Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Qupperneq 10
1 0 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004
Fréttir DV
Fréttaskýring / John Kerry
John Kerry og George Bush bítast um forsetastólinn í haust. Kerry hefur
unnið hvern sigurinn á fætur öðrum í forkosningum Demókrata að undanförnu. Hann nýtur mikils
stuðnings um þessar mundir og kannanir benda til þess að hann eigi raunverulega möguleika á að fella
Bush forseta af forsetastóli.
m ls®
Kvennagull ngnar Bush
Nú er ljóst að Demókratinn John Kerry keppir um
forsetastólinn við George Bush í nóvember á þessu ári.
Sigurganga Kerrys í forkosningunum hefur verið nán-
ast óslitin; hann hefur haft sigur í 27 ríkjum af þrjátíu.
Þetta þykir merkilegt fyrir þær sakir að fyrir tveimur
mánuðum þótti Kerry ekki eiga mikla möguleika á út-
nefningu. George Bush var meðal þeirra fyrstu til að
óska Kerry til hamingju í fyrrakvöld. „Símtal okkar var
leggja áherslu á stríðstíma sem nú ríkja og hversu
repúblikanar séu best til þess fallnir að stjórna á slík-
um tímum. Ég tel að kjósendur hafi sjaldan verið jafn
tvískiptir og nú; stór hópur fólks þolir ekki Bush og að
sama skapir þolir stór hópur ekki Demókrata," segir
Stefanía.
Jón Hákon Magnússon fjölmiðlaráögjafi segist
hafa tekið Kerry með fyrirvara til að byrja með. „Mér
Næsta verkefni Kerrys er að velja varaforsetaefni og þarþykir
mörgum sem John Edwards væri heppi/egastur.
hið ágætasta," sagði Kerry við stuðningsmenn sína.
Forkosningar Demókrata þykja sjaldan hafa geng-
ið jafnvel og er þar átt við hversu fljótt úrslitin liggja
fyrir. Þar með hefur Kerry aukið svigrúm til að safna
fé í kosningasjóð sinn og einnig til að undirbúa bar-
áttuna sem hefst af fullum krafti í byrjun sumars.
Bush er hins vegar sagður hafa þegar safnað gríðar-
legu fé til baráttunnar og á morgun hefst fyrsta aug-
lýsingaherferð hans í sjónvarpi, herferð sem kostar
milljónir dollara. Samkvæmt skoðanakönnunum á
Kerry raunhæfa möguleika á að vinna sigur í haust.
Sjaldan jafntvískiptir kjósendur
Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir
fullvíst að kosningabaráttan verði mjög spennandi.
„Kerry virðist ágætur maður og hann hefur mikla
reynslu af þingstörfum. Bush á hins vegar mikla pen-
inga og nýtur þess að vera forseti. Hann getur þó lent
í erfiðum málum næstu mánuði sem kunna að koma
niður á honum.“
Utanríkismál og efnahagsmál verða mest áber-
andi, um það eru flestir sammála. „Demókratar
munu benda á atvinnuleysi á meðan Bush mun
Stefanía Óskars-
dóttir stjórn-
málafræðingur
„Kerry virðist ágætur
maður og hefur mikla
reynslu af þingstörfum.
Hann á sjálfsagt sína
óvini sem koma til með
að tina ýmislegt til og
benda á misfellur í mál-
flutningi hans.
finnst hann meira spennandi í ljósi þessa gríðarlega
stuðnings sem hann hefur fengið. Eg treysti því að
honum takist að koma Bush og hans gengi út úr Hvíta
húsinu í haust," segir Jón. Hann tekur undir með
Stefaníu að utanríkismál og efnahagurinn heimafyrir
verði málefnin sem barist verður um. „Ég held að
Íraksstríðið og sú skelfing sem þar ríkir og svo efna-
hagsmálin eigi hvort tveggja eftir að reynast Bush
erfið."
Einar K. Guðfinnsson þingmaður segir baráttuna
framundan geta orðið tvísýna enda sýni kannanir að
Kerry eigi raunverulega möguleika á að fella Bush úr
forsetastóli. „Það má þó ekki gleyma því að átta mán-
uðir eru til kosninga og auðvitað getur ýmislegt gerst
á svo löngum tíma í pólitík. Ég vona hins vegar að
kosningabaráttan verði ekki með þeim neikvæðu
ummerkjum sem oft hafa tíðkast. Það er óskandi að
frambjóðendum takist að keppa um þau málefni sem
hæst ber; það verða auðvitað efnahagsmál og utan-
ríkismál," segir Einar.
Edwards þykir heppilegur
Forkosningarnar framundan eru ekkert annað en
formsatriði fyrir Kerry. Næsta verkefni
Kerrys er að velja varaforsetaefni og þar
þykir mörgum sem John Edwards væri
heppilegastur. Kerry hefur þó ekki gefið
neitt út um hvern hann vill sér við hlið né
hefur Edwards ljáð því máls að verða vara-
forsetaefni. Þess var beðið í gær að Edwards
tilkynnti formlega að hann væri hættur bar-
áttunni.
Dick Gheney staðfesti hins vegar í gær
að hann yrði varaforsetaefni Bush for-
seta. „Það eru vond tíðindi enda er Cheney
skuggabaldur að mínu viti. Hvað Edwards
varðar þá líst mér vel á hann. Hann myndi
án vafa styrkja Kerry í Suðurríkjunum auk
þess sem hann er ungur og ferskur. Slíkt
hjálpar Kerry sem hefur yfir sér svip-
bragð þingmanns sem dvalið hefur lengi
íWashington," segir Jón Hákon Magnús-
son.
Kerry er þaulvanur stjórnmálamaður og
hefur setið í öldungadeild bandaríska þingsins
frá árinu 1984. Hann er lög-
fræðingur að mennt og barð-
ist á sinni tíð í Víetnam þar
sem hann hlaut margar orð-
ur fyrir hugrekki og vasklega
framgöngu. Kerry er tví-
kvæntur og hefur orð á sér
fyrir að hafa verið kvennagull
á yngri árum. Núverandi
kona hans, Teresa Heinz, er
moldrík og gerði Kerry að rík-
asta þingmanni öldunga-
deildarinnar.
arndis@dv.is
Morgan
Faírchild Fjöl-
miðlar hafa veiið
iðnir við að gera
fortið John Kerry
skilogþarkoma
margar glxsilegor
konur við sogu.
Morgan Foirchild,
sem gerði garð-
inn frægan i
Falcan Cresl
átti i sambandi
við Kerry á
timabiii.
-
Guðfinnsson
þingmaður
„Það er Ijost að Kerry
og Bush munu takast á
um utanríkismál og að-
dragandann að íraks-
striðinu. Svo má reikna
með að efnahagsmálin
verði fyrirferðamikil í
baráttunni.
Jón Hákon
Magnússon
fjölmiðlaráðgjafi
„Kosningarnar verða
mjög spennandiog
skemmtilegar. Ég
treysti því að Kerry
komi Bush og hans
gengi út úr Hvíta hús