Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Qupperneq 17
16 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 Fréttir DV DV Fréttir FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 1 7 f Evropa gegn Margar þjóðir innan Evrópusambandsins flýta sér sem mest þær mega að takmarka þann fjölda innflytjenda sem þær vilja taka við þegar tíu nýjar þjóðir bætast við hópinn þann 1. mai. Þrátt fyrir að tvö ár séu liðin síð- an ákveðið var að stækka Evrópu- sambandið til austurs og bjóða tíu nýjum ríkjum inngöngu er fyrst núna sem margir eru að vakna upp við vondan draum og óttast gríðar- lega fólksflutninga til vesturs þegar landamærin opnast þann 1. maí næstkomandi. Þetta er orðið mikið hitamál í mörgum löndum enda fátt sem fer verr í marga vesturlandabúa en innflytjendur og gildir þá einu hvort þeir eru frá Asíu eða Austantjalds- löndum. Þegar hafa margar ríkis- stjórnir sest í skotgrafirnar og sett þak á þann fjölda sem getur komið löglega til landsins þó að grunn- hugmyndin að baki Evrópusam- bandinu sé einmitt ein sameinuð Evrópa. Tvær hliðar á málinu Innflytjendur hafa um langt skeið sótt til Evrópu og margir hverjir komið ár sinni vel fyrir borð. Þeir hafa oftar en ekki verið skot- spónn öfgahópa í löndum á borð við Þýskaland, Frakkfand og Sví- Jrjóð og ekki er óþekkt að almenn- ingur líti á innflytjendur sem ann- | ars flokks borgara. Afþekkt er einnig að vestræn I fyrirtæki og óprúttnir einstaklingar liafa ítrekað notfært sér bágt ástand þessa hóps og arðrænt það aftur og ] aftur. I þetta sinn horfir málið þó | öðruvísi við þar sem um er að ræða íbúa Evrópulanda en ekki fólks frá Afríku eða Asíu. Af öllum þjóðum innan Evrópusambandsins í dag er það einungis írland sem ekki hefur þegar takmarkað aðgang innflytj- enda frá nýju ríkjunum tíu vegna óttans um að milljónir Ungverja, Aföllum þjóðum innan Evrópusambandsins í dag er það einungis írland sem ekki hefur þeg- ar takmarkað aðgang innflytjenda frá nýju ríkjunum tíu vegna óttans um að milljónir Ung- verja, Pólverja eða Litháa flýji daprar aðstæður sinna eigin landa og sæki í sex- til áttföld þau laun sem bjóðast vestrænum kollegum þeirra. Pólverja eða Litháa flýji daprar að- stæður sinna eigin landa og sæki í sex- til áttföld þau laun sem bjóðast vestrænum kollegum þeirra. Að vissu leyti er hræðslan skilj- anleg. Atvinnuleysi er algengt vfða um Evrópu og vitað er að innflytj- endur starfa gjarnan fyrir lægri laun en aðrir borgarar meðan þeir koma undir sig fótunum. Á hinn bóginn þurfa mörg ríkin beinlínis á inn- flytjendum að halda, bæði til að vinna verk sem öðrum fellur ekki í geð en eins til að halda uppi þeim stóraukna fjölda íbúa Evrópu sem fara á eftirlaun næstu árin. Fæðing- artíðni í ríkjum á borð við Spán og Ítalíu er svo lág að til að viðhalda efnahagskerfi landanna næstu ár og áratugi er nauðsynlegt að bæta við talsverðum fjölda erlendra innflytj- enda og það sem fyrst. Þolinmæði á þrotum Eitt gleggsta dæmið um að marg- ir hafa fengið nóg af innflytjendum og þeim vandamálum sem virðast ætíð tengjast þeim er sú ákvörðun hollenskra stjórnvalda að senda úr landi tæplega 30 þúsund innflytj- endur. Holland hefur um árabil ver- ið hvað frjálslyndast í flokki evr- ópskra þjóða hvað varðar innflytj- endur en sú paradfs er fýrir bí og til stendur að herða verulega á lögum | sem gera erlendu fólki kleift að setj- ast þar að. Þeir svartsýnustu spá því að allt I að tíu milljónir manna muni rífa sig upp með rótum um leið og tækifæri gefst þann 1. maí en alls búa 75 milljónir manna í þeim tíu ríkjum sem fá aðild að þessu sinni. Aðrir benda á að ekkert slíkt hafi átt sér stað þegar Portúgal, Spánn og | Grikkland gengu f Evrópusamband- ið. Þá voru blaðafyrirsagnir einnig I fullar af dómsdagsspám um þann fjölda sem myndi flykkjast norður á bóginn frá þessum fátæku löndum. Raunin varð hins vegar sú að innan við 50 þúsund manns fluttu búferl- [ um. Víst er að fjöldinn verður að lík- indum meiri nú þar sem bilið milli I vesturs og austurs er enn meira en áður var en hvort um milljónir verð- ur að ræða verður tfminn einn að | leiða í ljós. Árið 2011 fellur þó lokadóm- urinn en öll lönd Evrópusambands- ins hafa skrifað undir samning þess | efnis að það ár verði felldir niður all- ir múrar og takmarkanir á búferla- flutningum innan sambandsins. albert@dv.is I Ibúar Slóvakl'u Slóvakar og Slóvenar þykja einna líklegastir til að flytja vestur á bóg- inn en kjör i þessum löndum er sérstaklega bág. M* / * ' JKjil ) - Mfc Pólverjar Mynda raðir til að sækja um störfsem bjóðast þeim eftir 7. maí i hinum Evr- ópulöndunum. , *■ m m * ” W Hollensk óeirðalögregla i fyrsta sinn hafa þarlend stjórnvöld ákveðið að vísa fleiri þúsund manns ur landi. Flestir þeirra hafa búið í Hollandi i fleiri ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.