stjórnartíð Bates, árið 1997 og 2000 auk þess sem árið 1998 skilaði félagið í hús bæði enska deildarbikarnum og sigri í Evrópukeppni bikarhafa. Það var þó svo um mitt ár í fyrra að Bates var kominn að fótum fram. Skuldir Chelsea voru orðnar gífurlegar og allt virtist stefna í gjaldþrot. Riddari á hvítum hesti Þá kom til sögunnar Rússinn Roman Abramovich, eins og riddari á hvíta hestinum. Abramovich keyp- ti félagið og borgaði Bates 17 mill- jónir punda auk þess sem hann yfirtók allar skuldir þess. Bates fékk að vera stjórnarformaður áfram en völd hans minnkuðu eftir því sem á leið og urðu nánast engin þegar Peter Kenyon kom til starfa í byrjun febrúar. Ágreiningur um stefnu Þegar Bates tilkynnti ákvörðun sína um að hætta sagði hann að hann vildi hætta á réttum tíma, á meðan allt léki í lyndi. Samkvæmt samningi við Abramovich þá var honum heimilt að vera stjórnar- formaður út næsta tímabil og gerast síðan lífstíðarforseti félagsins. Hann afþakkaði það hins vegar og ákvað að pakka saman. „Sumt að því sem var samið um í júlí stóðst ekki þegar á reyndi. Það er best fyrir félagið að Peter Kenyon fái að reka það eins og hann viO án þess að hafa mig á öxlinni á sér allan tímann. Það hafa orðið árekstrar á milli tveggja menningarheima annars vegar og austrænna og vestrænna gilda hins vegar," sagði Bates. Það er kaldhæðnislegt að metn- aður Abramovich um að gera Chelsea að besta liðið í Evrópu með öllum tiltækum ráðum hafi á endanum hrakið Bates í burtu því að það var einnig það sem Bates stefndi að aUan tímann. Það er þó samdóma álit manna í Englandi að Bates hafi ekki sagt sitt síðasta orð. Hann hefur á undanförnum árum sagt skoðanir sínar á mönnum og málefnum umbúðalaust og mun væntanlega halda áfram að gera það þótt ekki stýri hann Chelsea lengur. oskar@dv.is „Sumt að þvísem var samið um íjúlístóðst ekki þegar á reyndi. Það er best fyrir félagið að Peter Kenyon fái að reka það eins og hann vill án þess að hafa mig á öxlinni á sér tímann." Tíu mánaða fjarvera Chris Webber er enn kóngurinn í Sacramento Chris Webber lék í fyrrinótt sinn fyrsta leik með Sacramento Kings í NBA-deildinni í körfubolta eftir að hafa verið frá í tíu mánuði vegna alvarlegra hnémeiðsla og átta leikja leikbanns að auki. Það var þó ekki að sjá á tilburðum Webbers í fyrsta leiknum gegn LA Clippers að hann hafði ekki spilað sfðan í annarri umferð úrslitakeppninnar fýrir tæpu ári síðan. Webber skoraði 26 stig, tók 12 fráköst og gaf 4 stoðsendingar á þeim 30 mínútum sem hann spilaði og Sacramento vann 113-106 sigur á Los Angeles Clippers - sinn tólfta heimaleik í röð. „Það fylgir því mjög góð tilfinning að geta loksins hjálpað liðinu sínu í stað þess að vera aðeins maðurinn sem truflar einbeitingu þess í fjölmiðlum," sagði Webber eftir leikinn en hann skoraði 9 stig og tók 6 fráköst strax í fyrsta leikhluta og var að skora allskonar körfur í leiknum. Webber spilaði þó ekkert síðustu 4 mínúturnar þegar mennirnir sem hafa skilað liðinu í efsta sæti deildarinnar sáu um að landa 44. sigrinum í 59. leik tímabilsins. Þessi fyrsti leikur Webber var ekki eftir bókinni því hann gerði mun meira en menn bjuggust við og þegar á reyndi í lokin settist hann á bekkinn. „Ég ætla að passa upp á hann og að hann spili ekki of mikið til að byrja með,“ sagði Rick Adelman þjáfari Kings sem kallaði Webber á bekkinn á lokamínútunum. „Webber var víst enn ryðgaður. Ég kvíði fyrir að mæta honum þegar hann er kominn á fullt á ný,“ sagði Mike Dunleavy, þjálfari Clippers í léttum tón. Webber kom inn í byrjunarliðið í stað Bard Miller sem lét það ekki á sig fá heldur kom með 23 stig og 9 stig af bekknum. Vlade Divac lék líká minna fyrir vikið en var samt með 12 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar og það er ljóst að Sacramento verða ekki auðsigraðir í úrslitakeppninni. „Ég býst ekki við of miklu og það verður örugglega langur aðlögunar- tími fyrir mig. Eg er búinn að horfa á liðið spila frábærlega undanfarna mánuði og ég ætla að passa að breyta ekki of miklu í spilamennsku þess,“ sagði Webber sem ætlar að passa sig að láta ekki ákafan stuðning valda því að hann fari að reyna óskynsama hluti. „Aðalatriðið er að við höldum áfram að vinna og að ég geti lagt mitt af mörkum til þess að við getum unnið titilinn." ooj@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.