Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Side 15
FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 15
DV Fréttir
Gæludýra-
tryggingar
Um síðustu helgi voru
haldnir Fjölskyldu - og
dýradag-
arVÍSÍ
Reið-
höllinni
Víðidal.
Mikill
fjöldi
gesta sdtti há-
tíðina þar sem kynntar
voru fjöldi hunda - og
kattategunda og börnin
fengu að bregða sér á
hestbak. Ljóst er að
áhugi fslendinga á
gæludýrum eykst með
hverju ári en hátfðin var
haidin af því tilefni að
tryggingafélög bjóða nii
upp á gæludýratrygg-
ingar.
Sjö vikna á ráfi
Sjö vikna hvolpur fannst
neðst í Öskjuhlið um
síðustu helgi. Hvolpur-
inn var einn og yfirgef-
inn á ráfi og óvíst hvað-
an hann kemur, hvort
hann hefur verið skilinn
eftir eða týnst. Auglýst
var eftir
eiganda
en eng-
inn hafði
gefið sig
fram.
Hvolpur-
inn er að
öllum líkindum af
labradorkyni en ómögu-
legt er að segja hvort
hann er hreinræktaður.
Hann fékk gott fóstur
hjá eldri hundi og hefur
þegar verið ráðstafað á
gott heimili til fram-
búðar.
Páfagaukur hittir
ekki drottningu
Páfagaukurinn Rude
Sunny fær
ekki að vera
um borð á
skipi sínu,
herskipinu
Lancaster,
þegar Elísa-
bet Breta-
drottning
heimsækir skipið á
morgun, föstudag, held-
ur verður sendur í land.
Ástæðan er að páfa-
gaukurinn er svo orð-
ijótur og á það til að
hrópa að konum að
sýna á sér brjóstin og
vandar samstarfsmönn-
um sínum á herskipinu
ekki kveðjurnar. Sjólið-
arnir um borð vilja sýna
drottningunni og manni
hennar sfnar bestu hlið-
ar þannig að gaukurinn
verður að fara í land.
Berljót Davíðsdóttir
varð vitni að
fæðingu 17hvolpa
í Grafarvogi
Karen Tómasdóttir hundakona á fjögur börn og fjórar tíkur en þrjár
þeirra gutu sautján hvolpum í sömu vikunni. Síðustu sex vikur hefur
sólahringurinn hjá henni verið mjög languren hún vaknar klukkan
hálfsex á hverjum morgni til að gefa hvolpunum.
Sautján hvolpar í
raöhúsi á Grafarholti
„Það er sannarlega handagangur í
öskjunni hér á heimilinu og það má
segja við séum öll komin í hundana,"
segir Karen Tómasdóttir sem býr í
raðhúsi í Grafarholtinu með íjöl-
skyldu sinni, sex hundum og 17
hvolpum af Cocker Spaniel tegund.
Fyrir nokkrum vikum síðan þá
gutu þrjár tíkur Karenar samtals 17
hvolpum á einni viku. Hún segir þá
viku hafa verið erfiða en óskaplega
skemmtilega. „Margir gera sér alls
ekki grein fyrir hve mikil vinna þetta
er en halda að tíkurnar sjái bara
alveg um þetta allt sjálfar. Þannig er
það bara alls ekki. Þetta er 24 tíma
vinna fyrstu tíu dagana en þá vaki ég
meira eða minna yfir hvolpunum.
Það má svo lítið út af bregða, en til að
mynda þarf að fylgjast með hvort
tfkurnar mjólki nóg, hvort hvolparn-
ir drekki eðlilega og grípa þarf skjótt
inn f ef eitthvað er að,“ segir Karen
og bætir við að hún sjái ekki eftir
einni mínútu sem fari í hundana.
„Þeir gefa það allt til baka og það
margfalt," segir hún.
Karen bjó alitaf hluta úr ári á
Spáni þar sem móðir hennar býr
enn. Þar kynntist hún eðlilegri
hundamenningu „Ég var strax mikil
hundakona og eignaðist rninn fyrsta
hund þegar ég var 5-6 ára. Síðan hef
ég alltaf átt hund. Cockerinn leit ég
fyrst augum fyrir sex árum og það
var ekki aftur snúið. Ég varð mjög
hrifin af tegundinni. Þeir eru blíðir,
barngóðir og skemmtilegir," segir
hún en sjálf á hún fjögur börn á aldr-
inum þriggja til fimmtán ára.
Á heimilinu hjálpast allir að með
hundana og þegar got eru í gangi þá
þarf fjölskyldan að þrengja dálítið að
sér. Undanfarnar vikur hafa tíkurnar
verið með hvolpana á baðinu, í
svefnherberginu og einu barnaher-
berginu. Nú eru þeir hins vegar
komnir út í bflskúr þar sem þeir geta
djöflast eins og þeir vilja. „Bflskúr-
inn höfum við lagað þannig að þar
er gott að vera með hvolpana. Ég er
með baðaðstöðu og þar get ég snyrt
hundana. Ég er meira eða minna
allan daginn í bflskúrnum að sinna
„Margir gera sér alls
ekki grein fyrir hve
mikii vinna þettá er
en halda að tíkurnar
sjái bara alveg um
þetta allt sjálfar."
hundunum. Ástæðan fyrir því að ég
hef hvolpana þar er sú að tíkurnar
verða að fá að hvflast því hvolparnir
eru að ganga frá þeim. Þeir eru sex
vikna og það fer að styttast í að þær
bíti þá af sér," segir Karen en hún
gefur hvolpunum 4-6 sinnum á dag
og alltaf þarf að vera nóg af fersku
vatni hjá þeim. Þeir umgangast
heimilsfólkið þó þeir séu í bflskúrn-
um því hann er innbyggður og eins
og eitt af herbergjunum í húsinu.
Auk þess er alltaf einhver í bílskúrn-
um að stússast.
1) Hundar Karenar
eru í 3 litum. Svartir
og hvítir, alsvartir og
svo hvítir og brúnir.
Hún segirþá þrílitu
vera vinsælasta en
þeir eru sjaldgæfir
hér á landi.
2) ígegnum tíðina
hefur Karen látið
marga hvolpa frá sér
en hún velur kaup-
endur gaumgæfilega,
eins og góðum
hundaeigendum
sæmir, og selur ekki
hverjum sem er.
3) Karen ryksugará
hverjum degi út af
hárunum en það er
hverrar mínútu virði.
Hún hefur þegar ráð-
stafað 11 af 17 hvolp-
um sínum og býst við
að allir verðiþeir
farnir í vikunni.
Karen Tómasdóttir var með þrjú
got í gangi í einu Tlkurnar skiptu sér
niður á herbergin í húsinu en ein var á
baðinu, önnuri svefnherberginu og sú
þriðja á baðherberginu
Japanskir Chin smáhundar eiga ættirsinar
að rekja til Kína en heimalandþeirra er engu
að síður Japan. Hér sést Ingibjörg £
Halldórsdóttir halda á Ottó og Pílar. Þeir eru
tveggja ára og um 2-3 kiló að þyngd.
Japanskur Chin er greindur, kátur og bliður,
auk þess sem hann er barngóður og á skap
saman með öðrum gæludýrum.
Sýning HRFÍ um helgina
Fjögur hundruð hundar sýndir
Árleg haustsýning Hundaræktar-
félags Islands verður haldin um
helgina í reiðhöll Gusts í Kópavogi.
AUs verða sýndir á fimmta hundrað
hundar. Sýningin hefst á föstudag kl.
16:30 og verða sýndir hvolpar af fjöl-
mörgum tegundum fram eftir kvöldi.
Hundaræktarfélag íslands leggur
mikinn metnað í að fá tU landsins
virta dómara og að þessu sinni koma
Elke Peper frá Þýskalandi og Ove
Germundsson frá Svíþjóð. Auk þess
munu tveir íslenskir dómarar, þau
Guðrún R. Guðjohnsen og Sigríður
Pétursdóttir dæma á sýningunni.
Á laugardag og sunnudag hefst
sýningin kl. 9 en þá verða fjölmargir
vinnu- og veiðihundar sýndir auk
íslenskra fjárhunda. Á sunnudag
verða ýmsir smáhundar áberandi og
jafnframt verða sýndir fuglahundar
auk smala- og fjárhunda. Úrslit
verða síðan kynnt um klukkan 15:30
á sunnudag og verður þá valinn besti
ræktunarhópur og besti öldungur
auk þess sem besti hundur sýningar-
innar verður valinn.
bergtjot@dv.is
Ungir sem gamlir taka þátt í hunda-
sýningum HRFÍ Hún er stolt og ánægð
þessi unga dama með hundinn sinn á
sýningu Hundaræktarfélagsins
Dýralæknir DV
. í framtíðinni verður tekið upp að
nýju spurningar til dýralæknissins.
Birtast svörin á fimmtudögum en
lesendur
geta sent
inn spurn-
ingar á net-
fangið
dyralaekn-
ir@dv.is.
Það er
Helga Finnsdóttir dýralæknir sem
svarar spurningum lesenda en hún
er með sérmenntun í lækningum
hunda og katta frá Konunglega
dýralækna og landbúnaðar-
háskaólanum í Kaupmannahöfn.
Helga hefur verið við störf í 24 ára
og hefur langa reynslu af að
meðhöndla allar tegundir gæludýra
og sinnir hún þeim á stofu sinni hér
í Reykjavík.