Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Qupperneq 13
DV Fréttir
FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 í3
í gær var rithöfundalaunum deilt út eftir vali nefndar á vegum menntamálaráöuneytis. Stóru tíðindin
eru að Qórir af fremstu höfundum þjóðarinnar falla niður um flokk. Þetta eru menn sem sumir hverjir
hafa fengið heilsárslaun í áratug en fá nú ekki nema hálft ár. Skandall skekur bókmenntaelítuna.
Einar Kárason Hefur verid að koma
mjög sterkur irm að nýju undanfar-
in ár en fékk bara hálft ár.
Guðjón Friðriksson Fékk bók-
menntaverðlaun islands en samt
fær hann ekki að vera í fyrsta flokki.
m
Þau stórtíðindi áttu sér stað við
úthlutun rithöfundalauria í gær að
nefndin, skipuð af menntamálaráð-
herra, hafnaði nokkrum af vinsæl-
ustu höfundum þjóðarinnar. Það
eru þeir Hallgrímur Helgason, Pétur
Gunnarsson, Guðjón Friðriksson
(fékk íslensku bókmenntaverðlaun-
in á dögunum) og Einar Kárason.
Allir fá þeir aðeins hálfs árs laun en
hafa um langt skeið verið taldir til
fyrsta flokks og verið á launum allt
árið. Mikill hiti er meðal rithöfunda
vegna þessa og margir þeirra eru
hreinlega æfir en úthlutunin er
sannkölluð uppskeruhátíð rithöf-
unda á Islandi. Þá fá fáeinir af
fremstu höfundunum skilaboð um
að næstu þrjú ár verði þeir á fullum
launum hjá ríkinu en aðrir verða á
launum í ár og loks koma þeir sem fá
bara hálfs árs laun.
Einar og Hallgrímur skandall
„Við emm bara frekar fúlir yfir
þessu," segir Kristján B. Jónasson hjá
Eddu útgáfu en svo virðist sem þeirra
höfundar hafi farið einna verst út úr
úthlutuninni. „Þegar maður setur
þetta í víðara samengi þá finnst manni
margt á þessum lista orka tvímælis.
Það verður líka að viðurkennast að
það er í raun fáránlegt að Hallgrímur
Helgason og Einar Kárason fái ekki
árslaun. Að öðmm ólöstuðum þá em
þetta þungavigtarhöfundar sem hafa
verið að skila stómm verkum undan-
farin ár og þetta em höfundar sem
þjóðin er að kaupa bækur eftir. Manni
finnst þetta einkennast af því að þeir
höfundar sem selji sé refsað."
Önnur útgáfufélög mega vel við
una, sér í lagi Bjartur, en Snæbjörn
Arngrímsson útgefandi er að vonum
ánægður:
„Ég er hamingjusamur fyrir hönd
minna höfunda og myndi ekki vilja
skipta þeim út," segir Snæbjörn en
viðurkennir að honum finnist ali
svakalegt að Einar Kárason og Hall-
grímur Helgason séu orðnir rithöf-
undar í hálfu starfi. „Einar kom sterkur
inn fyrir síðustu jól og Hallgrímur er
fmmlegur og góður höfundur. Þetta er
mjög leiðinlegt," segir Snæbjörn.
Utgefandinn er því ekki fullkom-
lega sáttur við úthlutunina þótt hans
höfundar, margir hverjir, komi vel út
þetta árið. Má þar nefna Sjón, Guð-
rúnu Evu, Jón Kalman og Sigfús Bjart-
marsson. Af sínum eigin höfundum
kveðst Snæbjörn hafa viljað sjá Berg-
svein Birgisson inni með hálft ár, en
hann fékk tilfefningu til Bókmennta-
verðlauna fyrir Landslag er aldrei
asnalegt, auk þess sem Snæbjörn
salcnar Sigurjóns Magnússonar á list-
anum.
Bækur fyrir blækur
„Ég vil ekkert segja um þetta," seg-
ir Einar Kárason rithöfundur en hann
fékk þær fréttir í gær að í fyrsta sinn í
yfir 10 ár fái hann bara hálfs árs rithöf-
undalaun. „Það er bara þannig," ítrek-
ar Einar en rithöfundar em oft feimnir
við að tjá sig sjálfir við fjölmiðla um
hugsanleg sárindi vegna úthlutana.
Frægt er þegar Gyrðir Elíasson fékk
ekki árs laun um árið og fjölmargir
skrifuðu greinar í blöðin, en ekki
hann. Heimildir DV herma engu að
síður að Einari sé brugðið og að hann
verði líkiega að fara að finna sér vinnu
Þau útdeildu laununum
Ármann Jakobs-
son Formaður
nefndarinnar sem
úthlutar rithöf-
undalaunum.
Astráður Eysteins-
son Bæði Hallgrim-
ur og Einar hafa
djöflast ihonum i
gegnum tiðina.
Kristín Ástgeirs-
dóttir Segir að tek-
ið sé tillit til fræði-
manna, þýðenda,
Ijóðskálda og
kvenna við valið.
fljódega.
„Ég er auðvitað frekar hissa," segir
Hallgrímur Helgason og skilur hvorki
upp né niður í nefndinni. „Nema að
það skýri margt að ég skrifaði grein
gegn Astráði [einn nefndarmanna)
þegar hann var með bókmenntagagn-
rýni í Dagsljósi. Mig minnir að yfir-
skriftin hafi verið Bækur fyrir blækur.
Af því að það vom bara blækur eins og
hann sem dæmdu bækur það árið.
Það getur verið að ég sé að súpa seyð-
ið af þeirri grein núna."
Skandinavískt og útspekúlerað
„Þetta er skandinavíska stefn-
an og allt útspekúlerað," segir
Guðbergur Bergsson rithöfundur
um úthlutun rithöfundalauna.
„Stefnan núna er einhvers konar
jafnréttisblanda þar sem þess er
gætt að fræðimenn fái sitt og
konur líka. Samkvæmt þessari
stefnu myndi Guðrún frá Lundi
fá rithöfundalaun í 10 ár væri
hún lifandi. Sjálfur fæ ég ekkert
því ég er orðinn of
gamall. Fæ bara heið-
urslaunin en þau eru
miklu lægri en þessi,"
segir Guðbergur sem
telur þó að úthlutunar-
nefndin hljóti að taka
mið af öðrum tekjum
höfunda þegar útdeilt
er: „Allavega voru þeir
alltaf að spyrja mig hvað ég hefði
í laun þegar ég var að sækja
um,“ segir hann.
Guðbergur Bergsson
nefnir einnig þann mögu-
leika að úthlutunarnefndin
starfi ef til vill á kristilegum
nótum þar sem segir að þeir
fyrstu verði síðastir og þeir
síðustu fyrstir: „Kannski er
þetta ekki flóknara en svo,“
segir hann.
„Nema að það skýrí
margt að ég skrífað
grein gegn Ástráði
þegar hann var með
bókmenntagagnrýni í
Dagsljósi."
Á þessa grein bentu einmitt margir
sem DV hafði samband við vegna út-
hlutunarinnar og minntust líka á rit-
deilu sem Einar Kárason átti í við Ást-
ráð í Tímariti Máls og menningar fyrir
nokkmm ámm.
Þá vekur einnig óneitanlega athygli
- þótt ögn vandræðalegt sé fyrir DV að
fjalla um það - að Mikael Torfason rit-
stjóri blaðsins fékk ekkert úr launa-
sjóðnum en umsóknum var skilað inn
áður en hann var ráðinn í fast starf
sem ritstjóri. Hann kvaðst raunar
gráta það þurmm tárum og hefði ekki
þegið launin, þótt hann hefði fengið,
en skilyrði fyrir þeim er að rithöfundur
gegni ekki föstu starfi þann tíma sem
hann er á launum. í reynd er þó auð-
vitað ekki nefndarinnar að ákveða
hvort Mikael hefði tekið rithöfunda-
karríer sinn fram yfir ritstjórastarfið.
Hann hefur verið einn þeirra ungu
höfunda sem hvað mesta athygli hafa
hlotið á undanförnum ámm en einnig
átt í ritdeilum við alla mögulega.
Tillit tekið til kvenna
Ármann Jakobsson er formaður
nefndarinnar en í nefndinni, auk
hans, em þau Ástráður Eysteinsson og
Kristín Ástgeirsdóttir. DV náði tali af
Kristínu og sagði hún engan ágreining
hafa verið í nefndinni um að segja
mörgum af sterkustu höfundum þjóð-
arinnar upp og koma þeim í hálft starf:
„Við höfðum takmarkað fjármagn
og urðum að skipta því á milli sem
flestra," segir Kristín. Varðandi skipt-
ingu fjárins milli ólíkra bókmennta-
greina bendir hún á að þótt skáld-
sagnahöfundar séu vissulega áberandi
í hópnum sé einnig og ekki síður litið
til fræðimanna, þýðenda, ljóðskálda
og kvenna við valið.
Ármann Jakobsson tók mjög í sama
streng en vildi annars fátt láta eftir sér
hafa.
RITHÖFUNDALAUN 2004:
3 ár
Guðmundur Páll Ólafsson
Ingibjörg Haraldsdóttir
Kristín Ómarsdóttir
Sigurjón B. Slgurðsson (Sjón)
1 ár
Andri Snær Magnason
ÁrniIbsen
Einar Már Guðmundsson
Guðrún Eva Mínervudóttir
Jón Kalman Stefánsson
Kristín Steinsdóttir
Ólafur Gunnarsson
Sigfús Bjartmarsson
Sigurður Pálsson
Þórunn Valdimarsdóttir
6 mánuðir
Aðalsteinn.Ásberg Sigurðsson
Atli Magnússon
Auður Jónsdóttir
Ágústína Jónsdóttir
Bjarni Bjarnason
Bjarni Jónsson
Einar Kárason
Elísabet K. Jökulsdóttir
Erlingur E. Halldórsson
Eysteinn Björnsson
Eyvindur P. Elríksson
Geirlaugur Magnússon
Guðjón Friðriksson
Guðmundur Andri Thorsson
Guðmundur Ólafsson
Guðrún Hannesdóttir
Hallgrímur Helgason
Hjörtur Pálsson
Hlín Agnarsdóttir
fsak Harðarson
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Kristín Marja Baldursdóttir
Linda Vilhjálmsdóttir
Margrét Lóa Jónsdóttir
Ólafur Haukur Slmonarson
Óskar Árni Óskarsson
Pétur Gunnarsson
Ragnheiður Gestsdóttir
RúnarHelgiVignisson
Sigrún Eldjárn
Sigtryggur Magnason
Sigurbjörg Þrastardóttir
Sigurður Gylfi Magnússon
Sindri Freysson
Stefán Máni Sigþórsson
Steinar Bragi Guðmundsson
Viðar Hreinsson
Viktor Arnar Ingólfsson
Vilborg Davíðsdóttir
Þorvaldur Þorsteinsson